Frami eða peningar?

Það hefur verið sagt loða við leikmenn að þeir fari ekkert frá félögum sem borga há laun skv. samningi jafnvel þó þeir fái ekkert að spila. Þeir eru bara í vinnunni og  vinnuveitandinn ræður hvort hann notar starfskraftinn eða ekki. Eiður er staddur í þeirri vondu stöðu núna að þiggja há laun fyrir lítið vinnuframlag.

Ég get vel ímyndað mér að Eiður þurfi að velja á milli þess hvort hann ætlar að lifa fyrir peningana eða persónulegan frama. Stígur hann á stoltið fyrir aurinn eða velur hann að hafa fyrir hlutunum?

Ef hann velur að vera um kyrrt og "berjast fyrir sæti sínu" í óþökk félagsins, þá er hættan sú, að þegar Barcelona samningnum lýkur, að ferlinum sé þar með lokið.


mbl.is Eiður Smári sagði nei við Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er ekki mikill frami fólginn í því að fara til Aston villa.. þá er bekkurinn betri hjá Barca.

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Valsarinn

Hvaða djöfulsins rugl er þetta í þér Óskar minn að það sé enginn frami fólkinn í því að fara til Aston Villa, ertu kannski bitur Poolari að bíða eftir að þessi Barry saga ljúki;)

Smá djók á mér en sem Villa aðdáendi get ég bent á að leikmaður eins og John Carew (sem ég myndi telja vera mun betri leikmaður en Eiður Smári) vil enda ferilinn hjá Aston Villa, svo er einnig hjá félaginu annar norðurlandabúi sem er sjálfsagt einn af sterkari miðvörðum deildarinnar; Martin Laursen.

Á 3 árum stekkur félagið úr 16 sæti í 11 sæti og þaðan í 6. sæti og nær Intertoto sæti. Liðið er á iuppleið og ég tel (sem Villa aðdáandi) að ef allt er gert rétt og haldið rétt á spilunum þá geti félagið barist við topp 4 liðin á næstu árum.

Held í lokin að það sé meiri frami í því að spila reglulega með félagi eins og Aston Villa heldur en að vera ekki í framtíðarplönunum hjá Barcelona, betra fyrir hann sem leikmann sem og landsliðið (ef við viljum vera með hann þar!)

Valsarinn, 10.7.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að fara frá Barca til AV er hæpin upphefð.. og samanburður AV við Liverpool bliknar í hvívetna.. John Carew veit að hann er kominn á endastöð á sínum ferli eða nálægt henni.. ég sá John Carew spila með Vaalerenga í noregi fyrir nokkrum árum og hefur hann verið fremstur meðal jafningja þar í landi en.. er langt frá getu Eiðs Smára.. svo hver er svekktur ?

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Valsarinn

Ég er alls ekki svekktur, enda hef ég aldrei verið neinn aðdáandi Eiðs Smára, hann er góður og allt það en oft á tíðum finnst mér hann bara vera ofmetinn.

John Carew kominn á endastöð já? Þú veist vel að gaurinn er ári eldri en Steven Gerrard og er Steven Gerrard kominn á endastöð? uhh... nei! Það eru bara fullt af fólki sem halda að hann sé eitthvað um 30 vegna þess hve mörgum félögum hann hefur verið hjá í gegnum tíðina.

En já með Liverpool, mitt álit er að það er stórveldi en það verður ekki Englandsmeistari á meðan Rafa Benitez er þar, hef bara engu trú á honum né skiptikerfinu hans.

Valsarinn, 10.7.2008 kl. 12:35

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að bera saman JC við SG er eins og að bera saman epli og appelsínur.. JC hefur aldrei verið stjarna.. aldrei spilað í liði í fremstu röð nema þegar hann var undir stjórn Rafael Bentiez í Valencia..  JC getur ekki vænst þess að stjarna hans fari hærra en SG gæti þess vegna farið til RM, AC Milan, Bayern ef honum dytti það í hug..  grow up. og sjáumst á vellinum í kvöld .  Áfram KR

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 12:39

6 identicon

Vá hvað Liverpool aðdáendur geta orðið pirraðir ef að einhver setur út á þeirra staðnaða lið. Ég ætla engan veginn að líkja saman Martin O´Neill og Rafa Benites, O´Neill er mörgum klössum ofar sem þjálfari og sést það best á uppgangi Villa manna meðan að púllarar standa í stað ár eftir ár. Maður spyr sjálfan sig að því hvar er metnaðurinn hjá Eið Smára, er hann sá að vera varamaður og lifa á fornri frægð eða að koma sér í annað lið og fara að spila.
Hann hefði betur sagt já við einu af best spilandi liðum Englands.

Gunnlaugur Torfason (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:15

7 Smámynd: Valsarinn

Ég var engan veginn að bera saman John Carew við Stefen Gerrard, ég er engin fáviti sko, eina sem ég benti á var að þú vildir meina að Carew væri kominn á endastöð, sem er kolrangt, þá væri steven Gerrard kominn eins mikið á endastöð eins og John Carew.

Er Voronin eða Benayoun komnir á endastöð? Jafngamlir John Carew, Voronin hefur spilað með 5 félögum ( Gladbach, Mainz, Köln, leverkusen og Liverpool), 5 félög í hvað 2 löndum? Benayoun hefur einnig spilað fyrir 5 félög ( Liverpool, West Ham, Santander, M. Haifa og H. Beef-Sheva), semsé í 3 löndum; spáni, Englandi og Ísrael.

Hvað hefur Carew spilar með mörgum félögum? 7 félög (Vålerenga, Rosenborg, Valencia, Roma, Besiktas, Lyon og Aston Villa) í 6 löndum...

Á ég að halda áfram að nefna leikmenn á sama aldri og þessi umræddi Carew sem á að vera á endastöð?

Wes Brown (Man Utd)
Paul Robinson (Tottenham)
Andrea Pirlo (Milan)

Valsarinn, 10.7.2008 kl. 15:15

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Páll eg geri ekkert lítið úr hæfileikum Eiðs Smára, langt í frá. Þegar ég tala um vinnuframlag er það tíminn sem hann fær í alvöru kappleikjum. Ég hefði náttúrulega mátt orða þetta skýrar.

Eftir sem áður stendur að Eiður fær hvergi sömu laun og hjá Barca, ef hann ákveður að vera áfram þar er hann að taka peningana fram yfir fótboltalegan frama, það held ég að sé nokkuð augljóst.

Ég vona að hann sýni þann karakter að velja frekar að spila meiri bolta þó það þýði minni pening. Hann verði einfaldlega ánægðari með sjálfan sig þannig. Hafi hann sýnt ráðdeild í fjármálum eftir spilavandræðin á sínum tíma ætti honum nú þegar að vera borgið fjárhagslega og geti því leyft sér að láta fótboltametnaðinn ráða ferðinni það sem eftir lifir ferilsins.

Eiður á allt gott skilið.

Fyrirgefið mér strákar, en sem gamall Þróttari með samúð með Chelsea/Liverpool ætla ég ekki að blanda mér í umræðurnar ykkar

Haukur Nikulásson, 10.7.2008 kl. 15:18

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú ert að miskilja þetta með endastöðina valsari.. endastöð AV þýðir ekkert annað en að hann fer aldrei frá AV til stærri og betri klúbbs.. JC er á hápunkti síns ferils og héðan í frá er hans ferill á niðurleið ef hægt er að orða það svoleiðis... 

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 15:22

10 Smámynd: Valsarinn

Er það semsé "slæmt" að spila hjá Aston Villa? Liðið er á uppleið, með frábæran stjóra, eru með marga af efnilegustu leikmönnum Englands Samanber Young, Agbonlahor, Reo-Cooker og Barry (er væntanlega á förum til Liverpool). Einnig eru hjá félaginu Martin Laursen og John Carew.

Einnig var liðið að ganga frá kaupum á Steve Sidwell frá Chelsea í dag.

Mér leiðist svona skítköst frá aðdáendum "stóru 4" klúbbana á englandi, held bara að Chelsea aðdáendur séu skástir;)

Valsarinn, 10.7.2008 kl. 15:35

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he enn og aftur færðu flog.. nei það er alls ekki slæmt að spila með AV.. en AV mun seint teljast til betri liða í evrópu. 

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 15:37

12 identicon

Í fyrsta lagi sem Villa aðdáandi vill ég ekki fá Eið Smára til Aston Villa, sama þó það auki profile-inn á liðinu hér á landi.   Hér kemst ekkert lið að fyrir utan topp 4 liðin, allt annað er bara drasl að þeirra mati. 

Í öðru lagi þá segir það allt um Eið Smára að hann vilji frekar fara til liða eins og hugsanlega West Ham, hver vill vera hjá því skítaliði, þeir geta ekki einu sinni verið frumlegir í litum á búninum.  Nei eina ástæðan er sú að þá væri hann í London en ekki Birmingham.  Hann er litið sem ekkert að spá í ferlinum sínum hann finnur bara lyktina af peningunum hjá Barca.

Hann er samt alveg velkomin að spila með varaliði Aston Villa næsta season, hann og Barry verða flottir þar, þar sem Liverpool er á hausnum og getur ekki keypt leikmenn nema selja. 

Kristján (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:50

13 identicon

Hef aldrei skilið þessa öfund í garð Eiðs.  Hann er hjá einu af stærstu liðum heims í dag, það ætti að segja allt um metnað hans og getu.  Það að hann sé ekki alltaf með þeim 11 sem byrja inn á vellinum ætti ekki að segja mikið þar sem Henry gerði það ekki heldur.  Og ætli vinnuvikan hjá knattspyrnumönnum sé ekki örlítið lengri en þessar 90 mínútur sem spilaðar eru um helgar.  Þannig að ekki segir það mikið um vinnuframlag hans, hann er þó oftast í hópnum en ekki utan hans.  Það að hafna Aston Villa, segir sennilega meira um metnað hans í knattspyrnu en liðið sem hann hafnaði.  Þetta er farið að minna á sandkassaleik, liðið mitt er betra en liðið þitt.  En jú O´Neil hefur gert stóra hluti með AV en það verður seint eitt af stóru liðinum í heiminum.

Viðar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:17

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Viðar, hér er ekki um að ræða öfund í garð Eiðs, við ættum að vera hafnir yfir slíka umræðu.

Við höfum áhuga á því hvað hann gerir og það er engin óvild í gangi. Hann er í miklum metum, alls góðs maklegur og ég held að ég mæli fyrir munn næstum allra að vilja sjá veg hans sem mestan og bestan bæði í félagsliði sem og landsliðinu.

Haukur Nikulásson, 11.7.2008 kl. 13:25

15 identicon

Fyrir mína parta þá myndi ég frekar vilja vera á bekknum hjá FH (spila fáa leiki) en að vera aðalmaðurinn hjá Ungmennafélagi Hesteyrar.

Sveinn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband