Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Verð bálreiður við tilhugsunina um aðild að ESB

Ég veit að það er ekki vænlegt að reiðast þegar um er að ræða álitamál í stjórnmálum. Ég biðst afsökunar á því og hálf skammast mín fyrir að soðna innra með mér þegar ég heyri fólk ákalla stjórnvöld og almenning um að sameinast um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk hugsi yfirhöfuð um nokkuð annað en peninga!

Öll rökin um það að sækja um aðild eru peningahyggja og eiginlega ekkert annað sem hægt er að kalla röksemdir.  Fæ ég á tilfinninguna að ESB sinnar séu tilbúnir í hvaða vændi sem er til að ná í einhverja aura.

Það sem gerir mig reiðan er skeytingarleysi þessa fólks um raunverulegt sjálfstæði sem mun tapast. Hvenær hefur það hentað smærri aðila að sameinast einhverjum sem gleypir allt? Við leysum ekki tímabundin smærri vandamál með því að koma upp öðru risastóru sem væri að verða AFTUR sjálfstæð þjóð.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber nafn af sögulegri ástæðu, er að linast svo á þessu að maður hefur verulegar áhyggjur af því. Varaformaður flokksins og helstu atvinnuforkólfar hans eru farnir að krefjast alvarlegrar skoðunar á aðild og manni sýnist að flokkurinn eigi að byrja á því að skipta um nafn áður en það verður sérstakt skammaryrði í munni þjóðarinnar vegna undirlægjuháttar við væntanlega nýlenduherra í Brussel.

Mér finnst það deginum ljósara að það verður meginverkefni að vernda sjálfstæði íslenskrar þjóðar í næstu kosningum. Fólk má þess vegna byrja núna á að hugsa það með hvaða hætti við höldum torfengnu sjálfstæði lengur en rúmlega 64 ár. Að halda því fram að EES samningurinn sé sjálfstæðisafsal í raun er bull, ESB aðild er það hins vegar klárlega vegna umtals um breytingar á stjórnarskrá.


Stórkostlegt hjá strákunum. Vildi óska að ég hefði smekk fyrir þessa tónlist.

Mér finnst það bæði stórkostlegt og skemmtilegt hvað Björk og Sigurrós hefur gengið vel að koma tónlist sinni á framfæri erlendis. Mér finnst það jafnvel enn stórkostlegra í ljósi þess að ég þekki afar fáa sem hafa nokkra löngun til að hlýða á tónlistina þeirra og finnst hún að megni til bara leiðinleg. Þess vegna kemur það mér á óvart að 30.000 manns hafi farið að hlusta á þau í kuldanum. Líklega eiga þau bara fullt af aðdáendum sem ég umgengst lítið.

Nú kasta ég náttúrulega grjóti úr glerhúsi verandi sjálfur bara svona wannabe í músík, en ég nenni bara ekki að þykjast hafa gaman af einhverju til að þóknast músíkelítunni. Það tjóir bara ekkert að deila um smekksatriði. Ég ét heldur ekki kindaandlit.

Björk og Sigurrós hafa þrennt með sér sem er lykillinn að þeirra velgengni: Þau gera það sem þeim þykir sjálfum skemmtilegt, gera það af mikilli ástríðu og vanda sig við það.

Einhvern daginn mun ég kunna að meta tónlistina þeirra...


mbl.is Með suð í eyrum í fimmta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur framkvæma kraftaverk á hverjum degi

Ég er nú ekki sérlega trúaður maður og leyni því ekki. Kannski er það vegna þess að ég veit að konur gera kraftaverk á hverjum degi og stundum bara þó nokkur. Tökum dæmi:

Hver hefði trúað því:

  • ...að konum geti blætt án þess að það sé skurður eða sár.
  • ...að konur verða blautar þó að það rigni ekki.
  • ...að konur mjólka án þess að þær bíti gras.
  • ...að konur fá beinlaust hold til að verða glerhart.
  • ...að konur geta stórgrætt peninga með því að eyða þeim á útsölum.
  • ...að konur geta sofið á meðan þær vaka eftir því að þú komir heim.

Jákvæð útrás byggð á verðmætasköpun

Ég get ekki neitað því að það gleðja mig alltaf sérstaklega fréttir þar sem íslendingar eru í útrás og henni fylgir atvinna og raunveruleg verðmætasköpun.

Marel, Össur, Actavis og mörg önnur framleiðslufyrirtæki eru líklegri til að standa af sér bylgjur sem óneitanlega fylgja frekar fjármálafyrirtækjum vegna eðlismunar í rekstri.

Það virðist rétt að huga að því núna að nota tímann vel til að hlúa að verðmætasköpun í framleiðslugreinum til að setja fjölbreyttari stoðir undir íslenskt efnahagslíf.


mbl.is Ronaldo auglýsir íslenskan íþróttadrykk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti dagur Bill Gates í vinnunni hjá Microsoft

Ég hef alltaf litið á okkur sem frumkvöðla í tölvuiðnaðinum, enda allir fæddir á því vel lukkaða tölvusöguári 1955. Bill Gates stofnanda Microsoft, Steven Jobs stofnanda Apple og mig stofnanda Microtölvunnar sem nú heitir MiTT.

Nú er sá ríkasti okkar að hætta störfum og af því tilefni var gert myndband um síðasta daginn hans í vinnunni. Sögusagnir um að hann hætti vegna ágreinings við Steve Ballmer aðalforstjóra fá greinilega ekki mikinn stuðning í þessu stórskemmtilega myndskeiði um síðasta vinnudaginn. 


Hver neyðir flugumferðarstjóra til að vinna yfirvinnu?

Ef þetta er ekki launadeila heldur spurning um yfirvinnu þá skil ég ekki þörfina á verkfalli. Ef þú vilt ekki vinna yfirvinnu þá einfaldlega gerir þú það ekki. Það getur enginn neitt annan til þess.

Hér vantar eitthvað í fréttina til að hún hreinlega auki skilning almennings á því um hvað deilan raunverulega snýst.

Vandamál flugumferðarstjóra er líka að þeir hafa trúlega ekki mikla samúð almennings á þessum tíma árs. Þeir ætla að spilla fyrir þjóðinni í ferðamálum þegar mest liggur við og ekki einu sinni vegna óánægju með launin. Öðruvísi mér áður brá.  


mbl.is Flugumferðarstjórar á fundi hjá ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega ALLTOF mikið kynlíf

Sá einhleypi kom inn á kaffistofuna og verkstjórinn varð að stríða honum dálítið:

"Hvernig gengur kynlífið með Lóu Finnboga?" spurði hann búralegur á svip.

"Mjög vel, raunar svo vel að ég skýrði hana upp og kalla hana núna Siggu Harðar!" 


mbl.is Bakveikur vegna hamagangs í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lið að tryllast í sjálfsdekri?

Ég á eftir að sjá að nýi aðstoðarmaðurinn verði fljótur að færa þingforsetanum kaffið sitt með starfstöðina í Grundarfirði. Hvað þá að hlaupa út í Kringluna eða Smáralindina að kaupa blómvönd fyrir frúna. Ef þetta er ekki kjördæma-, vina- eða fjölskylduspilling veit ég ekki lengur hvað þetta kallast.

Það virðast engin takmörk fyrir því hversu svakalega þingmenn ætla að hlaða á sig í lífsgæðum og jafnframt er vinnuframlag skorið niður í tæplega hálfs árs viðveru á vinnustað. Bara sumarfríið þeirra, sem og aðstoðarmanna (þjóna), er tæplega sex mánuðir.

Hvernig geta þessir menn ætlast til að þjóðin sé heiðarleg, starfsöm og greiði skatta með einhverri ánægju þegar svona er farið með almannafé? 


mbl.is Sturla fær aðstoðarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurfréttir lesnar með útlenskum hreim á rás 1

Mér sýnist að síðast vígi málverndarstefnu ríkisútvarpsins vera kolfallið. Nú hlustar maður á veðurfréttir lesnar af manni sem klárlega er með erlendan hreim. Er ekki til lengur hreimlaus íslendingur á veðurstofunni sem getur lesið upp þetta stagl? Mér líkar ekki þróunin í þessu efni. Hér áður fyrr var næstum enginn ráðinn þulur í útvarp nema hann hefði glerharða norðlensku í fórum sínum, sunnlensk linmælgi þótti alls ekki boðleg. 

Það er ekki boðlegt að vera neyddur til að greiða áskrift að ríkisfjölmiðlinum og þurfa brátt að vera sæmilega fær í pólsku eða litháísku til að skilja útvarpsþulina.

Páll Magnússon má gjarnan svara því til hvort honum þyki þetta boðleg gæði. 


Lögregla sem ekki getur hamið notkun piparúða hefur ekkert með rafbyssur að gera

Mér finnst þessi frétt styðja þá skoðun margra að lögreglu verði ekki heimiluð notkun á rafbyssum. Frammistaða þeirra í mótmælum vörubílstjóranna ætti að vera okkur öllum í fersku minni.

Misnotkun piparúða á saklausa vegfarendur var þar til skammar.

Ég tel nægilegt öryggi felast í víkingasveit lögreglunnar og tel þá nægilega vel útbúna sveit til að ráða við erfiðari verkefni. Engar rafbyssur takk!


mbl.is Lést eftir skot úr rafbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband