Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Bændur búa við hið fullkomna atvinnuöryggi. Ef fólk vill ekki kaupa það sem þeir framleiða er ríkið tilbúið að auka styrkina til þess að niðurgreiða bara enn frekar það litla sem selst.
Nú hefur verið sýnt fram á að framleiðsla bænda er ekki hótinu hollari en önnur matvara sem framleidd er í heiminum. Kúamjólkin telst geta valdið krabbameinum hjá eldri kynslóðinni auk þess að vera oft í aðalhlutverki hjá þeim sem hafa einhvers konar mataróþol. Fólk er hætt að vilja kindakjöt í sama mæli og áður og kaupir frekar pizzur, svínakjöt og kjúklinga þrátt fyrir niðurgreiðslur kindakjöts. Með breyttum neysluvenjum má leiða að því rök að aukið langlífi íslendinga fylgi aukinni neyslu á hamborgurum, frönskum, sósu og pizzum. Afneiti því hver sem vill.
Það er kominn tími til að hætta sérstakri fjárhagsvernd ríkisins á bændastétt þessa lands umfram aðrar stéttir í landinu sem verða að búa við það að ef þjónustu þeirra er ekki óskað þá verði fólk bara að finna sér annað að gera, þrátt fyrir milljónafjárfestingu í menntun sinni.
Er ekki kominn tími á að ýta samfélaginu í frekari átt að jafnrétti sem er ekki bara kynjaumræða?
![]() |
Rúmlega fjórðungi sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 23:42
Sem kjöt er hann á 173 milljónir pr. kg.
Það er stundum athyglisvert að setja peningaupphæðir í kringum knattspyrnumenn í annað samhengi en fólk á að venjast.
Kíló af Ronaldo kostar sem sagt 173 milljónir króna, það þýðir að grammið er á 173.000 krónur. Það eru því engir smáaurar þarna að hlaupa um túnin.
![]() |
Þrettán milljarða fyrir Ronaldo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2008 | 10:02
Eina lífsmark ríkisstjórnarinnar: Jóhanna Sigurðardóttir
Það er ítrekað að koma í ljós að eina ljósið í ríkisstjórn Íslands er Jóhanna Sigurðardóttir.
Hún virðist einhvern veginn vera eina manneskjan sem nennir að vinna, gerir eitthvað af viti og er ekki í tilgangslausu útlandaflandri eins og margir samráðherrar hennar.
Ef hennar nyti ekki við væri löngu kominn vantrauststillaga á þessa stjórn sem er að öðru leyti algerlega dauð gagnvart þeim vanda sem steðjar að íslensku efnahagslífi.
![]() |
Aðgerðunum fagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook
18.6.2008 | 15:15
Lán að hann valt ekki á fólksbíl
Bílstjóri þessa bíls er lánssamur. Hann slapp við að drepa einhvern með aksturslagi sínu. Ég vona að hann nái sér sem fyrst og gefi því gaum í framhaldinu hvernig hefði farið ef bíllinn hefði oltið yfir fólksbíl fullan af fólki. Það hefði ekki þurft að kemba hærurnar á eftir.
Sem ungur maður tók ég þátt í tiltekt eftir dauðaslys þar sem olíuflutningabíll valt yfir fólksbíl á stað sem átti að vera hættulaus með öllu. Þessi tiltekt var mér mjög eftirminnileg og ég er æ síðan meðvitaður um að þessir stóru bílar geta farið á hvolf með hræðilegum afleiðingum.
![]() |
Ofhlaðinn trukkur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2008 | 20:45
Hann er ennþá með skófar Sir Alex á rassinum!
Það ætti flestum að vera kunnugt að Beckham var alls ekkert sáttur við að vera seldur frá United.
Ég sé ekki hvernig maður með eitthvert stolt ætti að fara til baka og væla út æfingatíma á þeim stað. Nú mega fleiri tjá sig um þetta.
![]() |
Beckham aftur til Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2008 | 20:11
Var búið að segja birnunni að hún yrði að vera alveg kyrr til að verða ekki skotin?
Þessar viðureignir við birnina lýsa ótrúlegu taugaveiklunarklúðri. Sá fyrri var drepinn af því að hann þefaði út í loftið og sá síðari að því að hann færði sig til sjávar.
Þessu til viðbótar er gefið út að dýrin hefðu líklega ekki þolað svæfingu, væru aum í fótunum, horuð og trúlega of þreytt og stressuð til að þola nokkurn skapaðan hrærandi hlut að mati umhverfisstofnunar sem eru jú sérfræðingar í meðhöndlun ísbjarna.
Ég fullyrði að hér eru aðrir þreyttir, aumir, horaðir og ráðalausir.
![]() |
Ísbjörninn að Hrauni dauður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook
17.6.2008 | 08:01
Aukin leiðindi í kjölfar bloggs
Ég hef orðið var við aukin leiðindi af hendi opinberra aðila í kjölfar þess að hefja svolítil afskipti af pólitík með tilheyrandi bloggi.
Það getur verið erfitt að greina á milli hvað telst eðlilegt magn afskipta og leiðinda og hvað teljast hreinar ofsóknir.
Sumt fólk, mér nákomið, telur að umræða mín um spillingu stjórnmálamanna og stjórnvalda komi í hausinn á mér. Meðfædd þvermóðska, réttlætiskennd og jafnaðarmennska veldur því að ég tel það skyldu mína að fjalla um það sem betur má fara í þjóðfélaginu, einhverjir verði að þora til að kalla á breytingar til hins betra. Við þurfum síðan stuðning og hvatningu við góðan málstað til að halda því áfram.
![]() |
Æ fleiri bloggarar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook
16.6.2008 | 08:44
Ekki grúpía - Bara óseðjandi lyst á smáfríðum rokksöngvurum
Það er líklega að verða síðustu forvöð fyrir Bebe Buell að stroka það út núna að vera samheiti fyrir grúpíur þessa heims. Hún er jú að verða of gömul og krumpuð fyrir þetta hlutverk.
Upptalningin á öllum þeim smáfríðu kórdrengjum sem hún hefur átt vingott við bendir líka eindregið til þess að þetta hafi verið með eindæmum hlédræg og einangruð kona með sérstök samskiptavandamál við karlmenn.
![]() |
Ekki grúppíubarn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2008 | 01:56
Af hverju hljóp sýslumaðurinn upp í Ingólfsfjall í jarðskjálftanum?
Ólafur Helgi Kjartansson er sýslumaður og landsþekktur rokkaðdáandi sem bjargaðist naumlega úr eigin skrifstofu á Selfossi og hljóp út á götu. Hann taldi sig lánsaman að hafa sloppið frá stórskaða úr hamförunum.
Þegar hann kom út á götuna mætti hann enskum ferðamanni sem benti upp á Ingólfsfjall og sagði "Look mister, rolling stones!"
Og þar með var hann rokinn beina leið upp í fjallið!
Spaugilegt | Slóð | Facebook
12.6.2008 | 09:08
Stefna skagamenn í að verða BROKEN HEARTS?
Mér sýnist að yfirlætisleg yfirlýsing Gísla Gíslasonar framkvæmdastjóra rekstrarfélags ÍA í gær hafi verið ótímabær hjá honum. A.m.k. ef tekið er mið af sjónvarpsviðtali við Guðjón er hann farinn ef staðan býðst.
Guðjón er ólíkindatól og hefur ekki sýnt mikið trygglyndi í gegnum tíðina ef grasið er grænna hinum megin við girðinguna. Gísli, sem og skagamenn, eru greinilega að treysta á ótraustan starfskraft og gætu þess vegna sjálfir orðið Broken Hearts.
![]() |
Guðjón sagður líklegastur hjá Hearts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson