Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Þegar fólk sækir um starf eru oft gerðar miklar kröfur. Þú átt að hafa háskólapróf (þótt viðkomandi próf komi starfinu ekkert við!), þú átt að vera góður í mannlegum samskiptum, vera heilbrigður og laus við vandamál á borð við notkun tóbaks og ofdrykkju. Það þykir líka næstum óalandi að viðkomandi sé kominn yfir fimmtugt í aldri.
Hvers vegna þykir þá svona ljótt að einhverjir amist við því að nýi borgarstjórinn, sem er nýstiginn upp úr 8 mánaða veikindafríi vegna hjónaskilnaðar, sé of nálægt vinnuhamlandi andlegum kvilla til að teljast hæfur í svona krefjandi starf?
Maðurinn sýnir það auk þess á fyrstu vinnuvikunni að nánast brotna undan pólitískri brellu andstæðinga sinna og þolir ekki umfjöllun í nánast eina sjónvarpsgrínþættinum sem haldið er úti.
Ólafur F. Magnússon ber að mínu mati stærstu sökina í allri þessari atburðarás. Hann færðist meira í fang en hann mun ráða við. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að afsanna svona úrtölur. Það er tækifæri sem fæstir aðrir fá. Að mínu mati er íhaldið búið að færa honum allt á silfurfati meira og minna óverðskuldað.
30.1.2008 | 08:41
Núna fyrst fer að reyna á stjórnkænsku
Það hefur aldrei verið tiltökumál að stjórna fyrirtækjum þegar allt er á ofsafenginni uppleið. Velgengnin er nefnilega auðveld.
Þegar blikur eru á loft og órói kemur á verðbréfamarkaði reynir fyrst á það hversu góðir stjórnendur eru í raun og veru. Snjallir stjórnendur geta séð tækifæri í slíku ástandi á meðan aðrir panikka.
Það er ekki hægt að óska eftir öðru en að mönnum takist að treysta varnir í efnahagsmálum og komast út úr aðsteðjandi niðursveiflu án þess að það komi til algerrar örvæntingar.
Það gæti verið lag fyrir íslensku þjóðina að nota nú tækifærið og hefja nýja sókn í lífskjörum með því að breyta því sem er tímabært að henda út úr kerfinu okkar. Gera Ísland að alvöru vöru- og fjármálamiðstöð í þessum heimshluta. Það verður aðeins gert með því að fella niður tolla og vörugjöld og gera landið að vörufrísvæði.
Einnig verða stjórnvöld að sýna að þau ætli að styðja við bakið á fjármálastofnunum með því að skapa viðunandi starfsumhverfi og ekki síst í gjaldeyrismálum. Þetta gerist ekki átakalaust og það þarf að huga að mörgu en það verður að hefja breytinguna því annars er hætt við að aðrar þjóðir verði á undan okkur í þessum efnum. Það hljóta allir að sjá að gamlar hömlur í tolla og gjaldeyrismálum ganga ekki lengur.
Mörgum hefur þótt bankarnir vera frekir til fjárins undanfarin ár og það með réttu. Hins vegar er engum greiði gerður með því að vinna sérstaklega gegn þeim í gegnum stjórnkerfi landsins og þar með talið hjá Seðlabankanum þar sem aðalbankastjórinn lætur stjórnast af öðrum hvötum en þjóðhagslegum.
Í hverfulum fjármálaheimi eru stórar gróðatölur fljótar að breytast í andhverfu sína. Efnahagslíf á Íslandi þolir ekki að bankarnir verði fyrir alvarlegum skakkaföllum og það græðir enginn á því að þeir fari illa út úr niðursveiflu. Viljum við missa eignarhald þeirra til erlendra stórbanka?
Núna fyrst mun því reyna fyrir alvöru á það hvort stjórnendur fjármálafyrirtækjanna eru launa sinna virði og einnig hvort stjórnmálamenn kunna að vinna við komandi krappari kjör en þá gósentíð í uppgangi sem verið hefur verið í nær óslitin 13 ár.
Hætt við yfirtöku á NIBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook
29.1.2008 | 19:35
Stærðfræðiþraut
Sigurgeir smiður kom í morgun og yfir kaffibolla lagði hann fyrir mig stærðfræðiþraut sem var svona:
10 + 10 = 4
Hvernig færðu jöfnuna til að passa með tveimur strikum? Spurði Sigurgeir.
Ég horfði drjúga stund á þetta og sá ekki hvernig hann fengi jöfnuna rétta með tveimur strikum. En svo svaraði ég: Það þarf ekkert að gera við þessa jöfnu vegna þess að hún stenst eins og hún er framsett.
Ég set þetta þá til ykkar og spyr:
Hvernig færðu jöfnuna til að passa með tveimur strikum ?
Hvernig skýrirðu það að hún standist eins og hún er?
28.1.2008 | 21:51
Þrjár karlflugur og tvær kvenflugur
Konan kom í eldhúsið og sá manninn sinn í veiðistellingum með flugnaspaða.
"Hvað ertu að gera?" spurði hún.
"Veiða flugur" svaraði hann.
"Nú! hefur náð einhverjum?" spurði hún.
"Jamm, 3 karlflugur og 2 kvenflugur" svaraði hann.
"Hvernig geturðu sagt til um kynið?"
"Jú, 3 sátu á bjórdósum og 2 á símanum." svaraði hann ákveðinn.
Spaugilegt | Slóð | Facebook
28.1.2008 | 11:41
Þegar rokkið var gaman og ... stundum hallærislegt
At the Hop finnst mér vera hið sanna einkennislag gamla gleðirokksins frá því fyrir 1960. Þetta lag með Danny and the Juniors fór í efsta sæti bandaríska vinsældalistans árið 1957 og sat þar í 7 vikur.
Lagið varð vinsælt að nýju í myndinni American Graffiti og mér þykir ekki ósennilegt að það eigi eftir að slá í gegn aftur hjá næstu kynslóð.
Forsöngvarinn, Danny Rapp, framdi sjálfsmorð árið 1983 þá aðeins 41 árs að aldri.
Hér er skemmtilegt og hallærislegt myndskeið með Danny Rapp og félögum að "mæma" lagið.
Þið getið borið þetta til gamans saman við mína útgáfu í tónlistarspilaranum hér vinstra megin. Það er upptaka sem tekin er lifandi upp heima, beint af mixer, og nota ég þar forritað raddbox sem syngur með mér þríraddað ásamt því sem hljóðgervillinn spilar önnur hljóðfæri en gítarinn sem ég glamra á.
28.1.2008 | 00:50
Sannleikurinn er bara ósatt eintöluorð
Hver skyldi hafa ákveðið að sannleikurinn ætti að vera eintöluorð?
Það er reyndar athyglisvert að sannleikurinn er greinilega mjög bundinn stjórnmálaflokkum og hefur verið alltof lengi.
Í ljósi hinna miklu pólitísku atburða í borginni undanfarið ætti fleirum en mér að vera ljóst að sannleikurinn er sá sem hver og einn sér hann, og það eru ekki allir með sama sjónarhornið.
Sannleikurinn er því sá að sannleikirnir væri réttara heiti á fyrirbærið. Þetta ætti að útskýra betur en annað af hverju fólk er ekki nærri alltaf sammála um sannleikann í sinni eintölumynd.
25.1.2008 | 20:28
Þetta myndi enginn gera með EIGIÐ fé. Kofaeigendur Reykjavíkur eru að komast í feitt.
Hún er virkilega sorgleg þessa kofadýrkun. Enn sorglegra er hvað meirihlutavaldið í borgarstjórn verður hryllilega dýrkeypt. Þessu kofaveseni lýkur bara ekki þarna, því miður. Nú sjá allir kofaeigendur borgarinnar flott tækifæri í að láta fúasprekin sín verða að alvöru peningum.
Ég fullyrði að enginn heilvita manneskja myndi kaupa þessa húskofa á því verði sem borgin þarf að punga út núna. Þetta er svo mikill hálfvitagangur að maður leyfir sér að efast um meira en bara heilbrigði Ólafs Magnússonar. Það ætti að setja íhaldið í heild sinni í nákvæmt heilaskann!
Flugvallardekrið er líka tóm della. Flugvöllinn á að færa á stað sem ekki er jafn dýrt byggðasvæði og er auk þess nothæfur ef flóð á borð við Básendaflóðið ætti sér stað. Hér vill Ólafur, með íhaldið í herkví, kasta tuga milljarða verðmætum á glæ.
Ég segi það enn og aftur. Það er kominn tími á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður hið fyrsta. (Lesist: Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði!)
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook
24.1.2008 | 08:00
Það virkar ekki að vera að MEÐALTALI góður
Ég þóttist vita fyrir rúmu ári að Björn Ingi yrði ekki langlífur í pólitíkinni ef allt væri eðlilegt. Reyndar hefur fátt verið eðlilegt í pólitíkinni undanfarna mánuði og ár.
Björn Ingi skorti nefnilega betra siðferði til að endast betur. Við sem ekki þekkjum til hans persónulega vissum þó að honum þótti lítt athugavert að þiggja alls kyns boðsferðir og ýmis önnur gæði af fyrirtækjum sem þurftu á pólitískri fyrirgreiðslu að halda. Þegar við bætist að nánustu samstarfsmenn í örflokknum þola hann ekki og eru reiðubúnir að hakka hann í spað fyrir framan alþjóð fyrir fals og óþverravinnubrögð (að þeirra mati) þá virðist sjálfhætt. Þú kemst ekkert áfram án stuðnings a.m.k. samflokksmanna.
Björn Ingi getur eflaust átt góðan feril í einkabransanum, þar sem siðferðið er kannski ekki jafn mikið metið og þá gæti jafnvel verið kostur að skorta þar eitthvað á. Það má samt ekki taka af honum að hann er mörgum kostum búinn þó siðferði í pólitík hafi þvælst eitthvað fyrir honum.
Mér kæmi ekki á óvart ef Kaupþing, Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson eða eitthvert gott, gegnt og ríkt Framsóknarbatterí er ekki búið að útvega honum vel launað starf við hæfi nú þegar. Hann mun ekkert skorta.
Björn Ingi hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook
23.1.2008 | 22:49
10 kostir við hæfilega jarðskjálfta
- Þú þarft ekki rafmagn á kokkteilhristarann.
- Þú þarft ekki að nota dóp til að verða ringlaður.
- Þú þarft ekki að hræra upp í málningarfötunni.
- Þú þarft ekki hreyfa hendina við að bursta tennurnar.
- Þú þarft ekki að setja pening í hristarann í hótelrúminu.
- Þú þarft ekki að hrista sængur og kodda fyrir svefninn.
- Þú þarft ekki að kaupa nudd- eða blástursgræjur í heita pottinn.
- Þú þarft ekki að nota vekjaraklukkuna að morgni.
- þú þarft ekki lengur að kaupa flösusjampó.
- Þú þarft ekki að endurnýja rafhlöðurnar í titraranum.
Ónotaleg tilfinning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook
23.1.2008 | 16:47
Er hægt að fyrirgefa svona þjófnað?
Ég á bágt með að þola þjófnað og óheilindi svo mikið er víst. Mér finnst það hart þegar einn af mínum bestu vinum gerist sekur um slíka hluti.
En líklega verð ég að fyrirgefa spilafélaga mínum og vini Gunnari Antonssyni fyrir að stela senunni og það við nefið á Árna Johnsen, Robert Marshall, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Siv Friðleifsdóttur, Gunnari pólfara og fleira fólki sem var statt í Kerlingarfjöllum um síðustu helgi. Þeim var í lófa lagið að kæra stuldinn til sýslumannsins Ólafs Helga Kjartanssonar sem var á staðnum. Gunnari auðnaðist að komast kærulaust til baka!
Þessi mynd var á vef Ferðaklúbbsins 4x4 www.f4x4.is með þessum myndtexta:
...Gunni Antons mætti á svæðið og gjörsamlega stal senunni
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson