Núna fyrst fer að reyna á stjórnkænsku

Það hefur aldrei verið tiltökumál að stjórna fyrirtækjum þegar allt er á ofsafenginni uppleið. Velgengnin er nefnilega auðveld.

Þegar blikur eru á loft og órói kemur á verðbréfamarkaði reynir fyrst á það hversu góðir stjórnendur eru í raun og veru. Snjallir stjórnendur geta séð tækifæri í slíku ástandi á meðan aðrir panikka.

Það er ekki hægt að óska eftir öðru en að mönnum takist að treysta varnir í efnahagsmálum og komast út úr aðsteðjandi niðursveiflu án þess að það komi til algerrar örvæntingar.

Það gæti verið lag fyrir íslensku þjóðina að nota nú tækifærið og hefja nýja sókn í lífskjörum með því að breyta því sem er tímabært að henda út úr kerfinu okkar. Gera Ísland að alvöru vöru- og fjármálamiðstöð í þessum heimshluta. Það verður aðeins gert með því að fella niður tolla og vörugjöld og gera landið að vörufrísvæði.

Einnig verða stjórnvöld að sýna að þau ætli að styðja við bakið á fjármálastofnunum með því að skapa viðunandi starfsumhverfi og ekki síst í gjaldeyrismálum.  Þetta gerist ekki átakalaust og það þarf að huga að mörgu en það verður að hefja breytinguna því annars er hætt við að aðrar þjóðir verði á undan okkur í þessum efnum. Það hljóta allir að sjá að gamlar hömlur í tolla og gjaldeyrismálum ganga ekki lengur.

Mörgum hefur þótt bankarnir vera frekir til fjárins undanfarin ár og það með réttu. Hins vegar er engum greiði gerður með því að vinna sérstaklega gegn þeim í gegnum stjórnkerfi landsins og þar með talið hjá Seðlabankanum þar sem aðalbankastjórinn lætur stjórnast af öðrum hvötum en þjóðhagslegum.

Í hverfulum fjármálaheimi eru stórar gróðatölur fljótar að breytast í andhverfu sína. Efnahagslíf á Íslandi þolir ekki að bankarnir verði fyrir alvarlegum skakkaföllum og það græðir enginn á því að þeir fari illa út úr niðursveiflu. Viljum við missa eignarhald þeirra til erlendra stórbanka?

Núna fyrst mun því reyna fyrir alvöru á það hvort stjórnendur fjármálafyrirtækjanna eru launa sinna virði og einnig hvort stjórnmálamenn kunna að vinna við komandi krappari kjör en þá gósentíð í uppgangi sem verið hefur verið í nær óslitin 13 ár.


mbl.is Hætt við yfirtöku á NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband