Stærðfræðiþraut

Sigurgeir smiður kom í morgun og yfir kaffibolla lagði hann fyrir mig stærðfræðiþraut sem var svona:

10 + 10 = 4

Hvernig færðu jöfnuna til að passa með tveimur strikum? Spurði Sigurgeir.

Ég horfði drjúga stund á þetta og sá ekki hvernig hann fengi jöfnuna rétta með tveimur strikum. En svo svaraði ég: Það þarf ekkert að gera við þessa jöfnu vegna þess að hún stenst eins og hún er framsett.

Ég set þetta þá til ykkar og spyr:

Hvernig færðu jöfnuna til að passa með tveimur strikum ?

Hvernig skýrirðu það að hún standist eins og hún er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það er hugsanlega hægt að setja tvö lárétt strik ofan á 1 og 1 þannig að útkoman verði T0 + T0 = 4.

  En hvernig færð þú það út að helmingurinn af 8 sé 3?  Prófaðu að fjarlægja vinstri hlutann af 8.  Hægri hlutinn,  það sem eftir stendur,  er þá 3.

Jens Guð, 29.1.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Mér nægir eitt strik!

?

Sigurður Ásbjörnsson, 29.1.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Æ, þetta átti að vera skástrik yfir samasem merkið.

Sigurður Ásbjörnsson, 29.1.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jens er með fyrri hlutann réttan. Danskætttaða nafnið hans hefur kannski hjálpað í því tilviki. Ég get ekki gefið vísbendingu um síðari spurninguna því þá gef ég svarið.

Haukur Nikulásson, 29.1.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta með eina strikið er aðeins og auðveld útganga Sigurður. Góður þessi með áttuna.

Sem aukanúmer megið þig reyna að fá útkomuna  1000 með því að nota bara töluna 8. Samlagning, frádráttur, deiling og margföldun er leyfileg.

Dolli smiður var með þessa: Hvernig leiðréttið þið þessa jöfnu með einu striki: 5 + 5 +5 = 550 (Hér má ekki nota aðferðina hans Sigurðar að breyta = í ekki =)

Haukur Nikulásson, 29.1.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tölvumennirnir hafa greinilega ekki ratað hingað inn, en þeir hefðu getað sagt hinum að tveir í tvíundarkerfi er 10 þannig að jafnan stenst óbreytt.

Haukur Nikulásson, 1.2.2008 kl. 15:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband