Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Frakkar eyði fyrst sínum kjarnorkuvopnun og geri svo kröfur til annarra

Hræsnin í þessu er með ólíkindum. Frakkar eru sjálfir með kjarnorkuvopn og það má fyrr gera þá kröfu að þeir eyði þeim áður en þeir geta réttlæt stríð á hendur öðrum þjóðum sem eiga þó engin kjarnavopn ennþá!

Frakkar hafa ekki verið manna friðsamastir í gegnum tíðina. Ef mig misminnir ekki eru þeir þátttakendur í öllum helstu styrjöldum mannkynssögunnar síðustu aldir. Finnst fólki ekki eitthvað bogið við að þeir vilji kalla yfir sig samskonar vitleysu og bretar hafa upplifað í Írak?

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að tilvera þessara vopna er veruleg ógn og skiptir þá engu hvort stjórnvöld séu ábyrg eða ekki. Þeir sem hugsanlega ná að ræna þessum vopnum eru kannski ekki jafn ábyrgir.  Best er kjarnavopnin séu engum tiltæk, aðeins þannig má draga úr hættunni af þeim.

Það sem er raunverulegra er hér á ferðinni er hluti áróðursstríðsins til að réttlæta innrás í Íran til að stela olíunni þeirra.


mbl.is Íranar bregðast ókvæða við ummælum Frakka um hugsanlegt stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirbragð þessa máls verður alltaf furðulegra

Það er víst best að fara varlega í að dæma í þessu máli.

Því verður ekki neitað að háttsemi foreldranna er orðin í meira lagi undarleg. Þau gera óeðlilegar og grunsamlegar kröfur í þessu máli og haga sér furðulega. Margt af því er ávísun á sektarhegðun. Hið minnsta eru þau sek um alvarlega vanrækslu sem foreldrar. Meiri sekt kæmi mér hreint ekki á óvart.

Ég er orðinn hræddur um að niðurstaða þess máls eigi eftir að snerta margt fólk illa.  Ég tel líka að Branson sé að gera sig að fífli með þessari auglýsingamennsku.

Branson hefði trúlega auglýst sig betur með því að verja þessu fé til annarra og fleiri þurfandi barna í heiminum.


mbl.is Branson leggur fram fé vegna lögfræðikostnaðar McCann hjónanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn eiga að hafa metnað... og þora að tjá sig!

Þetta er í mínum anda. Veigar Páll á að láta þjálfarann heyra að hann vilji sitt tækifæri og eigi það fyllilega skilið.

Veigar Páll er í 8. sæti á lista VG eftir daginn í dag yfir jafnbestu leikmenn norsku deildarinnar og í efsta sæti sama miðils yfir þá sem eiga samtals flest mörk og stoðsendingar.

Þjálfarar eiga að nota "heita" leikmenn á meðan þeir eru það en ekki þegar þeir eru orðnir kaldir aftur. Það er hlutverk þjálfarans að finna út hvenær rétti tíminn er á hverjum leikmanni og ekki síður að peppa þá upp í rétt stuð fyrir leiki.

Veigar er nógu heitur til að eiga rétt á að fá sitt tækifæri. Ef ekki núna, þá hvenær?


mbl.is "Ég fæ ekki tækifæri með landsliðinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta þóttust allir vita nema Halldór og Davíð... eða vissu þeir líka?

Hvað svo sem hver segir þá erum við ennþá stuðningsmenn stríðsins í Írak. Þar hefur ekkert breyst.

Það er fullt af einföldu fólki sem heldur í alvöru að það hafi verið nauðsynlegt að ráðast inn í Írak til að uppræta gereyðingarvopn, tengsl við Al-Qaeda og koma morðóðum einræðisherra frá völdum. Ekkert af þessu voru nema blekkingar til að komast yfir olíuna á þessum slóðum.

Engin fundust gereyðingarvopnin. Engar sannanir um tengsl Íraks og Al-Qaeda og þegar á reynir er Bush margfalt verri en Saddam Hussein, er a.m.k. ábyrgur fyrir fleiri drápum. Þetta finnst sumum bara allt í lagi í nafni "stríðs gegn hryðjuverkum".

Ingibjörg Sólrún hélt því fram um daginn að hún "sæi ekki betur en að við værum horfin af lista hinna viljugu þjóða". Ég spyr: Er þessi kona í alvöru með öllum mjalla? Inn í hvaða heim er hún horfin? Við förum ekki af neinum stuðningslista Íraksstríðsins nema með því að lýsa yfir andstöðu við þetta stríð með beinum, formlegum og það afgerandi hætti að heimurinn viti af því.

Listi hinna viljugu þjóða finnst ennþá ódulinn á vef Hvíta hússins og við erum þar áfram eitt lítið peð í réttlætingu Bandaríkjastjórnar til að stela olíu í Írak. Ég er sannfærður um að Bush mun reyna að ljúga Bandaríkjaher inn í Íran líka, það mál er í fullum gangi.

Hvers vegna eru íslendingar að styðja þessi óhæfuverk? 


mbl.is Greenspan: Íraksstríðið snýst aðallega um olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Jóni fyrirgefst þetta

Mér finnst Geir Jón Þórisson hafa staðið sig afbragðsvel sem yfirlögregluþjónn. Hann er bæði metnaðarfullur og góðviljaður í starfi sínu og það er góð blanda. Hann er jákvæður málsvari lögreglunnar og hefur mjög traust yfirbragð. Hann ber líka með sér að koma með hinn jákvæðari hluta trúar sinnar til starfs síns og það er bara vel.

Hann gerði þó mistök í því að birtast í búningi yfirlögregluþjóns í þessu Omega viðtali og braut þar með reglur um notkun búningsins. Mér sýnist hann hafa viðurkennt það sem yfirsjón.

Hins vegar er Geir Jón á rangri braut með að tengja saman sín eigin trúmál og þau vandamál sem eru í miðbænum. Þau vandamál má að stórum hluta til rekja til þess að ríkið banni við veitingahús samneyti tóbaks og áfengis í einhverju skrýtnasta reglugerðarrugli síðari tíma. Af hverju finna menn ekki lausn á því máli?


mbl.is Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnist leikurinn ekki má Eyjólfur hætta!

Það gildir einu hvort Eiður spilar þessa leiki eða ekki. Það er nefnilega tvíeggjað að vera með stjörnur í liði. Hópsálfræðin í liðinu getur nefnilega versnað með mönnum eins og honum ef hann er í óstuði, þar sem allt snýst um að koma boltanum til hans. Vonandi þyrstir Eið í árangur og er í stuði þegar og ef hann kemur inn á.

Ég velti fyrir mér hvort ég sé einn um þá skoðun að þykja jafntefli gegn Spáni með 10 manna lið ekki neinn sérstakur árangur. Við erum jú með fullt lið atvinnumanna.

Ef landsliðið vinnur ekki er ljóst að Eyjólfur á að hætta. Hann hlýtur að þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Mér finnst löngu ljóst að Eyjólfur hafi ekki sálræna þátt þjálfarastarfsins á sínu valdi. Það hafði t.d. maður eins og Tony Knapp. Það er of lengi búið að ráða skaplausa og þæga menn sem hafa unnið sér það til frægðar að vera góðir knattspyrnumenn. Þeir eru bara ekki leiðtogar. Mér finnst eiginlega hálf skítt að hafa þessa skoðun þar sem Eyjólfur er hinn geðugasti maður, hann er bara ekki á réttum stað.


mbl.is Eiður byrjar ekki inná gegn Norður-Írum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smástelpa sem ekki er vaxinn upp úr því að grenja

Mér finnst eðlilegt að hún gráti baksviðs. Þetta var grátlegt upp á að horfa hjá stelpugreyinu.

Það er eiginlega líka grátlegt að stelpa sem er svona hæfileikarík og rík skuli gráta.

Þetta færir okkur aumum fátæklingunum enn og aftur staðfestingu á því að hæfileikar, frægð og peningar eru ekki endilega ávísun á hamingjuna. 


mbl.is Spears sögð hafa grátið baksviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eiginlega ekki mannlegt!

Tiger Woods kláraði enn eitt PGA meistaramótið með sigri í dag og skorið var 22 undir pari.

Hann heldur því blákalt fram að hann æfi meira en aðrir og því uppskeri hann samkvæmt því. Ég sé ekki ástæðu til að efast um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar hans.

Sjáið hvernig honum tókst til á 16 holu á Masters mótinu 2005: 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband