Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
9.9.2007 | 02:25
No bell piece prize
Ég hló lengi og innilega að þessum:
John the farmer was in the fertilized egg business. He had several hundred young layers (hens), called "pullets", and ten roosters, whose job it was to fertilize the eggs (for you city folks).
The farmer kept records and any rooster that didn't perform went into the soup pot and was replaced. That took an awful lot of his time, so he bought a set of tiny bells and attached them to is roosters.
Each bell had a different tone so John could tell from a distance which rooster was performing. Now he could sit on the porch and fill out an efficiency report simply by listening to the bells.
The farmer's favorite rooster was old Butch, and a very fine specimen he was, too. But on this particular morning John noticed old Butch's bell hadn't rung at all! John went to investigate.
The other roosters were chasing pullets, bells-a-ringing. The pullets, hearing the roosters coming, would run for cover. But to Farmer John's amazement, old Butch had his bell in his beak, so it couldn't ring. He would sneak up on a pullet, do his job and walk on to the next one.
John was so proud of old Butch, he entered him in the Renfrew County Fair and he became an overnight sensation among the judges. The result...the judges not only awarded old Butch the No Bell Piece Prize but they also awarded him the Pulletsurprise as well.
Clearly old Butch was a politician in the making: Who else but a politician could figure out how to win two of the most highly coveted awards on our planet by being the best at sneaking up on the populace and screwing them when they weren't paying attention?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook
9.9.2007 | 01:54
Spánverjar ákváðu að Eiður væri áfram meiddur!
Hér er mál í uppsiglingu sem ekki verður séð fyrir endan á strax.
Hér virðast Spánverjar vera að draga tennurnar úr íslenska landsliðinu með aðstoð forráðamanna spánska félagsins Barcelona. Þetta hlýtur að draga dilk á eftir sér þar sem búið var að lýsa því yfir að hann væri orðinn leikfær þó ekki hefði hann úthald í fullan leik.
Ég á jafnvel von á því að keppinautar Spánar um efstu sæti riðilsins láti fara fram rannsókn á þvi með hvaða hætti þetta ber að og þá reynir á það hvort stjórn KSÍ hefur manndóm í sér til að segja satt í þessu máli.
Það er auk þess ámælisvert að stjórn KSÍ noti nafn Eiðs Smára fram á allra síðustu stundu til að selja miða á leikinn. Er engin sómatilfinning lengur í þessu málum?
Barcelona óskaði eftir því að Eiður spilaði ekki í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2007 | 16:21
Er eitthvað ÓDÝRT við misheppnað framboð?
Ég á nú eftir að sjá að íslendingar fái þetta sæti á 320 milljónir! Ég á ekki orð yfir þá firru sem í þessum málflutningi felst.
Finnst mönnum í lagi að borga þessa upphæð fyrir hugsanlega misheppnað framboð? Gera menn sér enga grein fyrir því að 320 milljónir eru stórfé þegar þá vantar í annað. Það hefði kannski mátt eyða biðlistum í heilbrigðiskerfinu og bjarga nokkrum mannslífum fyrir þessa peninga sem hafa verið notaðir í veisluhöld og mútustarfsemi á vegum utanríkisráðuneytisins.
Fólkið sem ráðstafar þessum peningum svona hefur of lengi notið allsnægta og skilur ekki þörfina annars staðar.
Fá dæmi um jafn lítinn tilkostnað við framboð til öryggisráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2007 | 09:57
Stórfelldur smáþjófnaður borgar sig
Mér er farið að blöskra hvernig siðlaus smáþjófnaður er að verða landlægur um allt í þessu þjóðfélagi.
Meðal þeirra hörðustu eru bankar, sparisjóðir, símafyrirtæki, tryggingarfélög og fleiri sem hafa lært þá tækni að best sé að hagnast með því að stela litlum upphæðum í hvert sinn af þúsundum viðskiptavina. Meðal vinsælla heita á þessum smáþjófnuðum eru afgreiðslugjald, þjónustugjald, eftirlitsgjald, seðilgjald, fit-kostnaður o.fl. sem mönnum hefur dottið í hug í sakleysislegum gjaldanöfnum. Enginn þessara viðskiptavina finnur nægilega mikið fyrir þjófnaðinum til að gera neitt í þessu upp á eigin spýtur. Fólk nöldrar svolítið hvert í sínu horni augnablik, en snýr sér svo að öðru.
Það er t.d. athyglisvert að bankarnir geti rukkað yfirdráttarvexti og fit-kostnað af síhringikortum. Ef kort er síhringikort á það hvorki að komast fram yfir inneign né heimild. Vandamálið er að bankarnir hafa heimilað sumum viðskiptavinum sínum að sleppa við hringingar (t.d. trúlega stórmarkaðirnir á álagstímum) og þar af leiðir að síhringikortin standa alls ekki undir nafni.
Neytendasamtökin og neytendastofa ættu að vera fyrir löngu búnir að gera rannsókn á þessu ef það væri einhver bógur í þessum stofnunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook
6.9.2007 | 10:12
Sá frægasti og dáðasti farinn - Hver tekur við á toppnum núna?
Ég held að fáir efist um að Pavarotti hafi verið frægasti og dáðasti óperusöngvari heims.
Hann var örugglega fyrsta nafnið á óperulistanum og var vel að því kominn. Hann var viðmiðun allra annarra tenóra í heiminum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvern óperuheimurinn setur á efsta stallinn í stað hans.
Luciano Pavarotti látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 09:36
Menn þola illa að láta drepa sig!
Ekki veit ég af hverju hershöfðinginn er brosandi með þumalinn upp í loft. Er hann að fagna sigri þarna? Tæpast. Eitthvað grunar mann að brosin hjá þeim kumpánum séu ekki ekta.
Ég er sífellt að færast nær þeirri skoðun að það sé sama hversu tækni og vísindi þróast áfram í þessum heimi alltaf er maðurinn jafn vitlaus og vanþroskaður og raun ber vitni. Grimmdin, græðgin og eiginhagsmunirnir virðast alltaf jafn óvinnandi hindranir í átt að betri tilveru.
Hvenær verður komin nægilega mikil tækni til að hægt sé að koma í veg fyrir að menn eins og George W. Bush verði kosnir til forystu?
Petraeus: Takmörk fyrir því hvað herinn þolir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook
4.9.2007 | 15:43
Umsögn biskups yfirlætisleg og hrokafull
Mér finnst vægt sagt að framkoma biskups sé ógeðfelld í þessu viðtali. Af hverju brosir maðurinn svona falskt framan í okkur þegar honum er svona gróflega misboðið? Af hverju er honum yfir höfuð svona misboðið? Þessi auglýsing er alveg flöt, hefur hvorki ádeilu né nokkurn húmor. Ég get ekki ímyndað mér að neinum blöskri þetta nema allra hörðustu svartstökkum kirkjunnar.
Trúarupphafning af þessu tagi er löngu komin út yfir allt velsæmi og orðin tímaskekkja í nútíma samfélagi. Það er löngu kominn tími til að kirkjan sé ekki lengur á framfæri samfélagsins þannig að kredduliðið sjái sjálft um að fjármagna trúartilveru sína.
Ég er ekki einn um þá skoðun að skattpeningum okkar sé betur varið í alvöru mannúðarmál eins og heilsugæslu-, félags-, og umönnunarmál sjúkra, aldraðra og öryrkja heldur en að standa í milljarðaútgjöldum í heimspekipælingar og trúaróra.
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook
3.9.2007 | 12:23
Áfram stefnt að því að stela Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun
Hún er lævís en örugg leiðin að því að stela orkufyrirtækjum landsins.
Þrátt fyrir að stjórnmálamennirnir séu iðnir við að lýsa því yfir að ekki standi til að selja þessi fyrirtæki þá mun það gerast. Fyrirtæki sem eru í samkeppnislausri þjónustu við almenning á ekki að selja, það er bara landráð. Við erum þegar að súpa seiðið af því að einokun í einkarekstri er ekki endilega betri en einokun í opinberum rekstri. Kjósendur geta a.m.k. haft einhver áhrif á opinbera reksturinn en nákvæmlega engan á einkareksturinn. Það þarf enginn að efast um að orkuverðið hækki ekki við einkavæðingu þegar engin er samkeppnin. Það þarf hreina hálfvita eða lygalaupa til að halda öðru fram.
Nú þarf að veita viðnám og láta stjórnmálamennina vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Það eru forstjórar fyrirtækjanna sem ætla að koma þeim í hendur einkaaðila og þeir eru bara að tryggja áframhaldandi áhrif sín með því að vinna að framgangi að stærstu ránum Íslandssögunnar.
Stjórnmálamennirnir eru annað hvort svona einfaldir í hugsun eða lygnir. Hvorttveggja ekki viðunandi.
Tillaga um að breyta OR í hlutafélag samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson