Menn þola illa að láta drepa sig!

Ekki veit ég af hverju hershöfðinginn er brosandi með þumalinn upp í loft. Er hann að fagna sigri þarna? Tæpast. Eitthvað grunar mann að brosin hjá þeim kumpánum séu ekki ekta.

Ég er sífellt að færast nær þeirri skoðun að það sé sama hversu tækni og vísindi þróast áfram í þessum heimi alltaf er maðurinn jafn vitlaus og vanþroskaður og raun ber vitni. Grimmdin, græðgin og eiginhagsmunirnir virðast alltaf jafn óvinnandi hindranir í átt að betri tilveru.

Hvenær verður komin nægilega mikil tækni til að hægt sé að koma í veg fyrir að menn eins og George W. Bush verði kosnir til forystu?


mbl.is Petraeus: Takmörk fyrir því hvað herinn þolir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Sæll Haukur.

Skemmtileg öfugmæli hjá þér, þegar haft er í huga hvernig þú ert á móti því að lágmarks varnir verði settar upp á Íslandi.

"alltaf er maðurinn jafn vitlaus og vanþroskaður og raun ber vitni. Grimmdin, græðgin og eiginhagsmunirnir virðast alltaf jafn óvinnandi hindranir í átt að betri tilveru."

Sem er alveg hárrétt hjá þér og er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum ekki að Íslendingar og ferðamenn/gestir sem staddir eru hérna, séu ekki algerlega berskjaldaðir.

Júlíus Sigurþórsson, 5.9.2007 kl. 12:29

2 identicon

Athyglisvert sem þú segir, miðað við færsluna hjá þér á undan varðandi viðbrögð biskups.  En ef fólk myndi lifa eftir kærleik og friði, því sem kristin trú boðar, þá yrði e.t.v. ekki svona mikil græðgi og grimmd í heiminum.

Kalli (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég skil að þú sjáir þversögn í þessu Júlíus. Í Bandaríkjunum er stjórnarskrárbundinn réttur til að bera vopn sér til varnar. Þetta gerir það að verkum að þeir eiga skammbyssur í stórum stíl. Þar í landi deyja 30-39000 manns á hverju ári af völdum skotvopna. Ef þessi statistík er yfirfærð til Íslands myndi hún þýða 30-39 á ári. Samt er það ekki svo. Önnur statistík í sambandi við dauðsföll á Íslandi og Bandaríkjunum er mjög lík að flestu öðru leyti. Við myndum ekki sætta okkur við þessa tíðni dauðsfalla vegna skotvopna hér á Íslandi, þessi rök er fyrir mér alveg skotheld. Þess vegna vil ég afvopnun, hún dregur nefnilega úr hættu á dauðsföllum og þar með stríðum.

Kalli, þú hlýtur að vera betur gefinn en svo að eigna kristinni trú einkarétt á kærleik og friði. Kristin trú manna er engin friðartrygging, oftar en ekki á trúarvitleysan upptök að mestu styrjöldum allra tíma.

Haukur Nikulásson, 5.9.2007 kl. 17:47

4 identicon

Tölur um dauðsföll vegna skotvopna ná yfirleitt líka yfir sjálfsvíg en það er rétt að morðtíðnin er há í Bandaríkjunum. Það er þó ekki hægt að rekja það beint til skotvopnalöggjafarinnar. 

Í Sviss eru menn beinlínis skyldaðir til þess að eiga skammbyssur og hríðskotariffla heima hjá sér. Skotvopnalöggjöfin er ekki mikið strangari í Frakklandi en í Bandaríkjunum. Samt er morðtíðni mun lægri í þessum Evrópulöndum en í Bandaríkjunum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:42

5 identicon

Ég geri mér fulla grein fyrir því að trúarbrögð geta gengið út í öfgar og auðvitað á kristin trú ekki einkarétt á kærleik og friði. En grundvöllur trúar boðar frið og kærleika á meðal manna og varla getur það talist trúarvitleysa eða hvað ?  

Kalli (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:45

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kalli, þú lest ekki það sem ég skrifa og snýrð síðan út úr orðum mínum. Kannski var það óviljandi hjá þér.

Ég ætla ekki að alhæfa neitt. Grundvöllur allra trúarbragða er kærleikur og friður, svo best ég viti. Samt er trúin notuð til að réttlæta stríð, morð og hörmungar. Kristnir menn eru hvorki betri né verri en aðrir í þessum heimi, svo ég viti til, og ætla því ekki að halda neinu slíku fram.

Hans, þunglyndur maður í sjálfsvígshugleiðingum sem á byssu, er líklegri en sá byssulausi til að fremja slíkan verknað í fljótræði. Ef tveir hræddir menn mætast að nóttu til í öngstræti er ekki heppilegra að þeir séu báðir byssulausir? Finnst þér eðlilegt að skjóta innbrotsþjóf í hausinn frekar en að leyfa honum að stela sjónvarpinu þínu? Viltu lifa með manndrápið á samviskunni?

Spurningin er fyrir mér hvaða aðstæður viljum við skapa í samfélaginu. Eigum við alltaf að gera ráð fyrir því að fjöldinn eigi að koma sér upp hæfilega miklu ofsóknaræði og allir vopnist í samræmi við það, bæði einstaklingar sem og þjóðin öll? 

Haukur Nikulásson, 5.9.2007 kl. 19:43

7 identicon

Ég er reyndar ekki fylgjandi bandarískri skotvopnalöggjöf. Ég benti bara á þetta sem dæmi um það hversu grunnhyggið viðhorf það er að telja að vopnbúnaður leiði beint til ofbeldis. Ég tel reyndar að það sé auðveldara að finna dæmi um skýr orsakatengsl á milli vopnleysis og ofbeldis.

Sjálfsvíg eru algengari hérna en í Bandaríkjunum. Það er ekkert mikið flóknara mál að t.d hengja sig en að skjóta sig.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:15

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hans, þarna erum við bara hreinlega ósammála. Vopnabúnaður leiðir beint til ofbeldis að mínu mati. Mér finnst það bara svo augljóst.

Tölur um sjálfsvíg eru mismunandi á milli ára og slíkar tölur eru mjög óáreiðanlegar t.d. þessar frá WHO:

Eins og þú getur séð er í mörgum tilvikum marklaust að horfa á tölur um 0 hjá milljónaþjóðum. 

Hans, ég skil ekki hvernig þú gætir með nokkru móti fundið til meiri öryggiskenndar ef við værum í miðbænum á slarki með skröltandi vopnabúr utan á okkur í anda vilta vestursins. Reyndu að sjá fyrir þér þessa myndlíkingu.

Haukur Nikulásson, 5.9.2007 kl. 21:29

9 identicon

Þetta er ekki spurning um upplifun heldur staðreyndir. Þessi skoðun þín er jafn augljós og að jörðin sé flöt og jafn röng.

Ef að tvö lönd eru með sömu skotvopnalöggjöf en mismunandi tíðni ofbeldisglæpa þá getur ekki verið beint orsakasamband á milli löggjafarinnar og glæpatíðninnar, eitthvað fleira hlýtur að koma til.

Ég þekki ekki smátriðin á bak við þessar tölur frá WHO en flestar tölur frá stofnunum SÞ byggja á tölum frá viðkomandi ríkjum. Þar sem aðferðir við að safna þeim eru oft mismunandi getur vissulega verið varasamt að nota þær við samanburð. Hinsvegar er mér ekki kunnugt um að yfirvöld á Íslandi og í Bandaríkjunum notist við mjög ólíkar aðferðir eða að skilgreiningar við flokkanir á dauðsföllum.    

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:48

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eins og þú segir Hans þá er þetta spurning um staðreyndir, staðreyndin er sú að bandaríkjamenn grípa fyrr til vopna en aðrar þjóðir og er þetta gróið fast í þeirra þjóðarsál að þeir mega verja sig.. þetta byrjaði með frumbyggjum í bandaríkjunum og hélt áfram fram á okkar daga.  Vopnaburður í usa er einnig annarskonar en í svíss, í sviss eru menn með 
vopn frá hernum heima hjá sér og eru með innsigluð skotfæri í þessi vopn sem oftast nær eru 
árásarrifflar.  Í USA eru þessi vopn hinsvegar skammbyssur í miklum meirihluta og 
fólk er með þessi vopn á sér hvenær sem er og grípur til þeirra miklu fyrr en íbúi
 í Sviss mundi gera..  þetta er einnig spurning um siðmenningu. 

Óskar Þorkelsson, 6.9.2007 kl. 00:00

11 identicon

Þetta er einmitt spurning um siðmenningu. Það er alls ekki svo auðvelt að finna sterk tengsl á milli glæpa sem eru framin með skotvopnum og skotvopnalöggjafar (meira að segja Michael Moore fellst á þetta!!!).

Annars er ég ekki að færa rök fyrir bandarískri skotvopnalöggjöf á Íslandi. Haukur dró þetta fram sem svar við athugasemd Júlíusar. Júlíus benti á að Haukur væri á móti landvörnum á meðan hann fellst á að heimurinn er varasamur staður sbr. alltaf er maðurinn jafn vitlaus og vanþroskaður og raun ber vitni. Grimmdin, græðgin og eiginhagsmunirnir virðast alltaf jafn óvinnandi hindranir í átt að betri tilveru."

Ég skildi þetta andsvar Hauks þannig að hann teldi þetta styðja þá skoðun að vopnleysi yki á öryggi. Ég benti á móti á að þarna er ekki hægt að finna mjög skýr orsakatengsl. Hinsvegar væri hægt að finna dæmi um skýrari orsakatengsl á milli varnarleysis og ofbeldis, þ.e þegar einhver grípur til ofbeldis vegna þess að það er mjög auðveld og fyrirhafnarlítil lausn.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 02:52

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hans, sjálfsvígstalan á milli Bandaríkjanna og Íslands er í sjálfu sér ekkert ólík og fellur raunar undir skekkjumörk 24 á Íslandi á 100.000 íbúa á móti tæpum 22 í Ameríku.

Það tel það vera mjög skýr orsakatengsl á milli vopnaburðar og ofbeldis. Ég hef aldrei orðið vitni að því að vopnaburður stuðlaði beinlínis að friði. Ekki gerir hann það í Írak.

Ég vann í mörg ár með Bandaríkjamönnum uppi á Velli og kynntist þar mörgum gæðakarakterum. Þeir eru með hermennsku innbrennda í þjóðarsálina og fannst mér það eini ljóðurinn á ráði þeirra. Maður fylgdist líka það vel með starfseminni þarna til að komast að því hvað þetta hernaðarbrölt er í raun tilgangslaus ógnun við friðsaman meirihluta borgaranna.

Bandaríkjamenn eru í mínum huga að verða hið illa stórveldi undir stjórn Bush. Ef þeim mislíkar eitthvað búa þeir til tilefni til að ráðast á viðkomandi. Hvers vegna er Bandaríkjamönnum eitthvað frekar treystandi fyrir kjarnorkuvopnum en öðrum? Í raun er mesta hættan af kjarnorkuvopnum bara tilvera þeirra. Maður eiginlega býður eftir því að hópur vitleysinga nái að stela slíkum vopnum og sprengja einhvers staðar í þéttbýli, jafnvel í bakgarðinum þeirra. Það er ekkert svo vel varið að ekki megi stela því með vel skiplögðu ráni.

Hér virðumst við vilja fara ólíkar leiðir til að halda friðinn, ég vil afvopnun og Hans vill ógnarjafnvægið sem menn þökkuðu að ekki brast á stríð á tímum kalda stríðsins. Ef tennurnar (kjarnavopnin og fleira) eru dregnar úr stórveldunum er minni hætta á að þau bíti alvarlega.

Þessi mál leysast í framtíðinni með því að fólk verður látið éta lyfjaskammta sem heldur því heilbrigðu, hamingjusömu og friðsömu. Þangað til verðum við að finna aðrar leiðir til að stuðla að friðsömum heimi, en helst ekki meiri vopnaburð.

Haukur Nikulásson, 6.9.2007 kl. 21:23

13 identicon

Ísland er ekki stórveldi og mun ekki koma sér upp kjarnavopnum. Ég sé ekki að stríðið í Írak komi íslenskum vörnum meira við en stríðið í Súdan eða Nepal.

Varðandi það að hæfilega sterkar varnir stuðli að því að menn séu látnir í friði má nefna Belgíu. Af hverju heldur þú að Þjóðverjar hafi ruðst þar í gegn til þess að komast inn í Frakkland? Af því að þeir voru svo vel vopnaðir? Ætli það hafi ekki haft meira að gera með það að þar voru færri menn undir vopnum en á fransk/þýsku landamærunum. Af hverju heldur þú líka að þeir hafi tekið Danmörku en látið Svíþjóð og Sviss í friði? Síðarnefndu þjóðirnar voru betur vopnaðar, samkvæmt þinni kenningu hefðu þær frekar átt að lenda í átökum.

Ég er ekki fylgjandi ógnarjafnvægi í sjálfu sér en ég lít á málin út frá hagsmunum smáþjóðar sem ekki getur breytt heiminum af sjálfsdáðum. Auðvitað eigum við að styðja almenna afvopnun en þangað til að hún næst fram er ekkert vit í því að við ein séum vopnlaus.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:46

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband