Stórfelldur smáþjófnaður borgar sig

Mér er farið að blöskra hvernig siðlaus smáþjófnaður er að verða landlægur um allt í þessu þjóðfélagi.

Meðal þeirra hörðustu eru bankar, sparisjóðir, símafyrirtæki, tryggingarfélög og fleiri sem hafa lært þá tækni að best sé að hagnast með því að stela litlum upphæðum í hvert sinn af þúsundum viðskiptavina. Meðal vinsælla heita á þessum smáþjófnuðum eru afgreiðslugjald, þjónustugjald, eftirlitsgjald, seðilgjald, fit-kostnaður o.fl. sem mönnum hefur dottið í hug í sakleysislegum gjaldanöfnum. Enginn þessara viðskiptavina finnur nægilega mikið fyrir þjófnaðinum til að gera neitt í þessu upp á eigin spýtur. Fólk nöldrar svolítið hvert í sínu horni augnablik, en snýr sér svo að öðru.

Það er t.d. athyglisvert að bankarnir geti rukkað yfirdráttarvexti og fit-kostnað af síhringikortum. Ef kort er síhringikort á það hvorki að komast fram yfir inneign né heimild. Vandamálið er að bankarnir hafa heimilað sumum viðskiptavinum sínum að sleppa við hringingar (t.d. trúlega stórmarkaðirnir á álagstímum) og þar af leiðir að síhringikortin standa alls ekki undir nafni. 

Neytendasamtökin og neytendastofa ættu að vera fyrir löngu búnir að gera rannsókn á þessu ef það væri einhver bógur í þessum stofnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hjartanlega sammála!

Ingi Geir Hreinsson, 7.9.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Sigurjón

Vanafesti landans er ekki lagi lík.  Neytendasamtökin kjósa Jóhannes Gunnarsson aftur og aftur, þrátt fyrir að hann komi nokkrum sinnum í sjónvarpið, hrauni yfir bændur í landinu og sitji svo bara við tölvuna.  Hvernig ætlazt fólk til þess að neytendamál séu í lagi þegar þeir kjósa yfir sig þess háttar dauðyfli?  Þetta er sama sinfónían og með stjórnmálamennina; fólk kvartar og kveinar í 3 ár, 365 daga og svo þennan eina dag þegar það hefur raunverulega valdið, kýs það sömu leppalúðana yfir sig!  Fuss!  Ég ætla að flytja...

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er flutt en samt fer þetta rosalega í taugarnar á mér..þþað er alls staðar svindlað ef því verður við komið. Og fólk lætur svindla á sér. Ef allir rifu bara kjadt yfir meðferðinni á sér og gæfu ekki tommu eftir yrðu fyrirtækin á endanum að bakka. En það mun ekki gerast. Við erum upp til hópa latir aumingjar sem stöndum ekki upp fyrir rétti okkar og virðingu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 09:47

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband