Frakkar eyði fyrst sínum kjarnorkuvopnun og geri svo kröfur til annarra

Hræsnin í þessu er með ólíkindum. Frakkar eru sjálfir með kjarnorkuvopn og það má fyrr gera þá kröfu að þeir eyði þeim áður en þeir geta réttlæt stríð á hendur öðrum þjóðum sem eiga þó engin kjarnavopn ennþá!

Frakkar hafa ekki verið manna friðsamastir í gegnum tíðina. Ef mig misminnir ekki eru þeir þátttakendur í öllum helstu styrjöldum mannkynssögunnar síðustu aldir. Finnst fólki ekki eitthvað bogið við að þeir vilji kalla yfir sig samskonar vitleysu og bretar hafa upplifað í Írak?

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að tilvera þessara vopna er veruleg ógn og skiptir þá engu hvort stjórnvöld séu ábyrg eða ekki. Þeir sem hugsanlega ná að ræna þessum vopnum eru kannski ekki jafn ábyrgir.  Best er kjarnavopnin séu engum tiltæk, aðeins þannig má draga úr hættunni af þeim.

Það sem er raunverulegra er hér á ferðinni er hluti áróðursstríðsins til að réttlæta innrás í Íran til að stela olíunni þeirra.


mbl.is Íranar bregðast ókvæða við ummælum Frakka um hugsanlegt stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæl Haukur, ég er alveg sammála því að Frakkar eigi að eyða sínum kjarnavopnum, en hinsvegar hrís mér hugur ef það á að stoppa það af að Íranar nái að koma upp kjarnavopnum.

Sigfús Sigurþórsson., 17.9.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigfús, það er kominn tími til að sumt fólk átti sig á því að kjarnorka er líka notuð til orkuframleiðslu. Ég sé ekki frekar ástæðu til að vara við kjarnorkuvopnum hjá írönum frekar en frændum okkar svíum.

Þú mátt alveg átta þig á því að það er verið að nota aftur sömu ímynduðu ógnina til að stela auðugum olíulindum. Hvernig getur þú í alvörunni látið blekkja þig tvisvar með svona stuttu millibili? Er Íraksstríðið ekki nóg handa þér?

Haukur Nikulásson, 17.9.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

pakistanar, indverjar , ísraelsmenn hafa allir kjarnavopn og eru allir jafnvitlausir og ég trúi þeim öllum til að nota þau. En einungis ein þjóð hefur kjarnavopn og áform um að nota þau í átökum og það eru bandaríkjamenn !

Óskar Þorkelsson, 17.9.2007 kl. 15:08

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bandaríkjamenn eru að fremja hreint og klárt illvirki og olíurán í Írak á upplognum forsendum. Eru þeir ekki samskonar lýðræðisríki og Frakkland?

Haukur Nikulásson, 17.9.2007 kl. 17:41

5 identicon

Hvernig veist þú Óskar að Bandaríkin hafi áform um að nota kjarnorkusprengjur i stríði aftur??

Mér finnst þetta bara vera hið besta mál.. ráðast inn í þetta land sem fyrst bara.. því fyrr því betra!

All warfare is based on deceptions - Sun Tzu sagði þetta.. svo hættiði að væla um það að BNA réðust inn í Írak á röngum  forsendum! 

Geir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:36

6 identicon

Kanagreyin eru þó að reyna að enda þetta Írasksvesin á "réttum" forsendum.  Trausta lýðræðisstjórn í sátt við umheiminn, bæði nágrannaríkin, vesturlönd og önnur öfgalítli ríki.

Frissi (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 23:23

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú ert herskár Haukur, en ég einmitt setti í athugasemd hjá einhverjum sem um þetta skrifaði í gær að það væri alveg möguleiki að þarna væri það olían sem ylli þessum látum.

Ég er alsekki hlynntur stríði, hvorki hjá bandaríkjunum ellegar einhverju öðru ríki, nánast sama hver ástæðan er, en ef líkur eru á að ríkið sem kemst yfir kjarnorkuvopn noti það til hryðjuverka, þá óska ég nú eftir að allt sé gert til að það komast ekki yfir þau.

En það er þetta með olíuna, fyrir mér er það óleyst gáta.

Sigfús Sigurþórsson., 18.9.2007 kl. 12:59

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 264980

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband