Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þessi gaur kenndi nú allmörgum að rokka... og er ekki hættur enn!

Ég satt að segja man varla eftir neinum sem rokkaði jafn ekta og Chuck Berry. Hann samdi bestu gítarrokkslagarana á upphafsárum rokksins og var átrúnaðargoð helstu hljómsveitanna eins og Bítlanna, Stóns og fleiri sem á eftir komu.

Það er laugardagskvöld og því upplagt að hefja partíið á þessum gullmola... 


Betra er seint en aldrei

Eins og margir aðrir gleðst ég yfir yfirbót Kristjáns Möller, þó hann hefði mátt reiða þessa afsökunarbeiðni fram miklu miklu fyrr.

Það er ekkert grín að vega að starfsheiðri manna með þessum hætti og gera með því tilraun til að hindra að maðurinn geti aflað sér eðlilegs lifibrauðs.

Ég geri ráð fyrir því að Einar hljóti að hafa samið um bætur fyrir ómaklega gagnrýni, mannorðshnekki og tekjutap. 

Maður vonar bara að þetta sé upphafið að yfirvegaðri stjórnsýslu Kristjáns.


mbl.is Kristján biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og svo tekur hann við United!

Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju ég fæ ekki feitan starfslokasamning. Er það ekki toppurinn á hamingjunni? Geti verið einhversstaðar að leika sér á fullum launum!

Nei, maður hefur gengið svo langt í þessari hugsun að hún gangi ekki upp fyrr en þú ert orðinn nógu gamall. Það er ekkert gaman að rífa endalausa sunnudaga af dagatalinu. Fyrr en varir er engin breytileiki milli daga og allt rennur saman í eina flatneskju.

Líklega er best að puða bara áfram á meðan starfsorkan er til. Þess vegna er ekkert ósennilegt að Mourinho fari til Manchester United og taki við af Ferguson. Þessi heimur er alveg nógu klikkaður til þess. 


mbl.is Chelsea gerir starfslokasamning við Mourinho
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var aldrei nema tímaspursmál

Það vissu allir sem vildu að úr því að Guðlaugur varð heilbrigðisráðherra að þar með væru dagar Alfreðs Þorsteinssonar, vinar hans úr borgarmálunum, taldir í starfinu sem honum var úthlutað til að koma honum með góðu úr Borgarstjórnarmálunum.
mbl.is Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón búinn að vera sem formaður Frjálslynda flokksins?

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með pólitík að fyrir síðustu kosningar var Sigurjón Þórðarson beðinn um að færa sig um kjördæmi til að rýma fyrir Kristni Gunnarssyni í Norðvesturkjördæmi. Þar hefur Guðjón Arnar Kristjánsson átt nægilega mikið persónufylgi til að landa tveimur þingsætum.

Nú virðist sem svo að Guðjón hafi ekki nægilegt afl og stuðning til að standa við það loforð sem hann gaf Sigurjóni um framkvæmdastjórastöðu í flokknum næði hann ekki kjöri í Norðausturkjördæmi.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að Guðjón væri ekki sterkur formaður þó hann sé eflaust hið mesta gæðablóð. Þetta er því miður að reynast rétt.

Ferill Guðjóns sem formanns er núna handónýtur. Hann mátti vita að hann væri að rústa sínum ferli með því að lúffa með þetta mál. Býst hann við að nokkur geti tekið loforð hans góð og gild í framhaldinu? Einhverjir aðrir hefðu haft bein í nefinu og lagt eigin stöðu að veði til að láta orð sín standa.

Vægt til orða tekið er þetta framkvæmdastjóramál lítill virðingarauki fyrir formann Frjálslynda flokksins.


Ég hélt að Solla væri búin að leysa vandamálin þarna

Ég veit ekki betur en að Solla sé búin að finna lausnina á vandamálunum fyrir botni miðjarðarhafs. Var hún ekki í heimsókn þarna um daginn til að kynna sér málin og leggja til lausnirnar?

Eftir mikla frægðarför til ísraels og Palestínu um daginn finnst mér að hún eigi að skjótast til Íraks og leysa málin þar og taka síðan kjarnorkuvopnadraumana ráðamanna í Íran og eyða þeim bara sem aukanúmeri. Það er fátt sem Solla ræður ekki við ef hún leggur sig fram.

Það er gott til þess að vita að utanríkisráðuneytið fari vel með þessa örfáu milljarða sem þau fá til að leysa þessi smámál annarsstaðar í heiminum.


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræddi málefni Mið-Austurlanda við Solana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í boði hins látna... bílastæðasekt!

Starfsmenn Bílastæðasjóðs borgarinnar eru, á köflum, mjög kappsamir.

Það er eins og þeir þefi uppi fjölmennar útfarir og láti eins og þeir hafi komist í feita fiskitorfu og moka upp úr henni sektarmiða á alla þá bíla sem ekki eru í vandlega merktum bílastæðum. Ég tek fram að ég hef ekki lent í þessu sjálfur.

Það hefur lengi verið vitað að það eru ekki næg bílastæði við flestar kirkjur bæjarins þegar vel metið fólk er jarðsungið. Fylgir því aukin virðing við hinn látna að sekta þá sem eru viðstaddir jarðarförina?

Bílastæðasjóður á að láta þessa staði eiga sig við þessar athafnir. Hvernig voga þessir rukkarar að láta svona? Vita þeir ekki að helvíti er til? Því eru þeir að taka sénsinn?

Meðan ég man, er búið að sekta húseigandann í Þingholtunum fyrir að loka götunni með húsið sitt í flutningunum? Hversu margar stöðusektir fær hann?


Robin Williams talar um golf

Þetta er líklega skemmtilegasti maður í heimi. Hér talar hann um golf... 


Ritstjórn Vísis hætt að þola SKOÐANIR á fréttum

Ritstjórn Vísis hefur ákveðið að taka út Skoðanir á fréttum en bendum lesendum á að hægt er að blogga um fréttir á blogsvæðum Vísis og BlogCentral.is og þær bloggfærslur birtast við þá frétt sem bloggað er um.

Ég skil svo sem ósköp vel að þeir nenni ekki lengur að leyfa manni að gera athugasemdir. Maður gat verið ansi nastí þegar þeir gubbuðu upp einhverri vitleysunni, andmælti einhverju rugli eða benti á ambögur.

Meira að segja dálkurinn "Umræðan" leyfir ekki skoðanir. Má þá ekki í framhaldinu kalla hann "Einræðan"?

Einhvern vegin hefur bloggið á Vísi ekki náð til mín og ég fer aldrei þangað, ekki frekar en á Eyjuna. 

Þeir á Vísi lúkka betur út eftir þetta, lausir við neyðarlegu kommentin... en minnka lesturinn og verða leiðinlegri en þeir þurfa að vera eftir þessa tiltekt í kerfinu sínu. Mínum ferðum á Vísi mun allavega fækka verulega.


Reykingabannið er stór hluti vandans

Það fer ekkert á milli mála í mínum huga að bann við reykingum á veitingahúsum er stór ástæða þess að meiri læti eru í miðbænum. Fólk fer þá út af veitingahúsum til að reykja og auðvitað verður það bæði pirrað þess vegna og er náttúrulega sýnilegra úti við. Auk þess má ekki hafa með sér dýrkeypt áfengið með í reykjarstundina. Ekki minnkar pirringurinn við það að vera neyddur til að klára úr glasinu til að komast í reykinn.

Það er ekki hægt að halda öllu og sleppa engu. Á meðan ríkið okrar svona mikið á áfengi og tóbaki er ekki hægt að bjóða fólki upp á að ekki megi njóta þess samtímis. Hér þarf eitthvað að láta undan, því ekki batnar ástandið í kuldanum í vetur. Þá verður pirringurinn meiri og auk þess má búast við að heilsu fólks sé hætta búin með þessu reglugerðarrugli. Núverandi ástand er engum boðlegt.

Hverjar eru lausnirnar:

1. Banna allan innflutning, sölu og notkun á tóbaki á þeim forsendum að þetta sé tilgangslaust og lífshættulegt fíkniefni.

2. Leyfa veitingastöðum að koma upp vel loftræstum reykherbergjum.

3. Leyfa veitingastöðum að hafa það í valdi sínu að leyfa eða banna reykingar á meðan tóbak er selt sem löglegur vímugjafi. Gestir og starfsfólk verði þá sjálft ábyrgt fyrir því hvort það vill þola reyk eða ekki.

Tillaga Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra um lokunartíma kl. 2 að nóttu er í versta falli barnaleg. Ég á ekki orð yfir þá forsjárhyggju sem maðurinn lætur sér detta þarna í hug. 

Ég vil ennfremur lýsa þeirri skoðun minni að fólk sem kaupir húsnæði í miðbænum, þar sem veitingahúsin eru ríkjandi, mátti allan tímann vita af þessu ónæði sem fylgir helgarfylleríi sem hefur varað hátt í heila öld á þessum slóðum. Ég hef takmarkaða samúð með þeim í þessu tilliti. Sjálfum hefur mér aldrei langað að vera í svona mikilli nálægð við helgarsukkið.

Einhver sagði: If you can't stand the heat - Get out!


mbl.is Hiti í gestum miðborgarþings í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband