Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
29.9.2007 | 19:40
Rokklifnaðurinn hefur ekkert bitið á John Fogerty
John Fogerty var aðalsprautan í hinni rómuðu hljómsveit með stutta nafnið Creedence Clearwater Revival. Nafnið er reyndar svo langt að maður hefði haldið að þetta væri "big band". Það var öðru nær. Þetta var líklega ein alvinsælasta rokkhljómsveitin upp úr 1970.
John Fogerty lítur vel út og er hinn spengilegasti á þessu videói frá árinu 1997 og það er alls ekki að sjá að þessi kappi sé plagaður af ólifnaði, langt í frá. Hér er hann í banastuði með Travellin' Band. Fínt lag til að koma öllum í stuð á laugardagskvöldi.
28.9.2007 | 20:15
Kærkomin endurkoma í úrvalsdeild
Ég get nú ekki neitað því að sem gamall Þróttari var ég eiginlega með lífið í lúkunum vegna þessarar síðustu umferðar.
Þróttur hefur upplifað margar spennustundirnar á vellinum undanfarin ár og ekki síst í síðustu umferð og jafnvel á síðustu mínútum móta. Leikirnir fara ekki alltaf eins og búist er við og það er hluti leiksins. Í dag er það hlutskipti Þróttara að kætast verulega.
Ég óska félögum mínum í Þrótti til hamingju með úrvalsdeildarsætið og vonast til að hanga þar sem lengst! - Lifi Þróttur!
Þróttur í Landsbankadeildina - Reynir féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 14:38
Hvar eru húrrahróp femínistanna?
Þegar lesinn er þessi topp tíu listi eru þessar staðreyndir ljósar:
Tvær konur á listanum eru samtals með 290 milljónir dala. Þær eru reyndar ekki að deila þessu mjög jafnt á milli sín.
Átta karlmenn á listanum eru samtals með 287 milljónir dala.
Af hverju heyrast ekki húrrahrópin í femínistunum núna?
Oprah lang launahæsta sjónvarpsstjarnan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2007 | 11:09
Eiga fréttir að vera skemmtiefni? Samanber: Beckham fær hjartaáfall
Mér finnst Vísir ganga of langt í því að snúa út úr í fréttum. Faðir David Beckhams heitir David Edward "Ted" Beckham og hann fékk hjartaáfall, ekki fótboltamaðurinn frægi. Þeim hjá íþróttadeild Vísis (væntanlega undir ritstjórn ofurbloggarans Henrys Birgis) finnst það sniðugt að hrella aðdáendur David Beckhams með fyrirsögn og útúrsnúningi af þessu tagi.
Kallið mig gamaldags, en vinsamlegast haldið fréttum eins sönnum og hægt er og forðist að snúa út úr orðum með fyrirsögnum af þessu tagi.
26.9.2007 | 13:00
Hafi kílóið lést þá hefur tíminn líka styst
Í fréttum um daginn var talað um að viðmiðunin um eitt kílógramm, sem geymd er í París, hafi lést. Ekki var þó talið að um vandamál yrði að ræða.
Ég er næstum viss um að dagarnir hafi styst verulega. Mér finnst þeir æða áfram. Mér finnst eiginlega alltaf vera þriðjudagur... eða föstudagur... eða laugardagur eða... En hvernig mælum við tímann?
Hvernig má þetta vera. Er hægt að leita skýringa í því að vera í fjölbreyttri vinnu, golfi, badminton, dansi, söng og hljóðfæraleik, músíkpælingum, bloggi, pólitískum pælingum, internetgramsi eða hvað?
Er skýringanna að leita í því að maður er kominn á seinni hálfleik tilverunnar og finnst maður aldrei hafa tíma til að gera allt það sem maður langar til? Er tíminn ekki bara fljótari að líða ef tilveran er skemmtileg? Verður maður að fara að láta sér leiðast til að hægja á tímanum svo að maður missi ekki af öllu?
Hvað sem öðru líður þá hef ég áhyggjur af þessu... ég verð að segja það!
25.9.2007 | 20:31
Presturinn og blaðamaðurinn
Þegar ég leit á forsíðu www.mbl.is þar sem bloggaratvennan birtist venjulega brá mér og svo skellti ég upp úr. Í þvi handahófsvali eðalbloggara sem völdust í reitinn að þessu sinni voru annars vegar prestur og hins vegar blaðamaður.
Það sem var fyndið var að þeir voru að tala niður til hvors annars og og það fór ekkert á milli mála í þeim örfáu línum sem birtast þarna úr bloggunum þeirra þarna á forsíðunni.
Þetta fékk mig til að hugsa að trúlega er bloggheimurinn að verða svona lítil sýndarveröld eins og Eve On-line eða Sim City.
Vegna tímahraks tókst mér ekki að festa þessa mynd úr forsíðunni til að sýna ykkur þetta. Ég lofa að standa mig betur næst.
Getraun dagsins: Hver var a)presturinn og b)blaðamaðurinn?
24.9.2007 | 23:04
Er hann eitthvað vitlausari en Bush?
Ég get nú ekki annað en brosað yfir vandlætingu þeirra sem hér skrifa um hversu heimskur Íransforseti er að viðurkenna ekki að samkynhneigð sé til í Íran. Auðvitað vitum við það hér. Við vitum líka hér að dauðarefsingar eru rangar. En það veit Bush ekki.
Það má vel vera að Íransforseti eigi sinn þátt í aftökum á hommum í Íran. Gerir það hann að verri þjóðhöfðingja en Bush sem er manna hlynntastur dauðarefsingum í eigin landi og er auk þess ábyrgur fyrir dauða hundruða þúsunda með olíuþjófnaðarinnrás í Írak? Bæði Bush og Ahmadinejad segjast vera undir áhrifum frá almættinu, hvor þeirra er í alvöru vitlausari?
Af hverju erum við ekki þrefa um það hvor þjóðhöfðinginn sé betur gefinn? Hvað segir þetta um þá sem velja svona þjóðhöfðingja?
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook
24.9.2007 | 22:04
Ómerkileg framkoma gestgjafa forseta Írans
Ég get nú ekki orða bundist yfir þessari frétt, ef hún er þá sönn svo ótrúlega sem hún hljómar.
Er rektor Columbia háskólans virkilega svo ómerkilegur að bjóða þjóðhöfðingja í heimsókn til að freista þess eins að niðurlægja hann á staðnum? Við myndum ekki þola að okkar þjóðhöfðingi yrði niðurlægður með þessum hætti í bandarískum háskóla vegna til dæmis hvalveiða íslendinga eða hvað? Þetta er einhver dónalegasta framkoma sem ég hef vitnað að þjóðhöfðingi hafi orðið fyrir síðan George Bush eldri ældi yfir forsætisráðherra Japans.
Ólíkt George W. Bush hefur Ahmadinejad forseti Írans ekki staðið að neinu stríði við nágranna sína og virðist ekki einu sinni á leiðinni í stríð. Íranir eiga heldur ekki kjarnorkuvopn eins og bandaríkjamenn. Miðað við þær hótanir og lygi sem bandaríkjamenn viðhafa er ekkert athugavert við það að íranir gelti á þá sem hóta þeim stríði. Hvað myndu íslendingar gera í þeirra sporum?
Bandaríkjamenn hafa einsett sér að ráðast inn í Íran með sömu margtuggðu, upplognu ástæðunum og þeir notuðu til að ráðast inn í Írak. Á meðan við íslendingar erum ekki sérstök fórnarlömb fádæma yfirgangs og afskiptasemi bandaríkjamanna látum við flest eins og allt sé bara í stakasta lagi. Við eigum að skammast okkar fyrir sinnuleysið í þessum málum.
George Bush eldri GUBBAR yfir forsætisráðherra Japans
Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook
24.9.2007 | 11:16
Lærum að kvarta rétt
Við höfum öll ástæðu til að kvarta yfir einhverju. Sumir afneita þessu og segjast aldrei hafa yfir neinu að kvarta, þeir sömu ljúga!
Í talsverðan tíma hef ég gert mér grein fyrir því að best er að kvarta á meðvitaðan hátt. Þá á ég við það að þú stjórnir því með hvaða hætti þú kvartar. Þú verður að velja hvort þú ætlir að kvarta bara til að fá útrás fyrir óánægju þína eða fá lausn á umkvörtunarefninu. Þetta tvennt fer alls ekki saman.
Alltof margir kvarta hugsunarlaust í ergelsi. Í þeim tilvikum fæst bara útrás fyrir óánægjuna en hvorki úrlausn á umkvörtunarefninu né samúð hlustandans. Oft er sá sem fær kvörtunina saklaus starfsmaður sem á sjálfur enga sök á kvörtun þinni og þá má búast við að hann hafi litla samúð með þér ef þú ert orðljótur og óvæginn. Löngun hans til að bæta úr þínum málum hverfur. Oft enda slík samtöl á rifrildi og þá ber kvörtunin nákvæmlega engan árangur.
Meðvituð kvörtun byggist á því að þú viljir fá bætt úr umkvörtunarefninu og þá þarftu að vera kurteis og jafnvel vinsamlegur við þann sem talað er við, hvort sem hann á sök á þessu eða ekki. Settu þig í spor þess sem þarf að hlusta á þig og veltu því fyrir þér hvað þyrfti að segja sjálfum þér til að þú myndir leysa málið. Einnig er gott að hafa í huga að kvarta (skynsamlega) á meðan einhver getur leyst úr málinu tímanlega frekar en að geyma þetta uppsafnað þar til heim er komið og enginn getur gert neitt af viti. Sérstaklega á þetta við um kvartanir á ferðalögum og á veitingastöðum.
Mikið væri gaman að lifa ef maður gæti sjálfur alltaf farið eftir þessum ráðum!
Fleetwood Mac er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum frá árum áður. Við erum mörg sem keyptum hina frábæru plötu Rumours frá árinu 1977. Þessi plata seldist í gámavís um allan heim. Öll lögin voru gullmolar og mér finnst eiginlega með ólíkindum að hljómsveit geti tekist svona vel upp.
Ég rakst á þetta videó á Youtube og má til með að deila því með ykkur í helgarlok. Hér er bandið í mjög góðu stuði vægast sagt. Sannkallaður hrollur!
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson