Rokklifnaðurinn hefur ekkert bitið á John Fogerty

John Fogerty var aðalsprautan í hinni rómuðu hljómsveit með stutta nafnið Creedence Clearwater Revival. Nafnið er reyndar svo langt að maður hefði haldið að þetta væri "big band". Það var öðru nær. Þetta var líklega ein alvinsælasta rokkhljómsveitin upp úr 1970.

John Fogerty lítur vel út og er hinn spengilegasti á þessu videói frá árinu 1997 og það er alls ekki að sjá að þessi kappi sé plagaður af ólifnaði, langt í frá. Hér er hann í banastuði með Travellin' Band. Fínt lag til að koma öllum í stuð á laugardagskvöldi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Haukur.

Þetta er sannkallaður meistari. Við félagarnir í Gildrumezz ætluðum að spila eina helgi í Mosó lög CCR. Það ævintýri stóð yfir í þrjú ár og nánast alltaf fullt út úr dyrum um land allt.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.9.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir ábendinguna Eyjólfur. Kallinum förlast ekkert!

Haukur Nikulásson, 30.9.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Karl Tómasson

Oft hef ég hugsað um það Eyjólfur. Mikið væri gaman að sjá karlinn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 30.9.2007 kl. 00:46

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Haukur!

Þegar snillingurinn snéri aftur þarna árið 1997 með dásamlega stykkinu sínu Full Moon Swamp, hafði hann líka heldur betur tekið sig í gegn. Mig minnir til dæmis að hann hafi í 12 ár þarna á undan einfaldlega haldið sig til hlés, byggt lífið algjörlega upp á nýtt með hjálp eiginkonunnar um leið og að sökkva sér niður í alls kyns gítarpælingar!

Þessi nýja skífa hefur nú reyndar um nokkurt skeið verðið í deiglunni, til dæmis mynti Dóri í plötubúðinni á hana fyrir allnokkru!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.9.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Magnús,

Ég hef nú ekki fylgst sérstaklega með kappanum eða líferni rokkara yfirleitt. Mér finnst bara kallinn vera í mjög góðu formi. Það má ekki gleyma því að hann náði hæstu hæðum í tónlist í kringum 1973-74 og eftir það var eiginlega ekkert að gera nema verða ríkari og ruglaðri.

Ég var að skoða vefsíðuna hans www.johnfogerty.com og sé þar að hann er að spila á fullu í stærstu sölum og leikvöngum allt upp í Wembley í London. Spilalistinn hans byrjar alltaf á Travellin' Band og endar á Proud Mary. Hann leit svona út á Wembley 22.6.2007:

Travelin' Band - Green River - Who'll Stop The Rain - Susie Q - It Came Out Of The Sky
Born On The Bayou - Commotion -  Lookin' Out My Backdoor - Lodi
Cotton Fields - Ramble Tamble - Midnight Special - Bootleg - Deja Vu
I Heard It Through The Grapevine - Have You Ever Seen The Rain
Sweet Hitch-Hiker - Keep On Chooglin' - Down On The Corner - Centerfield
Good Golly Miss Molly - Old Man Down The Road - Bad Moon Rising
Up Around The Bend - Fortunate Son - Rockin' All Over The World - Proud Mary

Ef Wembley er mælikvarðinn úti þá er það bara Laugardalshöll eða Egilshöll. Spilalistinn hans er nálægt 30 lögum og þegar ég renndi yfir hann þekki ég næstum öll lögin bara þó nokkuð vel. Kalli Tomm í Mosó ætti (eðli málsins samkvæmt) að þekkja þau öll.

Heldurðu að hann myndi fylla Laugardalshöll?

Haukur Nikulásson, 1.10.2007 kl. 00:03

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hann er flottur kallinn. Samt er eitt það skrýtnasta sem ég hef vitað þegar hann lýsti því í blaðaviðtali að útgáfufyrirtæki fór í mál við hann eftir að hann fór úr CCR. Tilefni málssóknar: Hann hljómaði of mikið eins og John Fogerty. Jabb, þeir áttu útgáfuréttinn og hljómurinn þótti of einkennandi CCR.

Ingi Geir Hreinsson, 1.10.2007 kl. 09:17

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður aftur!

Yrði ílla svikin ef þessi jaxl gæti ekki dregið svona 5 til 10 þúsund manns allavega á tónleika hér! Og svei mér ef Kalli gæti það ekki bara líka með sínum gömlu kumpánum!

Minnist þess enn með ánægju í hjarta, er foreintaki af Creedenceplötu "Gildrumassans" var stungið að mér, drengirnir gerðu þetta bara með glans, enda tónlistin svo mikil snilld!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 19:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband