Hafi kílóið lést þá hefur tíminn líka styst

Í fréttum um daginn var talað um að viðmiðunin um eitt kílógramm, sem geymd er í París, hafi lést. Ekki var þó talið að um vandamál yrði að ræða.

Ég er næstum viss um að dagarnir hafi styst verulega. Mér finnst þeir æða áfram. Mér finnst eiginlega alltaf vera þriðjudagur... eða föstudagur... eða laugardagur eða... En hvernig mælum við tímann?

Hvernig má þetta vera. Er hægt að leita skýringa í því að vera í fjölbreyttri vinnu, golfi, badminton, dansi,  söng og hljóðfæraleik, músíkpælingum, bloggi, pólitískum pælingum, internetgramsi eða hvað?

Er skýringanna að leita í því að maður er kominn á seinni hálfleik tilverunnar og finnst maður aldrei hafa tíma til að gera allt það sem maður langar til? Er tíminn ekki bara fljótari að líða ef tilveran er skemmtileg? Verður maður að fara að láta sér leiðast til að hægja á tímanum svo að maður missi ekki af öllu?

Hvað sem öðru líður þá hef ég áhyggjur af þessu... ég verð að segja það! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég heyrði eitt sinn þá skýringu að þetta hefði eitthvað með hlutföll að gera, þ.e.a.s. eftir því sem við eldumst er hver dagur, vika eða mánuður minna hlutfall af þeim tíma sem við höfum lifað. Því virtist sem tíminn liði hraðar.

Mér fannst þetta arfavitlaust að heyra, en eftir því sem ég eldist virðist þetta alltaf einhvernveginn "meika sens".

Ingvar Valgeirsson, 26.9.2007 kl. 16:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband