Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
7.7.2007 | 10:12
Margar hliðar á þessu máli
Eignaumsýslan á varnarliðseignunum hefur einkennst af vanrækslu, hugsunarleysi og klaufaskap.
Ég á t.d. enn eftir að sjá hver reikningurinn var fyrir allar pípulagnirnar sem frostsprungu og innéttingaskemmdirnar þegar Valgerður Sverrisdóttir týmdi ekki að halda hita á stórum hluta húsnæðisins á síðasta ári. Sá reikningur er áreiðanlega um milljarður króna. Þetta á að þagga til helvítis, trúlega vegna þess að íhaldið var samsekt í málinu.
Raflagnir á Varnarsvæðinu eru gerðar fyrir 110 volta spennu (við erum með 220 volta spennu). Aðalhættan við að nota þessar raflagnir er vanþekking á muninum og ekki víst að yfirvöld á svæðinu upplýsi fólk um hann þannig að íbúarnir skilji hann. Það hjálpar að klærnar eru öðruvísi, en ég er ekki viss um að reglugerðir í Ameríku séu jafn strangar með notkun lekaliða eins og gerðar eru kröfur um í íslenskum rafkerfum.
Ég get skilið að menn vilji hefja nýtingu eignanna, en þá verður notendahópurinn að vera vel upplýstur um að þarna er ákveðin hætta sem þarf að vera betur meðvituð en annars staðar. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir því að upplýsa fólk sem þarna dvelur að það getur ekki notað eigin raftæki án þess að huga vel að spennumun og öryggisþáttum. Einfalda reglan er sú að stinga engu í samband þarna án þess að fullvissa sig áður um að það sé í lagi.
Ég get svo sem vel ímyndað mér að ekki fáist rafverktakar á þessum þenslutímum í byggingariðnaði og það verði að leysa málið með einhverjum hætti. Rafiðnaðarsambandið getur hins vegar ekki leyft sér að slaka á öryggiskröfum og á ekki að gera það. Það verður því að gera þessa undantekningu með mótmæli þeirra á bakinu og reyna að koma í veg fyrir að slys verði með bættri upplýsingagjöf.
![]() |
Spilað með öryggi 350 ungra fjölskyldna segir formaður Rafiðnarsambandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2007 | 17:48
Tími kominn til að hætta afkáralegum nafnaþýðingum kóngafólks
Mér finnst alltaf jafn afkáralegt að sumir fjölmiðlar skuli ennþá þýða nöfn erlends kóngafólks. Þar sem Charles er Karl, Philip er Filipus, William er Vilhjálmur og svo framvegis.
Ef ég væri kóngurinn á Íslandi væri mér enginn sérstakur sómi sýndur í Englandi að þeir þýddu nafn mitt og kölluðu mig King Hawk svo dæmi sé tekið.
Má ekki alveg að skaðlausu slá þessa vitleysu af svo við séu með það á hreinu þegar við lesum erlend blöð, eða horfum á erlent sjónvarp, hver prince Charles sé eiginlega? Mér er líka skapi næst að við hættum þýðingum á nöfnum erlendra borga sem ekki eru almennt notuð í máli fólks. T.d. talar engin lengur um Lundúni (London) og Dyflinni (Dublin). Hins vegar notum við, merkilegt nokk, Kaupmannahöfn (København), Stokkhólm (Stockholm) og merkilegast af öllu: Osló (Oslo).
Hvers vegna er fjölmiðlum svona illa við að nota sama mál og almenningur? Er þetta nokkuð annað en forræðishyggja?
![]() |
Vilhjálmur sagður hafa beðið Kate um annað tækifæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2007 | 21:10
Voru allir Skagamennirnir úti á þekju samtímis?
Ég er hvorki áhangandi Skagamanna né Keflvíkinga svo það sé á hreinu.
Bjarni Guðjónsson átti að mínu mati sjálfur að taka af skarið og fara með boltann í eigið mark og ganga frá þessu máli strax. Hann er fyrirliði liðsins og átti að hafa næga reynslu til að gera það, en kaus að láta óánægju Keflvíkinga og föður sinn þjálfarann, koma í veg fyrir það og þess vegna gerðist hann sekur um stórfelldan dómgreindarbrest. Hann á svo sem ekki langt að sækja dómgreindarbrest, hann er sonur pabba síns, sem sjálfur forherðist í sömu vitleysunni á hliðarlínunni. Í útvarpsviðtali sem ég heyrði í dag birtist Guðjón manni sem óþverrakarakter af verstu sort. Synd að svona góðir knattspyrnumenn (og þjálfari) skuli hafa svona skelfilega óþverralegt innihald og sýna ekki nokkra iðrun í þessu máli sem hefur opinberað þá frammi fyrir alþjóð.
Þetta mál er subbulegur blettur á knattspyrnuna. Sem betur fer eru svona menn í minnihluta meðal knattspyrnuiðkenda. Við huggum okkur við það!
Mér þætti ekki óviðeigandi að KSÍ tæki málið fyrir. Það eru til fordæmi þess að sambandið taki upp mál er varðar svona óíþróttamannslega framkomu.
![]() |
Yfirlýsing frá ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2007 | 20:09
7km af óþverra í Öxnadal
Ég var að koma að norðan og þegar komið er Skagafjarðarmegin í Öxnadal er umferð sett á nýjan malarborinn vegarkafla sem greinilega á að vera framtíðarvegarstæði. Þetta er að sjálfsögðu mikil framför, við losnum við margar hættulegar og krappar beygjur og slatta af einbreiðum brúm sem eru ótrúleg fyrirbrigði í hringvegi númer eitt árið 2007.
Þrátt fyrir þessar framfarir á veginum þykir mér með ólíkindum að láta okkur keyra þennan 7km vegarkafla áður en lokið er við að setja bundið slitlag á hann! Að keyra þarna í algerum rykmekki með 50km hraðatakmörkum er algjör óþverri. Mér varð hugsað til þeirra sem eru lungnaveikir, t.d. astmasjúklingar, hvað þeim er boðið upp á þarna. Ég get ekki séð nokkra ástæðu til að nota ekki gamla veginn með bundna slitlaginu þangað til hinn vegurinn verður í alvöru tilbúinn til notkunar. Og þá með slitlagi sem ekki hrellir fólk svona á almestu ferðahelgi sumarsins til Akureyrar. Ég varð ekki var við að gamla leiðin væri til vansa þegar við fórum hana viku fyrr.
Nú má einhver gjörkunnugur vegagerðarmeistari leiða mér fyrir sjónir hvers vegna þeir framkvæma þetta svona?
PS. Ef það er meiningin að segja mér að það þurfi umferð til að þjappa veginn, þá má hinn sami vita að bíllinn minn er ekki skilgreindur sem vegagerðartæki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook
4.7.2007 | 20:59
Brad Pitt stenst ekki samjöfnuð við Steve McQueen
Það má vel vera að Brad Pitt sé átrúnaðargoð í nútíma kvikmyndum en hann er á rangri leið að ætla að fá samanburð við Steve McQueen. Í þeim samanburði er hann bara kettlingur.
McQueen var alvöru töffari, ekki svona platkall eins og þeir eru flestir núna. Hann hafði allt á valdi sínu: Faratæki, áfengi og konur. Hann virtist ósigrandi. Það reyndist hins vegar rangt.
Hann féll í valinn fyrir aldur fram af völdum aumingjalegra hvítra pappírsstauta, fylltum niðurskornum tóbakslaufum. Þessi stautar náðu að fella þennan einn mesta töffara hvíta tjaldsins. Hvítu stautarnir halda áfram að fella töffara sem aðra og því miður veit enginn hver er næsta fórnarlamb.
Það er ekki langt í að fólki muni finnast það skrýtið að fólk skuli yfirhöfuð hafað ánetjast hvítu stautunum og þeir verða metnir í sögunni sem alvarlegt furðufyrirbæri.
![]() |
Pitt endurgerir Bullitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2007 | 12:55
Á að koma Davíðssyni vel fyrir áður en þeir verða áhrifalausir?
Völva Vikunnar spáði því um síðustu áramót að gerð yrði tilraun til að koma Þorsteini Davíðssyni (Oddssonar) að sem dómara við hæstarétt. Nú sýnist manni að Björn Bjarnason ætli að klára það mál áður en hann hættir sem ráðherra. Flestir telja að Björn fái bara tvö ár í ráðherrastólnum. Björn er náttúrulega skuldbundinn sínum gamla leiðtoga og nú verður fróðlegt að fylgjast með málunum. Ég reyndar trúi því varla að Björn reyni þessa vitleysu.
Það hefur ekki vafist fyrir sumum mönnum hingað til að vísa vinum og vandamönnum í betri sæti þjóðfelagsins.
Ég var að lesa Völvuspána fyrir árið 2007 og hef ekki mikið álit á því kjaftæði. Í öllum málum er hún með 50% líkur og mjög augljóst að þarna er um hreinar ágiskanir að ræða. Hvernig getur fólk ennþá lagt trúnað á þetta bull?
![]() |
Hæstaréttardómari óskar lausnar frá embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2007 | 12:40
Sakna gamla tjaldstæðisins í Ásbyrgi
Við vorum í Ásbyrgi um helgina og nutum þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Það var ágætis veður og aðstaðan á tjaldstæðinu er mjög fín.
Ég get þó ekki neitað því að ég sakna þess að fá ekki lengur að tjalda í botni Ásbyrgis. Ástæðan er aðallega sú að þar er einfaldlega mun betra veður en við munnann. Í botninum getur nefnilega verið logn þegar það er hávaðarok hinum megin. Ég hef aldrei heyrt ástæður þess að botninn er nú lokaður fyrir tjaldstæði. Mér finnst líklegt er að þar spili inn í að bæði er tjaldstæðið takmarkað að stærð og vegurinn inneftir er bara einbreiður með útskotum. Það er sérkennilegt að upplifa þessi M-merki fyrir útskotin á þeirri leið.
Það er alltaf mjög sérkennilegt að koma í botn Ásbyrgis. Lífríkið þar er einstakt og bergmálið í hamraveggjunum er dulmagnað. Þetta er jú einhver yndislegasti staðurinn á jarðríki.
Ég fór á golfvöllinn í Ásbyrgi og átti þar ágætan dag. Makaði á mig ómældu magni af sólarblokk nr. 35 áður en ég fór á völlinn til að koma í veg fyrir almúgalega sólbrúnku.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson