7km af óþverra í Öxnadal

Ég var að koma að norðan og þegar komið er Skagafjarðarmegin í Öxnadal er umferð sett á nýjan malarborinn vegarkafla sem greinilega á að vera framtíðarvegarstæði. Þetta er að sjálfsögðu mikil framför, við losnum við margar hættulegar og krappar beygjur og slatta af einbreiðum brúm sem eru ótrúleg fyrirbrigði í hringvegi númer eitt árið 2007.

Þrátt fyrir þessar framfarir á veginum þykir mér með ólíkindum að láta okkur keyra þennan 7km vegarkafla áður en lokið er við að setja bundið slitlag á hann! Að keyra þarna í algerum rykmekki með 50km hraðatakmörkum er algjör óþverri. Mér varð hugsað til þeirra sem eru lungnaveikir, t.d. astmasjúklingar, hvað þeim er boðið upp á þarna. Ég get ekki séð nokkra ástæðu til að nota ekki gamla veginn með bundna slitlaginu þangað til hinn vegurinn verður í alvöru tilbúinn til notkunar. Og þá með slitlagi sem ekki hrellir fólk svona á almestu ferðahelgi sumarsins til Akureyrar. Ég varð ekki var við að gamla leiðin væri til vansa þegar við fórum hana viku fyrr.

Nú má einhver gjörkunnugur vegagerðarmeistari leiða mér fyrir sjónir hvers vegna þeir framkvæma þetta svona?

PS. Ef það er meiningin að segja mér að það þurfi umferð til að þjappa veginn, þá má hinn sami vita að bíllinn minn er ekki skilgreindur sem vegagerðartæki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

langar að benda þér á að þetta er einfaldlega EKKI í Öxnadal heldur í Skagafirði

Norðlendingur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 03:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 264988

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband