Sakna gamla tjaldstæðisins í Ásbyrgi

Við vorum í Ásbyrgi um helgina og nutum þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Það var ágætis veður og aðstaðan á tjaldstæðinu er mjög fín.

Ég get þó ekki neitað því að ég sakna þess að fá ekki lengur að tjalda í botni Ásbyrgis. Ástæðan er aðallega sú að þar er einfaldlega mun betra veður en við munnann. Í botninum getur nefnilega verið logn þegar það er hávaðarok hinum megin. Ég hef aldrei heyrt ástæður þess að botninn er nú lokaður fyrir tjaldstæði. Mér finnst líklegt er að þar spili inn í að bæði er tjaldstæðið takmarkað að stærð og vegurinn inneftir er bara einbreiður með útskotum. Það er sérkennilegt að upplifa þessi M-merki fyrir útskotin á þeirri leið.

Það er alltaf mjög sérkennilegt að koma í botn Ásbyrgis. Lífríkið þar er einstakt og bergmálið í hamraveggjunum er dulmagnað. Þetta er jú einhver yndislegasti staðurinn á jarðríki.

Ég fór á golfvöllinn í Ásbyrgi og átti þar ágætan dag. Makaði á mig ómældu magni af sólarblokk nr. 35 áður en ég fór á völlinn til að koma í veg fyrir almúgalega sólbrúnku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband