Á að koma Davíðssyni vel fyrir áður en þeir verða áhrifalausir?

Völva Vikunnar spáði því um síðustu áramót að gerð yrði tilraun til að koma Þorsteini Davíðssyni (Oddssonar) að sem dómara við hæstarétt. Nú sýnist manni að Björn Bjarnason ætli að klára það mál áður en hann hættir sem ráðherra. Flestir telja að Björn fái bara tvö ár í ráðherrastólnum. Björn er náttúrulega skuldbundinn sínum gamla leiðtoga og nú verður fróðlegt að fylgjast með málunum. Ég reyndar trúi því varla að Björn reyni þessa vitleysu.

Það hefur ekki vafist fyrir sumum mönnum hingað til að vísa vinum og vandamönnum í betri sæti þjóðfelagsins.

Ég var að lesa Völvuspána fyrir árið 2007 og hef ekki mikið álit á því kjaftæði. Í öllum málum er hún með 50% líkur og mjög augljóst að þarna er um hreinar ágiskanir að ræða. Hvernig getur fólk ennþá lagt trúnað á þetta bull?


mbl.is Hæstaréttardómari óskar lausnar frá embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Haukur Nikulásson
Þetta er eitthvað svo ömurlegt komment hjá þér að það nær varla nokkurri átt. Hvað rekur þig til að draga Þorstein inn í þetta þegar þú sjálfur segir að völvuspár eru kjaftæði og ágiskanir?

Þorsteinn Davíðsson er mjög vel gefinn lögfræðingur sem þarf ekki láta koma sér fyrir, hann gæti vel endað í hæstarétti og það væri vel, en ég held að við verðum að bíða í nokkur ár eftir því.


Friðjón R. Friðjónsson, 3.7.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Við þyrftum einmitt að koma okkur upp sama kerfi og er í Svíþjóð, engar umsóknir, engar umsagnir, bara skipun. Dómsmálaráðherrann bendir á þann sem honum þykir bestur og fær hann. ef viðkomandi vill verða hæstaréttardómari á annað borð.

Í þessu máli vil ég endilega fara "sænsku leiðina".

Friðjón R. Friðjónsson, 3.7.2007 kl. 15:26

3 identicon

Friðjón, ég myndi nú halda að sænska aðferðin væri akkúrat til að ýta undir að vinum og pólitískum félögum sé skellt í sona stöður. Finnst það eiginlega bara blasa við.

Brynjar (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: halkatla

Haukur, alltaf flottur

halkatla, 3.7.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðjón, ég þarf ekki að minna þig á að núverandi flokksmenn þínir og fyrrverandi mínir hafa gert margt ýmist ömurlegt og fáranlegt. Það má kannski segja að með þessu "ömurlega" kommenti mínu sé ég að reyna af veikum mætti að reyna að koma í veg fyrir að Björn láti sér detta þessa vitleysu í hug. Björn á það hins vegar til að forherðast í vitleysum eins og við hin gerum líka þegar svo ber undir.

Ég veit ekkert hversu gamall Þorsteinn er. Hefði ég talið verulega hættu á þessu hefði ég verið búinn að tékka á því

Haukur Nikulásson, 3.7.2007 kl. 18:12

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264949

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband