Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
24.7.2007 | 14:11
Stelpugreyið er að verða frægari fyrir áfengissýkina en leiklistina
![]() |
Lindsay Lohan tekin ölvuð undir stýri með kókaín í fórum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2007 | 14:33
Er ekki aftur tilefni til að fleyta kertum?
![]() |
Lúkas kominn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2007 | 11:11
Sum kvöld eru bara skemmtilegri en önnur
Sum kvöld eru skemmtilegri en önnur. Hvernig á annað að vera? Hvernig getur maður upplifað skemmtilegt kvöld nema vita líka hvernig "venjuleg" kvöld eru. Satt að segja upplifi ég ekki mörg leiðinleg kvöld nú orðið.
Við Gunni tókum að okkur að spila í afmælisveislu í gærkvöldi hjá vinafólki okkar Arnari og hans yndislegu sambýliskonu Heiðu. Þetta átti að vera sameiginlegt 100 ára afmæli þar sem þau væru samtals eitt hundrað ára á um það bil þessum degi. Þetta reyndist vera allt saman bara hálfur sannleikur og eftir á að hyggja eiginlega tóm blekking!
Við byrjuðum að spila í þokkalega góðum fíling þegar upp kemst að þau létu pússa sig saman þá fyrr um daginn. Þannig að 100 ára afmælið breyttist snarlega í giftingarveislu og þar með var lokið rúmlega 40 ára syndalifnaði þeirra skötuhjúa. Rúmlega 40 árin eru semsagt eins og hitt dæmið rúmlega 20 ár sem hún hefur búið með honum og svo hin rúmlega 20 árin sem hann hefur búið með henni. Einhvern veginn hélt ég að þroskað fólk reyndi rekar að draga niður árafjöldann, en sumir gangast bara upp í því að bæta við háum tölum.
Þar sem partíið breyttist svona snarlega úr afmælisveislu í brúðkaupsveislu, þá þurftum við Gunni að vippa upp óæfðum brúðarmarsi (sem var gargandi gítarsóló í stíl við þjóðsönginn hans Jimi Hendrix á Woodstock) og svo klassískum ástarsöngvum eins og ástinni hennar Ragnheiðar Gröndal og Ó, þú eftir Magga Eiríks. Þessi lög klikka ekki, jafnvel ónýtir söngvarar geta flutt þau þannig að þau hrífi, svo vel eru þau samin.
Þetta er með skemmtilegri uppákomum sem ég hef komist í. Dúndrandi stuðið á brúðhjónunum/afmælisbörnunum og gestunum gerir þetta að sérlega eftirminnilegu kvöldi.
Til hamingju Arnar og Heiða með hnapphelduna.
18.7.2007 | 22:58
Okrið á Íslandi íslendingum sjálfum að kenna
Hátt matvælaverð er aðallega vegna hárra verndartolla vegna þess að hér er verið að vernda íslenska smábændur frá útrýmingu. Ef ég man rétt þótti bara hæfilegt hér áður fyrr að bændur hefðu eðlilegt lifibrauð af því að reka bú með rúmlega 200 rollum og 15 beljum í fjósi. Ég veit ekki nákvæmar tölur en flestum er ljóst að tugir milljarða eru settir í það að vernda þá bændur sem eftir eru með því að okra á öllum landsmönnum. Við þurfum ekki að ganga í ESB til að lækka matvælaverð. Bara fella niður tolla með tveggja ára fyrirvara. Það er ekki boðlegt í nútíma samfélagi að ríkið styrki atvinnugreinar með þessum hætti. Það er alvarleg tímaskekkja.
Áfengisverð er eitthvert hið hæsta í heiminum. Það er líka vegna okurs ríkisins. Ef ríkið væri ekki í milljarðasóun í utanríkismálum, landbúnaðarmálum, menningarmálum, eftirlaunamálum, varnarmálum og öðru sem má orðið missa sig mætti búast við að áfengisverð gæti lækkað.
Álögur ríkisins á bílaeldsneyti er eitt hneykslið í viðbót. Til viðbótar milljarðasvindli olíufélaganna bætir ríkið um betur og nauðgar bíleigendum sem aldrei fyrr.
Þeir sem kosnir eru til þings og stjórnunarstarfa verða strax samdauna kerfinu og nýliðunum er kennt fljótlega að njóta ávaxtanna með hinum. Hvenær heyrið þið t.d. stjórnarþingmenn gagnrýna eitthvað sem hér hefur verið nefnt... ég heyri það aldrei.
Það er orðið löngu tímabært að stjórnvöld taki alla fjárþörf ríkisins til endurskoðunar og byrji á núllpunkti. Núllpunktur þýðir að réttlæta þurfi öll ríkisútgjöld út frá öðrum rökum en þeim að þetta hafi alltaf verið gert áður.
Það eina sem getur hreyft við þessum málum eru stöðugar ábendingar til stjórnmálamanna. Það þarf að heyrast í fólki á milli kosninga ekki bara rétt fyrir kosningar. Látið í ykkur heyra ef þið þolið ekki okrið!
17.7.2007 | 18:17
Græðgi er góð!
Einhvern tímann var ég í þeirri góðu trú að þeir sem ættu stofnfjárhluti í Sparisjóðunum væru nokkurs konar velgjörðarmenn sem leyfðu ónýttum afgangspeningum að dvelja þarna öðrum til hagsbóta?
Einhvern tímann var ég í þeirri góðu trú að hagnaður sparisjóða ætti skv. lögum þeirra að renna til góðgerðarstarfsemi eða eitthvað í þágu samfélagsins?
Undanfarin ár hefur komið sami græðgisbragur á eigendur stofnfjár í sparisjóðum að það læðist að manni sá ljóti grunur að óprúttnir aðilar hafi lagt þetta á ráðin og sankað að sér stofnfjárhlutum vitandi að hverju stefndi.
Sparisjóðum er stjórnað af mönnum sem eiga ekkert voðalega mikið í honum líkt og stjórnarfyrirkomulag var á þeim samvinnufyrirtækjum sem sumir Framsóknarmenn hafa sölsað undir sig.
Ísland er að mínum dómi að verða ein alfremsta þjóð í allsherjar græðgisvæðingu. Út um allt samfélagið eru menn að reyna að stela helstu náttúruauðlindum og nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og orku- og veitustofnunum í auðgunarskyni.
Hver sagði: "Græðgi er góð!"?
![]() |
SPRON verður hlutafélag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2007 | 17:37
Sýndarmennska bifhjólamanna heldur áfram
Nú er manni að verða nóg boðið. Einu skiptin sem bifhjólamenn keyra á löglegum hraða er þegar þeir fara í áróðurinn. Pakka sér saman, keyra lúshægt og stífla alla aðra umferð í tómri sýndarmennsku. Tilgangurinn er að fá fjölmiðla til að mynda herlegheitin og reyna telja okkur hinum trú um að þeir aki einhvern tíma á löglegum hraða. Er ekki bara hægt að fleyta kertum eða sleppa blöðrum?
Það kæmi hljóð úr horni ef venjulegir bifreiðaeigendur færu í svona hópakstur í hægagangi til gera annaðhvort að mótmæla eða leggja áherslu á umferðaröryggi í hvert skipti sem alvarleg slys verða.
Hættið þessu rugli og farið að bara að keyra eins og menn. Við hin getum reynt að sýna bifhjólafólki eins mikla tillitssemi og unnt er. Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að bifhjól eru hættuleg manndrápstæki í umferðinni. Þeir sem iðka þennan lífsstíl VITA að þeir eru að taka áhættu í umferðinni. Aðrir vegfarendur eiga oft erfitt með að átta sig á þeim vegna smæðar og því hversu kvik þau eru í hreyfingum.
![]() |
Sniglarnir efna til keyrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook
17.7.2007 | 08:46
Af hverju ekki Írak Bush?
Það er ótrúlegt að það skuli ekkert vera til í þessum heimi sem stoppar af vitleysinga eins og George W. Bush. Það fer ekki á milli mála að Bush er eitt besta dæmi veraldar um að kjósendur séu fífl, FÍFL!
Honum væri nær að æfa sig í friðarmálum með því að koma á friði í Írak og stuðningsmenn hans, þar á meðal íslenska ríkisstjórnin, má fara að koma sér af rassinum og láta í sér heyra. Því miður er það borin von, nú er Solla sjálf komin á kaf í þann hálfvitaskap að reyna að koma Íslandi inn í öryggisráðið. Það er stutt í stórmennskubrjálæðið hjá fólki sem er að stjórna örþjóð.
Íslenskir kjósendur eru líka fífl, FÍFL! (...og ég var líka fífl!)
![]() |
Bush hyggst boða til friðarráðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook
16.7.2007 | 00:02
Framtíðarkylfingur með gott hugarfar
![]() |
Íslandsmeistarinn á 15 höggum undir pari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2007 | 10:40
Einkavæðing orkugeirans fer fram um bakdyrnar
Ég er eiginlega undrandi á því hvað fólk lætur sér fátt um finnast þegar verið er að stela auðlindum landsins með því að einkavæða orkufyrirtæki landsins.
Bráðnauðsynlegir þættir í sameiginlegri tilveru okkar eins og vatn, rafmagn og hiti eiga að vera undir opinberri stjórn. Heilbrigðis-, félags- og menntamál á heldur ekki að fela fólki sem bara hefur gróðasjónarmið í huga. Við verðum að geta dregið línur í því hversu mikla léttúð við sýnum grunnþörfum samfélagsins.
Mér finnst full þörf á því að kjósendur láti þingmenn sína vita af því að það sé ekki þjóðarhagur að einkavæða svona grunnþarfir.
Það eru engar líkur á að samkeppni í orkugeiranum geti orðið þannig að almenningur hafi hag af einkavæðingu þarna. Við erum smám saman að verða fórnarlömb einkavæðingar á öllum sviðum, því að sumar greinar hreinlega okra stórkostlega á landsmönnum í nafni samkeppninnar.
Það má ekki skilja mig svo að ég sé á móti því að einkavæða sumt af því sem ríkið hefur rekið. Hins vegar verður að standa vörð um grunnþjónustu og mannréttindi því annars verður þú einn daginn rukkaður um loftið sem þú andar að þér... skv. mæli frá Geysir Green Energy eða öðru ámóta fyrirtæki sem á þá loftréttinn!
8.7.2007 | 11:19
Tími geðleysisstjórnmálanna runninn upp?
Við höfum öll heyrt talað um "samræðustjórnmál" Ingibjargar Sólrúnar og "framkvæmdastjórnmál" Björns Inga og nú fáið þið "geðleysisstjórnmál" Hauks Nikulássonar.
Mér finnst stjórn landsins vera dottinn í þetta geðleysi. Geðleysi er það þegar fólk ætti að finna fyrir tilfinningum þegar eitthvað bjátar á en finnur ekkert. Geðleysi er að vita af vandamálum en bregðast ekki við þeim. Geðleysið er þar með svipað og doði.
Einkenni þessara geðleysisstjórnmála er að gera ekkert þegar alvarleg vandamál ber að höndum. Íraksstríðið er dæmi um alvarlegt geðleysi. Þarna hafa líklega hundruð þúsunda dáið í tilgangslausri styrjöld og geðleysi íslenskra stjórnvalda er algert. Þessi stjórn beitir sér í engu til að koma hlutunum til betri vegar og berum við þó þá sök að hafa stutt þetta ólánsstríð á alþjóðavettvangi. Aðeins vegna aðildar okkar að þessu stríði er eina öryggisógnunin sem við þurfum að búa við: Hugsanleg hefnd þeirra sem telja sig eiga harma að hefna.
Fiskveiðistjórnunarkerfið okkar er búið að vera ónýtt í mörg ár. Ástæðan virðist nú blasa við þannig að fiskistofnar hafa verið ofmetnir og kannski stærstu mistökin sú að taka trúaanlegar veiðitölur sem hafa verið lognar niður stórkostlega vegna löndunar framhjá vigt og brottkasti.
Það er geðleysi þegar sífellt er haldið áfram að ausa skattpeningum í vitleysu af þeirri einu ástæðu að það hafi alltaf verið gert. Það virðist ekki nokkur stjórnmálamaður hafa það að markmiði að endurskoða beri tímaskekkjurnar. Þær eru milljarðasóun í öllu samfélaginu: Dekur í trúmálum, utanríkismálum, varnarmálum, fjölmiðlamálum, landbúnaðarmálum, jarðgangnagerð, lista- og menningarsnobb og ótal margt sem má bara fara að missa sín úr hinum sameiginlega skattpotti samfélagsins. Með þessu er hægt að lækka skatta stórkostlega og þá getur fólk sjálft ákveðið hvað það vill styrkja af þeim greinum sem eru engin þjóðarnauðsyn heldur áhugamál sem ríkið eigi ekkert með að styrkja. Fordæmisgildi styrkja til áhugamála hafa nefnilega engin takmörk og þess vegna hægt að krefja ríkið um fjármuni í hvaða vitleysu sem er. Hvað er göfugra að styrkja t.d. skákiðkun fremur en til dæmis lúdóiðkun? Af hverju getur fólk ekki sjálft kostað áhugamálin sín?
Stjórnmálamenn nútímans eru svo hræddir við að styggja einhverja kjósendur að þeir eru orðnir geð- og skoðanalausir í starfi sínu. Þar með eru þeir orðnir gagnslausir og til hvers eru þeir þá?
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson