Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
22.6.2007 | 14:18
Andlegi þátturinn er greinilega í fínu lagi þarna
Það blasir við okkur að íslenska kvennalandsliðið er pakkfullt af sjálfstrausti þessa dagana og stendur sig líka í samræmi við það. Svona hópur þarf að byrja á því að trúa því að hlutirnir séu mögulegir. Fyrst þá gengur þetta upp eins og hjá þessum stelpum núna.
Vonandi hanga þær á þessu hugarfari eins og hundur á roði.
Til hamingju með glæsilegan sigur.
Fimm marka sigur Íslands á Serbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2007 | 13:35
Hver hreinsar upp blöðrurnar?
Mér finnst þetta fólk hugsunarlaust. Það getur sýnt samkennd með barninu án þess að menga íslenska náttúru með þessum blöðrusleppingum. Þetta verður að rusli ekkert síður en þegar fólk hendir plastumbúðum og sígarettustubbum á víðavangi.
Þessi ofuráhersla á leit að einu barni kærulausra foreldra hefur gengið út í öfgar. Börn eru drepinn í Írak og víðar á hverjum degi án þess að vesturlandabúar gefi skít í það. Fjölmiðlarnir eiga hér hlut að máli að gera þetta einstaka mál að þeirri móðursýki sem raun ber vitni. Þá á ég við líka áheyrn hjá Páfanum í Róm og hvaðeina. Mér finnst einhver veginn að kæruleysi foreldranna sé grunsamlegt og þurfi að athuga nánar ekkert síður en annað í þessu máli.
Blöðrur til marks um samkennd með fjölskyldu Madeleine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2007 | 15:52
Er niðurstaða siðanefndar B.Í. fengin með pólitískri íhlutun?
Jónína Bjartmarz virtist ekki sérlega hissa á því að siðanefndin hefði úrskurðað henni í hag varðandi kæruna á hendur Kastljósmönnunum vegna umfjöllunar um tengdadóttur sína. Það vita allir sem vilja vita að Jónína hafði óeðlileg áhrif á allan gang málsins en kaus að ljúga sig blákalt frá þessu með svo aulalegum hætti að maður fékk eiginlega bara bjánahroll.
Hún átti nefnilega að biðjast afsökunar á þessum afskiptum af málinu og kalla það yfirsjón. Kannski hefði hún fengið meiri samúð í kosningunum hefði hún haft til þess vit. Hún hafði það bara ekki.
En af hverju virtist Jónína ekki hissa á úrskurðinum? Var það kannski vegna þess að Kristinn Hallgrímsson lögmaður og formaður siðanefndarinnar er einn af stjörnulögfræðingum framsóknarmanna? Hann er vel tengdur Framsóknarflokknum, Kaupþing banka, VÍS, Finni Ingólfssyni, Keri (Olíufélagið), S-hópnum og sonur fyrrverandi forstjóra Samvinnutrygginga. Komið hefur fram að Samvinnutryggingar eru skröltandi full af fjármunum sem Framsóknarmenn hafa látið vinna fyrir sig og vilja núna eignast með því einu að leggja samvinnufélagið af með hnitmiðaðri félagsslitafléttu og hirða þar með alla þá aura sem ekki er gert beint tilkall til? Ég hvet til þess að þar til bær yfirvöld fylgist vel með afdrifum þessa félags.
Ég hef áður haldið þessu fram: Framsóknarflokkurinn er spilltasti stjórnmálaflokkur sem finnst miðað við höfðatölu.
Ég skil mætavel að RÚV uni ekki niðurstöðum siðanefndar blaðamannafélagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook
21.6.2007 | 11:41
Ein af mörgum ástæðum fyrir því að halda sig frá aðild að ESB
Stjórnunarbákn ESB er fyrir löngu orðið að skrýmsli sem enginn ræður í raun við. ESB er algjör helgidómur fyrir skriffinna og forræðishyggjulið, en algjör skelfing fyrir flesta aðra.
Ísland, sem smáríki, á ekkert erindi sem aðildarland að ESB. Við yrðum kaffærð sem nýlenda og arðrænd sem slík í skjóli þess hversu fámenn við erum.
Mér finnst ótrúlegt að heyra að sumir íslendingar trúi því ennþá að það yrði svo gott fyrir okkur að gerast aðilar að þessu kúgunar- og eineltisbandalagi. Við eigum að hugsa á alheimsvísu en ekki bara til Evrópu.
Frjáls viðskipti, niðurfelling allra tolla, hafta og afnám niðurgreiðslna frá ríkisstjórnum til "verndaðra" atvinnugreina er það sem getur fært samskipti þjóðanna til betri vegar. Velvild til allra þjóða heims er í mínum huga eðlilegri en að ganga í ESB-klíku sem hefur það óljósa markmið að einangra sig frá þriðja heiminum (lesist aumingjunum).
Pólverjar hóta að beita neitunarvaldi gegn nýjum ESB-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2007 | 10:56
Dýrt að reka Teit?
Það sem hér fylgir eru bara getgátur og þær skuli lesnar sem slíkar.
Það læðist að manni sá grunur að stjórnamenn KR hafi samið af sér við ráðningu Teits Þórðarsonar. Þeir réðu hann til 3 eða 5 ára og ef þeir reki hann þurfi að greiða honum laun út ráðningartímann.
Teitur talar eins og maður sem ætlar að láta reka sig. Hann er maðurinn með sterku samningsstöðuna og það virðist eins og það hafi gleymst að setja í samninginn að hann þurfi að vinna, það hafi bara ekki verið gert ráð fyrir því að hann tapaði alltaf. Mér sýnist að Teitur sé nægilega ósvífinn til að láta KR blæða, þeir hafi jú narrað hann til að taka þetta skítadjobb að sér hér á skerinu.
Það að Teitur sé ekki hættur er ábending á að það sé einhver samningslegur vandræðagangur þarna. Sér Teitur ekki sóma sinn í að fara án krafna um stórkostlegar greiðslur samhliða þeim starfslokum?
Teitur: Mín staða óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það hafa margir bent á þetta, ég get bara ekki stillt mig um að dreifa þessu enn betur.
Þó að hljóð og mynd fari ekki vel saman er þetta myndskeið og frammistaða söngvarans svo hrífandi að maður verður eiginlega bara klökkur. Og gæsahúðin sprettur fram. Þetta er "must-see".
20.6.2007 | 10:14
Kynjajafnrétti fengið á kostnað einstaklingsfrelsis - Nei takk!
Ég hef mikið álit á konum. Ég hef mikið álit á Jóhönnu Sigurðardóttur og tel hana einhvern trúverðugasta og heiðarlegasta stjórnmálamann síðari ára á Íslandi og er þá mikið sagt.
En þýðir þó ekki að ég sé sammála öllu sem hún segir. Ég er jafnréttissinnaður en tel það arfavitlaust að neyða fram kynjajafnrétti með þeim hætti sem hún hefur nú boðað sem möguleika. Kynjajafnréttið á að auka með því að setja jafnvel í lög að hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja verði jafnt.
Hvers vegna þarf að velja fólk til starfa út frá því sem það hefur á milli fóta en ekki á milli eyrnanna? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að líffræðilegi munurinn spilar hér inn í málin? Má ekki líka fara spyrja: Af hverju fæ ég ekki starf vegna hæfileikaskorts? Eiga hæfileikalausir ekki sama rétt og aðrir? Þurfa ekki allir að lifa?
Jóhanna Sigurðardóttir er sjálf dæmi um hæfileikaríka konu sem hefur komist áfram á eigin verðleikum. Hún á að vita það í hjarta sínu að jafnræði á þessu sviði fæst ekki með nauðungarlögum og/eða misréttisreglum konum til handa. Um leið og konurnar vilja, þá geta þær! Ég skora á konur að láta ekki breyta sér í aumingja með lögum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook
19.6.2007 | 10:16
Trúmál eiga að vera einkamál hvers og eins
Ég trúi á hið góða í manninum og trúi því meira að segja að ég eigi að lifa til að gera góða hluti í lífinu.
Samt trúi ég ekki eins og prestar og trúarleiðtogar boða, vegna þess að í mínum huga er allt of stór hluti þeirra loddarar og lygalaupar. Þetta á ekki við alla. Þeir sem ekki taka þessi orð til sín geta sleppt því að mótmæla.
Þegar þeir eru farnir að lofa nýjum húsum og flottum bílum verður manni eiginlega orðfall. Skinhelgi þessara manna bíður hér hnekki, þessir lygalaupar eru dottnir út úr hinu slepjulega hlutverki sínu að þykjast vera í sambandi við Guð. Segja þér í tíma og ótíma hvernig Guð vill að þú hagir þér, gefir kirkjunni þinni og almennt að ráðskast með tilveru þína.
Trú á Guð er huglægt fyrirbæri. Það er enga áþreifanlega sönnun að hafa fyrir tilvist hans og orð hans hafa ekkert gildi fyrir rétti þegar á reynir. Menn sem halda því fram fyrir rétti að Guð hefði sagt þeim að gera eitthvað eru bara metnir ruglaðir. Eins komst ég að því mér til sárra vonbrigða að það hefur aldrei fundist hin upprunalega Biblía, orð Guðs, og nýleg eru dæmi um að kirkjunnar menn séu að hnakkrífast um það hvað eigi að standa í henni. Vitað er að fiktað hefur verið við ætlaðan upprunalega texta Biblíunnar í gegnum aldirnar á kirkjuþingum. Hvernig getur hún þá verið orð Guðs?
Ef Guð er í alvöru til þá tel ég að maðurinn hafi í gegnum tíðina mistúlkað hann herfilega og þá að sjálfsögðu þeir sjálfskipuðu fulltrúar hans á jörðinni. Þeir sömu og seldu fólki syndaaflátsbréf til að fjármagna kirkjubyggingar, stóðu fyrir styrjöldum og hörmungum, hafa kúgað til sín eignir með hræðsluáróðri og enn þann dag í dag meina þeir fólki að nota verjur til að fyrirbyggja sjúkdóma á borð við AIDS.
Ég hvet til að fólk hugsi sjálfstætt um stóru tilvistarspurninguna. Ég trúi því ekki að almáttugur Guð, sé hann til, sé jafn gallaður og jafnvel helstu trúarspekingar halda fram. Ég trúi því ekki að hann láti mig hafa einbýlishús og nýjan bíl fyrir tilverknað sjónvarpsstjórans hjá Omega.
Að þessum orðum sögðum legg ég til að ríkið taki þjóðkirkjuna og önnur trúfélög af fjárlögum og geri trú að einkamáli hvers einstaklings og frjálsra félaga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook
19.6.2007 | 08:40
Þetta verður mjög sérstakt stjórnarsamstarf
Mér finnst að sumu leyti kveða við nýjan tón í þessu ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.
Hver ágreiningurinn á fætur öðrum kemur nú upp á milli flokkanna og jafnvel á milli samherja í flokkunum. Það undarlega er að gerast að það gerist ekkert. Enginn verður í alvöru fúll eða herjar á málin í umræðum. Menn þegja bara eftir fyrstu rokurnar og láta ágreininginn bara blunda í bakgrunni.
Þetta er eitthvert nýtt skeytingarleysi sem mér finnst ég ekki hafa séð áður.
Mér finnst líklegasta skýringin nú vera sú að meirihluti stjórnarinnar sé svo mikill í þinginu að þeir sem ráða raunverulega ferðinni gefa ekki lengur skít fyrir skoðanir einstakra þingmanna og jafnvel ráðherra. Það sé af nógu að taka ef eitthvað af þessu fólki hleypur út úr girðingunni.
Telur gagnrýni Einars Odds ekki trúverðuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2007 | 15:12
Erfiður dagur á golfvellinum
Friðrik kom frekar seint á sunnudagseftirmiðdegi og virtist úrvinda af þreytu.
"Var þetta slæmur dagur á golfvellinum elskan?" spurði hún umhyggjusöm.
"Þetta gekk fínt til að byrja með. En svo fékk Halli hjartaáfall og dó á tíunda teig." svaraði Friðrik.
"En HRÆÐILEGT!" stundi frúi upp yfir sig.
"Það geturðu bölvað þér upp á!" sagði Friðrik "Þá fyrst gerðist þetta erfitt. Dræva á tíunda teig. Draga Halla. Slá á tíundu braut. Draga Halla. Vippa inn á tíunda grín. Draga Halla...."
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson