Dýrt að reka Teit?

Það sem hér fylgir eru bara getgátur og þær skuli lesnar sem slíkar. 

Það læðist að manni sá grunur að stjórnamenn KR hafi samið af sér við ráðningu Teits Þórðarsonar. Þeir réðu hann til 3 eða 5 ára og ef þeir reki hann þurfi að greiða honum laun út ráðningartímann.

Teitur talar eins og maður sem ætlar að láta reka sig. Hann er maðurinn með sterku samningsstöðuna og það virðist eins og það hafi gleymst að setja í samninginn að hann þurfi að vinna, það hafi bara ekki verið gert ráð fyrir því að hann tapaði alltaf. Mér sýnist að Teitur sé nægilega ósvífinn til að láta KR blæða, þeir hafi jú narrað hann til að taka þetta skítadjobb að sér hér á skerinu.

Það að Teitur sé ekki hættur er ábending á að það sé einhver samningslegur vandræðagangur þarna.  Sér Teitur ekki sóma sinn í að fara án krafna um stórkostlegar greiðslur samhliða þeim starfslokum?


mbl.is Teitur: Mín staða óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferlega ert þú ómálefnalegur og ósmekklegur þegar þú talar um það að þé sé skíta jobb að vera að þjálfa KR.

Ég sem hélt að þú værir málefnalegur. Þar skeit músin sem ekkert rassgatið hafði.

Páll (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er rétt hjá þér Páll, ég skil hvað þú átt við og biðst afsökunar á þessu. Ég er eiginlega í hálfkæringi að leggja Teiti orð í munn. En ég tók fram í upphafi að pistillinn væri getgátur og því má að meinalausu taka hann sem órökstuddan kjaftagang.

Ég ætlaði ekki að móðga KR-inga, sem ég ber fulla virðingu fyrir, eins og sést í fyrra bloggi mínu um erfiða stöðu þeirra í deildinni. Mér er það bæði ljúft og skylt að viðurkenna hér mistök mín.

Haukur Nikulásson, 21.6.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Að vera þjálfari meistaraflokks KR er ekki fyrir einhverja aukvisa, erfiðasta þjálfarastaða landsins í kröfuharðasta klúbb landsins..

eitthvað segir mér að Teitur situr keikur áfram.

Ég er ekki móðgunargjarn KR-ingur Haukur.. dónt vorrí

Óskar Þorkelsson, 21.6.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Svartinaggur

Ég heyrði einu sinni fyrir þó nokkrum árum viðtal við Guðjón Þórðarson þáverandi þjálfara KR. Þar sagði hann að sér virtist að landið og miðin gleddust alltaf þegar KR tapaði. Er ég ekki frá því að hann hafi haft töluvert til síns máls miðað við móralinn í gegnum tíðina. Get ég svo sem viðurkennt að vera alveg laus við sorg þegar KR tapar.

Biðst svo velvirðingar á því að þessi athugasemd er kannski ekki alveg rökrétt framhald af skrifum málshefjanda.

Svartinaggur, 22.6.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Sigurjón

Ég verð að vera sammála síðasta ræðumanni.  Ég get engan veginn haldið með KR og vona í raun að þeir falli í haust.

Sigurjón, 23.6.2007 kl. 03:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband