Trúmál eiga að vera einkamál hvers og eins

Ég trúi á hið góða í manninum og trúi því meira að segja að ég eigi að lifa til að gera góða hluti í lífinu.

Samt trúi ég ekki eins og prestar og trúarleiðtogar boða, vegna þess að í mínum huga er allt of stór hluti þeirra loddarar og lygalaupar. Þetta á ekki við alla. Þeir sem ekki taka þessi orð til sín geta sleppt því að mótmæla.

Þegar þeir eru farnir að lofa nýjum húsum og flottum bílum verður manni eiginlega orðfall. Skinhelgi þessara manna bíður hér hnekki, þessir lygalaupar eru dottnir út úr hinu slepjulega hlutverki sínu að þykjast vera í sambandi við Guð. Segja þér í tíma og ótíma hvernig Guð vill að þú hagir þér, gefir kirkjunni þinni og almennt að ráðskast með tilveru þína.

Trú á Guð er huglægt fyrirbæri. Það er enga áþreifanlega sönnun að hafa fyrir tilvist hans og orð hans hafa ekkert gildi fyrir rétti þegar á reynir. Menn sem halda því fram fyrir rétti að Guð hefði sagt þeim að gera eitthvað eru bara metnir ruglaðir. Eins komst ég að því mér til sárra vonbrigða að það hefur aldrei fundist hin upprunalega Biblía, orð Guðs, og nýleg eru dæmi um að kirkjunnar menn séu að hnakkrífast um það hvað eigi að standa í henni. Vitað er að fiktað hefur verið við ætlaðan upprunalega texta Biblíunnar í gegnum aldirnar á kirkjuþingum. Hvernig getur hún þá verið orð Guðs?

Ef Guð er í alvöru til þá tel ég að maðurinn hafi í gegnum tíðina mistúlkað hann herfilega og þá að sjálfsögðu þeir sjálfskipuðu fulltrúar hans á jörðinni. Þeir sömu og seldu fólki syndaaflátsbréf til að fjármagna kirkjubyggingar, stóðu fyrir styrjöldum og hörmungum, hafa kúgað til sín eignir með hræðsluáróðri og enn þann dag í dag meina þeir fólki að nota verjur til að fyrirbyggja sjúkdóma á borð við AIDS.

Ég hvet til að fólk hugsi sjálfstætt um stóru tilvistarspurninguna. Ég trúi því ekki að almáttugur Guð, sé hann til, sé jafn gallaður og jafnvel helstu trúarspekingar halda fram. Ég trúi því ekki að hann láti mig hafa einbýlishús og nýjan bíl fyrir tilverknað sjónvarpsstjórans hjá Omega.

Að þessum orðum sögðum legg ég til að ríkið taki þjóðkirkjuna og önnur trúfélög af fjárlögum og geri trú að einkamáli hvers einstaklings og frjálsra félaga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir þessi orð þín Haukur !

Óskar Þorkelsson, 19.6.2007 kl. 10:26

2 Smámynd: Svartinaggur

Réttast væri að banna kirkjur og yfirhöfuð öll trúfélög með lögum. Breytum kirkjunum í bókasöfn eða félagsmiðstöðvar. Setjum alla presta, djákna og aðra guðfræðinga í kennarastörf nema Kalla; hann gæti fengið vaktstjórastarf á McDonald's. Gunnar í Krossinum gæti selt Landkrúsera í Toyotaumboðinu og starfað sem kynfræðslufulltrúi fyrir samtökin 78 í frístundum. Kaupum mat handa svöngu börnunum í Biafra fyrir allar gullstangirnar í hvelfingum páfagarðs og setjum páfann á safn og alla kardínálana í nálapúða.

Svartinaggur, 19.6.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Tru er góð,allir trúa á eitthvað/Guðtru er ekki verri en annað/En þjóðkirkja á ekki að vera til þar sem trufrelsi rikir/Eg er i O.H.S.og þar er mjög frjálsta að vera/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.6.2007 kl. 23:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband