Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
28.6.2007 | 08:06
Rúmum 4 árum eftir innrásina er enn allt í kalda koli þarna
Bandamenn hófu innrás í Írak í mars 2003 í þeim tilgangi að uppræta gereyðingarvopn Íraka. Þau fundust aldrei. Í framhaldi af því var reynt að halda því fram að Saddam Hussein styddi Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Það sannaðist aldrei. Þá var því haldið fram að Saddam Hussein hefði framið svo mikil illvirki á þjóð sinni að hann yrði að víkja. Hann drap aldrei jafn marga og herir bandamanna eru ábyrgir fyrir.
Þrátt fyrir þetta stendur íslenska ríkisstjórnin ennþá við stuðning sinn um innrásina í Írak og telur ekki ástæðu til að draga hann til baka og krefjast þess að afskiptum af innanríkismálum Íraka verði hætt með öllu.
Staðan í dag er sú að þarna er allt í kalda koli, fólk er drepið unnvörpum. Allt stjórnkerfi, heilbrigðs- og félagsmálakerfi, menntakerfi og annað í rúst. Til að bæta gráu ofan á svart dettur engum í hug að heimsækja þetta land, eiga við þá viðskipti eða á annan hátt að styðja aftur til sjálfsbjargar. Það eina sem skiptir enn máli er að halda áfram hernaðinum og stela olíunni.
Fólk er hætt að taka eftir fréttum frá Írak. Tölur um dauðsföll bera engin andlit. Og aldrei heyrum við neitt af þeim sem eru örkumla eftir þessar hamfarir. Fréttir af því að Paris Hilton gráti hafa nefnilega forgang!
Þessi pistill er sérstaklega ætlaður núverandi rikisstjórn því hún getur haft áhrif EF HÚN VILL ÞAÐ!
Tuttugu létust í sprengjutilræði um háannatímann í Bagdad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook
27.6.2007 | 21:52
Er raunveruleg ástæða fyrir ferðinni? Eða er þetta bara sumarfrí?
Mér finnst einhvern veginn eins og Samfylkingin, sem ég kaus að þessu sinni, sé búin að týna sér í valdastólunum og hafi tekist að gleyma öllum stórum kosningamálunum á ótrúlega stuttum tíma.
Nú er talað þvert á öll ummæli um stóriðju- og virkjunarmálin fyrir kosningarnar. Nú koma þau ríkisstjórninni bara ekkert lengur við. Íraksstríðið er harmað og ekkert gerist í þeirri deildinni. Sullað með fjármuni ríkisins í varnamálaútgjaldavitleysu sem mun líklega ekki eiga nein takmörk. Utanríkismálin teigð til Afríku með her manna þegar símtöl og netsamband dugir. Taka á upp stjórnmálasambönd út um allt bara til að koma gæðingunum fyrir í sendiherrastörfum og búa til tilefni til ferðalaga með fjölda fólks.
Þetta ætlar að verða hobbý nýja stjórnaraðalsins. Sumt fólk í opinberri þjónustu er búið að vera svo lengi við störf þar að fjármunir ríkisins eru því bara eins og hver annar ótæmandi uppspretta sem hægt er að sólunda að vild.
Hvar er ráðdeildin núna Ingibjörg Sólrún?
Ingibjörg Sólrún á leiðtogafund Afríkusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2007 kl. 08:18 | Slóð | Facebook
27.6.2007 | 11:02
Nýjung: Að skammast sín fyrir að gera vel
Ég er einn af þeim sem burðast við að reyna ná einhverjum tökum á golfinu. Þetta er á flesta lund hin ágætasta íþrótt, félagsskapur og útivera.
Oftast er hægt að segja að golfiðkunin sé til ánægju. Næstum alltaf er félagsskapurinn mjög góður, göngutúrinn fínn, veðrið misjafnt en maður er ekki alltaf ánægður með kúluspilið sjálft. Þannig er það hjá mér núna. Ég geri mig sekan um mun fleiri mistök á vellinum en forgjöfin mín gefur til kynna og það veldur því að forgjöfin hefur hækkað undanfarið ár.
Þá dettur manni í hug að fara til golfkennara og ég pantaði tíma hjá Úlfari Jónssyni, golfsnillingi og margföldum Íslandsmeistara.
Áður en Úlfar birtist í kennslutímanum náði ég í fötu af boltum og ákvað að hita aðeins upp. Mér til hálfgerðrar skelfingar voru næstum allir boltar strikbeinir! Úlfar kemur á svæðið og þessi beina vitleysa hélt bara áfram. Mér leið nú eins og algjörum hálfvita því ekkert var í raun hægt að kvarta yfir slættinum og í fyrsta skipti á ævinni skammaðist ég mín alvarlega fyrir að gera eitthvað vel. Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt!
27.6.2007 | 08:57
Frelsi rússa varaði aðeins í 10 ár - Sorglegt
Það er eins og að rússar hafi enga gæfu til að ástunda lýðræði. Samkvæmt þessari frétt eru þeir ekki fyrr komnir úr einræði kommúnista en þeir lenda í einræðisherranum Pútin.
Á Íslandi er þetta hins vegar okkar vandamál í viðskiptum. Við erum að fara úr einokun ríkisfyrirtækja yfir í einokun einkafyrirtækja og ég veit satt að segja ekki hvort er betra. Það er hægt að hafa örlítil áhrif á einokun ríkisfyrirtækja í gegnum kosningar en við höfum engin áhrif á einokun einkavæddu ríkisfyrirtækjanna.
Það er eins og lýðræðisjafnvægið geti aðeins varað í stuttan tíma. Eftir það taki einhvers konar einræði við oft og einatt í nafni lýðræðis. Íslendingar hafa verið sjálfstæð þjóð í 63 ár og það eru margir orðnir verulega óþolinmóðir að gera landið aftur að nýlendu, nú Evrópusambandsins, með alls kyns ruglrökum t.d. eins og að þá loksins verði matarverðið á Íslandi eðlilegt, yeah right!
Valdatíð borgarstjórans lengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2007 | 23:22
12 ára trommuleikari slær allt út!
Ég sá þetta video fyrir mörgum árum og Tony Royster er orðinn núna hærri í loftinu. Hlustið á þessa gargandi... segjum frekar sláandi snilld hjá 12 ára drengstaula sem varla nær upp í settið. Núna geta allir notið þess að sjá þetta á Youtube.
26.6.2007 | 11:46
Of fáranlegt til að lagfæra - Íslenskur aðall
Manni verður eins og öðrum oft hugsað til misskiptingar gæða í samfélaginu. Þessi misskipting er stundum óviðráðanleg. Við höfum til að mynda öll misgóðan grunn frá náttúrunnar hendi og við því er stundum lítið að gera. Við erum misfalleg, misgáfuð og mislánsöm. Ég held að flest séum við sammála um að lífið og tilveran sýni enga sanngirni.
Samt held ég að flest okkar séum sammála um að það sé óþarfi að ríkisvaldið og þeir sem við kjósum til að hafa vit fyrir okkur eigi ekki að auka á þessa misskiptingu með þeim lögum og reglum sem settar eru sem leikreglur í samfélaginu.
Ég er einn þeirra sem tel að breyta þurfi mörgum lögum til að afnema forréttindi sem ég er viss um að þorri almennings vill ekki þegar á reynir:
- Fiskveiðikvóti úthlutaður frítt. Margir velta sér upp úr milljarða verðmæti sem þeir eiga ekki skv. landslögum en halda ár eftir ár.
- Eftirlaun stjórnmálamanna. Ósanngjörn og heimtufrek lög sett í græðgiskasti manna sem voru að öfundast út í hina ný- og ofurríku sem fengu úthlutað ríkisfyrirtækjum og fjármálastofnunum á góðum kjörum.
- Milljarðastyrkir til bænda til að halda úti atvinnustarfsemi sem þorri almennings finnst alltof dýru verði keypt.
- Milljarðaútgjöld til þjóðkirkjunnar. Trúmál eiga að vera einkamál.
- Milljarðaútgjöld til lista- og menningarmála. Nútíminn þarf ekki að ausa fjármunum samfélagsins til að sumt fólk geti leikið sér á kostnað almennings.
- Milljarðaútgjöld til Ríkisútvarps. Það er löngu kominn tími til að losa sig við þetta fyrirbrigði.
- Milljarðaútgjöld til varnarmála. Nær væri að setja upp loftsteinaregnhlífar. Trúlega er hættan meiri þar.
- Milljarðaútgjöld til utanríkisþjónustunnar. (Ingi Geir Hreinsson)
- Milljarðaútgjöld í jarðgangaboranir úti á landi. (Ingi Geir Hreinsson)
- Minnka framlög til íþrótta, nema skákíþróttarinnar. (Anna Karen)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook
26.6.2007 | 08:56
Hún þarf leiðsögn...
... helst með Quentin Tarantino og félögum. Þeir vita nefnilega allt um séríslensku skotin. Britney myndi sko alveg falla flöt fyrir Ópal, Tópas, Brennivíni og öllu hinu. Britney þarf bara að læra að umgangast guðaveigarnar svo hún haldi ekki áfram að koma óorði þær.
Það væri líka alveg tilvalið að bjóða Paris Hilton með sér. Henni veitir ekki heldur af smá upplyftingu eftir dvölina í djeilinu.
Þá er aldrei að vita nema George Clooney sláist í hópinn eftir að Matt Damon dásamaði við hann dvölina hér.
Þetta væri líka sérdeilis gott fyrir fjölmiðlana hér í gúrkutíðinni að láta allan skarann elta þotuliðið í viku eða svo og fá aukadjobb við að mata erlendu fjölmiðlana á uppátækjunum hér.
Í lokin gæti Björk teymt allt búntið á Bessastaði til að hitta Óla og Dorrit í eitt dýrindis fótóopp.
Björk býður Britney til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2007 | 22:52
Óorði hefur verið komið á gredduna og vændið
Mér finnst eiginlega orðið hálf pínlegt að horfa upp á að frumþarfir mannsins séu rægðar jafn illilega og greddan. Hún er á fínu sparimáli kölluð "kynhvöt".
Einnig finnst mér að viðurkennd elsta starfsgreinin (meðal kvenna), vændið, sé niðurlægt með sífelldum árásum og þá aðallega fólks sem hefur ekki sérstaka þörf fyrir þessa þjónustu.
Það viðurkenna allir að greddan sé eðlilegur hluti af tilfinningum mannsins. Greddan á stærstan heiðurinn af því að viðhalda mannkyninu. Ég skil því alls ekki hvernig hægt er að taka þennan stærsta þátt í viðhaldi mannkynsins og niðurlægja í sífellu. Hvers konar þakklæti er þetta?
Það eru ekki allir svo lánsamir að eiga maka til að gamna sér við og njóta útrásar fyrir heilbrigða góða greddu. Handavinna, draum- og einfarir eru eins og að horfa á mynd af mat en fá aldrei að borða. Ég hef ekkert á móti vændi sé þar um að ræða jafn frjálsan verknað og á milli venjulegs nuddara og viðskiptavinar.
Það eru hins vegar nauðgararnir, barnaníðingarnir, hvítu þrælasalarnir og fleiri sem koma óorði á gredduna og vændið með sama hætti og áfengissjúklingarnir koma óorði á brennivínið. Ökuníðingarnir koma óorði á sportbílana og fleira mætti upp telja. Er ekki kominn tími til að hætta forræðishyggjunni og eyða fyrirhöfn og fjármunum í að laga það sem aflaga fer í stað þess að banna alla skapaða hluti vegna mögulegs óþverraháttar mikils minnihluta fólks í samfélaginu.
Lengi lifi heilbrigð gredda og .... nei ég má víst ekki segja það... þá hvet ég til lögbrota.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook
24.6.2007 | 15:02
Hvenær er búið að æfa of mikið?
Við Gunni spiluðum hjá Nesklúbbnum í gærkvöldi og það gekk bara fínt. Það er alltaf miklu auðveldara að spila þegar maður verður var við að hópurinn er í góðum gír áður en maður kemur á svæðið.
Maður verður var við að það er mikill munur á spilamennskunni hjá okkur og aðstöðunni frá því við spiluðum í hljómsveit saman 1975 og nú. Í þá daga kunnum við eiginlega ekki neitt og hjökkuðum á 20 lögum kannski allt kvöldið og þótti það bara ágætt. Nú er prógrammið á fjórða hundrað lög og þá er hausverkurinn fólginn í því hvað á að velja. Í morgun setti ég upp spilalistann og varð eiginlega hálf gramur að hafa ekki komið að fullt af lögum sem ég tel okkur fara vel með.
Þetta eru breyttir tímar... og við orðnir gamlir kallar með of mikinn farangur.
22.6.2007 | 16:35
Blaðið hvetur til stóraukinna útgjalda í varnarmálum með ruglrökum
Ólafur Stephensen ritstjóri Blaðsins finnur að því að menn í bloggheimum kvarti yfir því að auka eigi útgjöld til varnarmála og telur það bara "söng" að margir okkar bloggaranna vilji sjá þessum peningum frekar varið til velferðamála af ýmsu tagi.
Það er með öllu ótækt að ritstjórinn beri varnarmál saman við jafn ólíka hluti og útgjöld til slökkviliðs og innbrotsvarna í húsum. Það má benda honum á að Ísland hefur ekki haft neina ástæðu til að vera með varnarlið. Jafnvel ekki einu sinni í kalda stríðinu. Það eru nefnilega enginn þannig auðæfi á Íslandi að það tæki því að hertaka þetta land eins og t.d. Írak þar sem bandaríkjamenn eru nú að dæla upp olíunni og stela í stórum stíl.
Ég vil ennfremur benda ritstjóranum á að það eru engin rök að halda því fram að aðrar þjóðir verji svo og svo miklu til varnarmála. Bæði er að þau hafa jú flest öll verið oftar í stríði en þau kæra sig um að telja upp, auk þess er Ísland eyríki sem hefur bestu náttúrlegu varnir sem hugsast getur: Heilt Atlantsshaf. Íslendingar eru einhver mesta friðsemdarþjóð veraldarsögunnar og við eigum að halda okkur á þeim stalli og helst hlutlausir með öllu. Hver vill núna verja aðgerðir bandaríkjamanna í Írak? Hvernig dettur ritstjóranum í hug að láta eins og allt að 22 milljarða útgjöld til varnarmála sé eitthvað ásættanlegt? Hver kenndi honum að fara með fjármuni?
Eina ógnin er hryðjuverkaógn vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Ef við berum gæfu til að koma okkur út af lista hinna viljugu þjóða og lýsa klárri andstöðu við þetta stríð sem farið var út í á tómum lygum er okkur að mestu borgið öryggislega séð. Okkur nægir að efla lögreglu og landhelgisgæslu í þessu sambandi.
Það er endalaust hægt að kaupa tryggingar gegn hverju sem er og ég er að vona að fleiri en ég sjái að hundruð milljóna útgjöld til varnarmála skila okkur engu svo lengi sem við höldum utanríkispólitík okkar á farvegi friðar fremur en afskiptasemi af málum þjóða sem við vitum ekkert um og eigum ekkert að skipta okkur af.
Mér þykir við hæfi að ritstjóri Blaðsins velji nú þetta blogg til birtingar í blaðinu, þeir hafa áður leyft sér að birta blogginn mín á síðum blaðsins, stundum dag eftir dag. Núna óska ég beinlínis eftir því svo hin hliðin heyrist hjá þessu ágæta Blaði, helst óstytt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson