Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
30.5.2007 | 17:18
Hringja í lögguna Kormákur!
Það er ótrúlegt að heyra Kormák tala í svona vælutón. Ef einhver er að brjóta lögin þá hringir hann í lögguna og lætur bara fjarlægja hinn brotlega, fangelsa og sekta!
Ég bíð bara eftir því að það verði líka bannað að selja hitt eitrið, áfengu drykkina. Þá fyrst verður þetta almennilegt andfíkladæmi bæði reyklaust og drykklaust! Þá fyrst má Kormákur fara að spá í lokun fyrir alvöru. Í millitíðinni getur verið, að við sem erum hættir að reykja, kíkjum kannski í heimsókn í hreina loftið.
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2007 | 13:58
Eitthvað annað en Hummer drusla í innkeyrsluna!
Ég hef undrast að sumir kaupa sér krómaða og hasta Hummer herjeppa til að sýnast með í innkeyrslunni sinni.
Um leið og ég aur ætla ég að kaupa svona skriðdreka og þá get ég líka um leið hætt að virða umferðarreglurnar. Keyri bara yfir Hummer skröltormana sem verða að þvælast fyrir mér
Lítið notaðir skriðdrekar til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2007 | 11:38
Loksins tekinn alvarlega sem stjórnmálamaður - með gríni!
Þá er maður þá loksins orðinn að alvöru stjórnmálamanni. Það gerist þegar einhver ákveður að fíflast í þér. Halldór á Blaðinu er að vísu ekki alveg með nafnið mitt, útlitið mitt eða önnur ómerkileg smáatriði á hreinu og bílaeignina, en annað stenst nokkuð vel.
Halló, Halldór! Ég heiti HAUKUR NIKULÁSSON ekki bara eitthvað Marteinn Valsson dæmi
30.5.2007 | 10:06
Blaðið eða Fréttablaðið?
Þessi tvö fríblöð standa manni til boða á morgnana. Ég er löngu hættur að kaupa Moggann enda les ég það helsta úr honum á vefnum og finnst ekki óþægilegt að lesa á tölvuskjá. Mörgum finnst óþægilegt að lesa á tölvuskjá og þar ræður vaninn náttúrulega mestu.
Ég hins vegar gerði þá uppgötvun í morgun að mér finnst eiginlega miklu skemmtilegra að lesa Blaðið heldur en Fréttablaðið. Finnst mér vera mun meira af bitastæðum greinum í því heldur en Fréttablaðinu. Uppsetningin á Blaðinu er að mínu mati einhvern veginn líflegri. Ég stend mig auk þess að því að vera óánægður að fá ekki Blaðið á mánudagsmorgni og verð að láta Fréttablaðið duga.
Hver er þín skoðun á þessu?
30.5.2007 | 08:51
Mannslífin mismunandi metin - Hræsni vesturlandabúa
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Madeleine McCann er saknað í Portúgal. Foreldrar hennar voru að skemmta sér og skyldu dótturina eftir án umsjár á hótelinu á meðan, sögðust hafa kíkt inn til hennar við og við. Eitthvað finnst mér vanta í þessa frásögn. A.m.k. blasir við, hið minnsta, verulegt ábyrgðarleysi foreldranna og vanræksla.
Mikið hefur verið látið með þetta mál. Foreldrarnir hafa fengið pláss í öllum mögulegum og ómörgulegum fjölmiðlum til að leita dótturinnar og gengur þetta meira að segja svo langt að ég fæ ótal keðjubréf og ruslpósta senda í þessu sambandi. Foreldrarnir hafa fengið áheyrn hjá sjálfum Páfanum í Róm og mér þykir eiginlega alveg nóg um umstangið í þessu máli vegna þess að þetta leiðir hugann að því hvernig mannslífin eru metin. Þótt ég hafi samúð með aðstandendum Madeleine McCann get ég ekki lengur orða bundist.
Foreldrar Madeleine hitta páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook
29.5.2007 | 14:18
Var Ágústi Ólafi refsað fyrir að vera of beittur í kosningabaráttunni?
Mér er það svolítið hugleikið hvers vegna varaformaður Samfylkingarinnar á ekki sæti í nýrri ríkisstjórn þar sem flokkurinn fær sex ráðherra.
Mér verður hugsað til þess að Ágúst Ólafur beitti sér duglega í kosningabaráttunni og átti góða spretti þar sem hann gagnrýndi sitjandi stjórn harkalega og lét líka finna fyrir sér í sjónvarpsumræðum.
Ég er einn þeirra sem telja að hann hafi staðið sig mjög vel í þessari kosningabaráttu og halað inn fullt af atkvæðum. Stundum er það reyndar svo að þeir sem draga vagninn hljóta ekki umbun erfiðis síns.
Var þetta meira en væntanlegur samstarfsflokkur í ríkisstjórn þoldi? Var hann kaffærður í ljósi ungs aldurs? Var hann of vel menntaður? Var hann of fljótur að gefa eftir sæti vegna skorts á persónulegum metnaði og vildi ekki vera frekur? Skoðanir á þessu einhverjir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook
28.5.2007 | 00:19
Helgin ekki búin og hér er Tracey Ullman!
Þetta lag er ótrúleg samsetning. Einfalt í öllu sniði en getur samt komið út gæsahúð. Spilið þetta bara svolítið hátt og með góðum bassa og segið mig ljúga!
Lagið er They don't know frá árinu 1983, þá er Tracey 24 ára. Hún fékk Paul McCartney til að taka þátt í myndbandinu og endurgreiddi síðan greiðan þegar hún lék í myndinni "Give my regards to Broadstreet" sem McCartney gerði stuttu síðar.
Höfundur lagsins, þá 17 ára stelpa að nafni Kirsty MacColl, söng bakrödd í upptökunni.
Tracey Ullman er ensk gamanleikkona sem fluttist til bandaríkjanna og fékk þar eigin sjónvarpsþátt sem gekk mjög vel. Í þessum þáttum hennar birtust til að mynda stuttir teiknisketsar með Simpsons fjölskyldunni og var það upphafið að ferli þeirrar stórkostlegu seríu. Julie Kavner sem talar fyrir Marge Simpson og fleiri lék mikið í sketsum í þáttum Ullman.
Lítið hefur farið fyrir Ullman hin síðari ár. Hún er nú 48 ára gömul.
27.5.2007 | 01:28
Afneitun stuðnings við Íraksstríðið er besta vörnin
Ég er ekki í nokkrum vafa um að eina ógn við íslendinga eru hryðjuverkamenn sem myndu vilja hefna fyrir stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar við stríðsrekstur bandamanna í Írak.
Ef Solla hefur vit á að koma Íslandi af lista yfir stuðningsþjóðir við stríðsreksturinn þá er það besta aðgerðin sem hún getur framkvæmt í sambandi við öryggismál Íslands.
Aðrar ógnir eru nánast bara fræðilegar og því óþarfi að vera ausa fé í norðmenn, dani og fleiri til að fljúga og sigla í kringum landið í einhverjum herleikaraskap til að róa taugarnar í Birni Bjarnasyni hermálaáhugamanni og fólki sem honum tengjast andlega. Manni dettur stundum í hug að Björn Bjarnason og Donald Rumsfeld séu andlega skyldir. Rumsfeld er farinn, Björn situr enn.
Solla, hugsaðu sjálfstætt og viðurkenndu að loftsteinar eru eiginlega meiri ógn en flest annað í þessum efnum gagnvart Íslandi.
Íslendingar á tímamótum í öryggismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook
26.5.2007 | 12:51
Fleiri lög í spilarann
Í tilefni langrar helgar hef ég bætt inn slatta af lögum inn á spilarann. Þetta eru eigin demo upptökur teknar upp í heilu lagi beint af mixer í lifandi flutningi.
Ég syng og spila gítar og er með forritaðan undirleik af tölvu (MIDI skrár). Sum laganna eru þó bara gítar og söngur.
Við Gunnar Antonsson höfum verið að spila mikið undanfarið og erum komnir með um 200 laga prógram. Við syngjum og spilum á tvo gítara en það er líka hægt að taka tölvuna með og vera þannig með fullútsetta tónlist eins og er hér í spilaranum. þannig að ef ykkur vantar söng og spil í afmæli, brúðkaup eða þess háttar þá fáumst við fyrir rétt verð. (Smá plögg!)
25.5.2007 | 08:15
Sukiyaki - Eina japanska dægurlagið til að verða vinsælt á vesturlöndum
Þessi ljúfsári söngur var eitt af mínum uppáhaldslögum þegar ég var strákur og var spilað ótæpilega upp úr árinu 1963 og hélt vinsældum sínum mjög lengi. Þetta lag er enn í uppáhaldi hjá mér og var nýlega notað í íslenskri bankaauglýsingu ef ég man rétt.
Lagið heitir á japönsku "Ue o muite aruko" sem þýðir "Ég horfi upp meðan ég geng" og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg.
Söngvarinn, Kyu Sakamoto, var kvikmyndaleikari og þetta lag var eiginlega kvikmyndalag sem hann söng. Hrifnæmur ameríkani staddur í Japan keypti plötuna og hafði með sér heim til bandaríkjanna. Lagið var spilað á útvarpsstöð og vinsældir þess urðu í kjölfarið svo miklar að lagið náði því að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar vestra og er eina japanska dægurlagið sem náð hefur vinsældum í vesturheimi sungið á japönsku. Á vesturlöndum fékk lagið nafnið Sukiyaki til einföldunar sem á ekkert skylt við rómantískt innihald þess þar sem það er bara heiti á japönskum kjötrétti.
Kyu Sakamoto lést í flugslysi nærri Tokyo árið 1985 þegar þota frá Japan Airlines fórst með 520 farþega innanborðs. Hann varð 43 ára.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson