Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 17:00
... en hvað ef fólk lofar að gera þetta hljóðlega?
Við, sem teljum okkur komin til vits og ára, vitum að það er hægt að gera þetta allt saman mjög hljóðlega.
Í flugvélum er yfirleitt nægilega mikill vélargnýr til að þetta ætti varla að koma að sök.
Úr því verið er að selja tvíbreiða rúmaðstöðu ætti að vera nokkuð ljóst að fólk sem lætur sér leiðast í kannski 11 klukkutíma flugi teldi það sjálfsagt að iðka létta prívatleikfimi í einkaklefa á meðan, fari það sæmilega hljóðlega að því!
Finndist mér einnig rétt að fólkið í einkaklefunum ætti rétt á að fá skrautritað og innrammað skjal um að hafa komist í "Mile high" klúbbinn frá flugfélaginu. A.m.k. væri það athyglisverðara skjal heldur en þessi aulalega staðfesting um að hafa komist á leiðarenda eins og þeir afhentu í fyrstu ferðinni.
Háloftakynlíf bannað í risaþotu Airbus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook
30.10.2007 | 17:11
Leynimakk á Íslandi má þá kosta 2.6 milljarða til að halda réttum hlutföllum
Ísland er skemmtilega nálægt því að vera 1/1000 hluti af íbúatölu Bandaríkjanna og því auðvelt að deila í með 1000 til að fá út hvað væri rétt hlutfall á Íslandi.
Björn Bjarnason hefur lengi haft áhuga á herbrölti og leynimakki. Hér hefur hann væntanlega prýðileg rök til að koma á íslenskri leynimakksstöð til að njósna um okkur og aðra.
Ég vona samt að íslendingar nái ekki fram þessu hlutfalli af eyðslu Bandaríkjamanna.
Í Bandaríkjunum deyja árlega 30-40.000 manns vegna skotvopnaeignar þeirra sem rekja má til þess réttar í stjórnarskrá að mega bera vopn á sér. Ef þetta hlutfall væri yfirfært til Íslands þá færust hér 30-40 manns árlega af þessum sökum. Við getum stundum glaðst yfir því að vera öðruvísi en kaninn!
Bandaríkin eyða á þriðja þúsund milljarða króna í leyniþjónustu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2007 | 13:20
Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur farnir að sýna eiganda sinum tennurnar
Mér farið að blöskra aumingjagangurinn hjá stjórnendum borgarinnar gagnvart öllu klúðrinu í sambandi við tilraunir forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og hans manna við að koma fyrirtækinu með góðu eða illu í hendur einkaaðila.
Það er eitthvað svo stórkostlega bilað að fylgjast með Svandísi Svavarsdóttur eiga í málaferlum við fyrirtækið og henni (fulltrúa eigenda þ.e. borgarinnar) er bent kurteislega á, af lögmanni Orkuveitunnar, að henni komi málefni Orkuveitu Reykjavíkur ekki rassgat við!
Ef þetta er ekki orðið tilefni til að reka þessa karla þá veit ég ekki hvað meira þeir þurfa að gera af sér. Aumingjagangur í meðferð þessarar eignar okkar borgarbúa er ekki viðunandi. Nú þarf nýi meirihlutinn að reka af sér slyðruorðið þ.e. ef hægt er að koma því í gegnum hinar spilltu leifar gamla meirihlutans.
30.10.2007 | 08:54
... Elvis has left the building!
Elvis Presley flytur hér líklega eitt af vinsælustu dægurlögum sögunnar. Þetta var þó ekki "hans" lag heldur Unchained melody. Þetta myndskeið er tekið u.þ.b. 6 mánuðum vikum fyrir dauða hans árið 1977 en það verður ekki merkt sérstaklega af þessum flutningi.
Elvis verður alltaf kóngurinn og lifir enn...
29.10.2007 | 14:07
Er nefndarskipun ekki bara nútíma birtingarmynd fyrir sjálftöku og mútur?
Ég er enn að furða mig á þeirri bíræfni sem felst í skipun Ingu Jónu Þórðardóttur sem nefndarformann byggingarnefndar hátæknisjúkrahússins í stað hins brottrekna Alfreðs Þorsteinssonar. Ég er líka að reyna sjá fyrir mér góðlega bangsaandlitið á okkar geðþekka forsætisráðherra, Geir H. Haarde, þegar hann skipar Guðlaugi að skenkja fjölskyldunni hans þennan feita fjárveitingarbitling.
Ég geri nefnilega ekki ráð fyrir að nefndarmenn séu þarna launalausir eða hvað?
Hvað fékk Alfreð Þorsteinsson í laun fyrir þetta? Voru þau það há að hann finnur sig knúinn til að agnúast út í Guðlaug Þór hvenær sem færi gefst? Hversu feitt "starf" tók Guðlaugur "vinur hans" af honum?
Þegar maður horfir yfir skipun í opinber störf og umræður um laun þykir manni sem stjórnmálamenn hafi hugsanlega dottið í öfund í garð auðmanna og séu að reyna nálgast það með því að stunda sjálftöku launa og skipa hvern annan í nefndir til að hækka þau. Var það ekki hjá ríkinu sem menn fundu upp hugtakið óunnin yfirvinna? Nýlegar eru fréttir að margar nefndir komi ekki saman mánuðum saman og þá hlýtur það að falla undir óunnin en launuð nefndarvinna.
Mér þykir það ennfremur með ólíkindum að varaborgarfulltrúar séu með 300.000 í laun eins og t.d. Sóley Tómasdóttir. Eitthvað finnst mér að hljóti að vera falskur tónn í málflutningi Vinstri grænna þegar varamennirnir þeirra eru komnir með nálægt þreföld viðurværislaun öryrkja og annarra sem ekki eiga sterka málsvara. Flestir eru þó varamennirnir með aðalstarf að auki.
Er ég einn um að finnast þetta orðin fullmikil óskammfeilni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook
29.10.2007 | 09:46
Guðjón hefði hentað betur en Ólafur
Ólafur er góður þjálfari. Við höfðum góða reynslu af honum hjá Þrótti og hann hefur náð góðum árangri hvar sem hann hefur verið. Hann er því til alls góðs maklegur.
Um landsliðið finnst mér gegna öðru máli. Þó að Ólafur sé góður þjálfari þá er hann ekki eins blóðugur upp fyrir haus eins og Guðjón. Þetta er þá í þeirri merkingu að ég tel landsliðið ekki þurfa þjálfara heldur miklu fremur brjálaðan leiðtoga sem öskrar þessa stráka í stuð á réttu augnabliki fyrir leiki. Þeir fá svo góð frí frá honum á milli!
Stjórn KSÍ ætti að vera kunnugt um þetta en hér lítur út fyrir að þeir vilji áfram vera í náðugu djobbi því Ólafur er allt of líkur "þægu" strákunum sem hafa verið viðloðandi landsliðið allt of mörg undanfarin ár með allt of skaplausum árangri.
Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2007 | 09:53
Hætti öll Snow Removal deildin?
Eitthvað virðist augljóst að vallarstarfsmenn hafi verið óviðbúnir fyrstu hálku á vellinum og ég velti því fyrir mér hvort starfsmenn Snow Removal deildarinnar hjá Slökkviliðinu hafi allir verið reknir? Er hægt að kenna reynslu- og fyrirhyggjuleysi hér um? Eða voru þetta mistök flugmannsins?
Það læðist að mér að hér sé um enn eitt klúðrið að ræða í tengslum við viðtöku á varnarsvæðinu og flugvellinum.
Óbeint tengt þessu eru fréttir af seinagangi við að rannsaka eignaumsýslu utanríkisráðuneytisins og þá sérstaklega Valgerðar Sverrisdóttur á fasteignum sem frostsprungu fyrir réttu ári. Á þeim tíma taldi ég að um hátt í eins milljarðs tjón hefði orðið þarna en það mál hefur bara verið þaggað niður.
Reyndar finnst mér með ólikíndum að aðalsökudólgurinn í því máli, fyrrverandi utanríkisráðherra, rífur nú bara kjaft um seinagang í meðferð málsins. Henni liggur greinilega mjög á að fá áfellisdóminn, hún bar nefnilega sjálf langmestu ábyrgð á því klúðri öllu sem ráðherra.
Farþegaflugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 22:11
Út með Alfreð - Inn með Ingu Jónu, sérfræðing í byggingu hátæknisjúkrahúsa!
Ég held að ég þurfi ekki að tjá mig mikið um þetta.
Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona forsætisráðherrans á að sjá um úthlutun fjár og verkefna á stærsta og einu flóknasta byggingarverkefni í sögu borgarinnar. Hún er örugglega sérfræðingur í byggingu og skipulagi hátæknisjúkrahúsa...??
Allt kemur þetta til af því að Davíð varð lasinn. Hefði Davíð skyndilega orðið gamalmenni hefði þetta orðið hátæknielliheimili.
Orðið "spilling" er of smávaxið. Það þarf orðið að finna eitthvað sem er stórfenglegra.
Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook
25.10.2007 | 08:51
Landsmenn allir borgi sportdvöl á eldfjallaeyju
Ég viðurkenni að ég læt pirrast yfir því að fólk, sem býr á sérkennilegum, fámennum og erfiðum stöðum úti á landi, geri endalausar kröfur um að fá sama lifistandard og þeir sem búa í hagkvæmara þéttbýli.
Það er eins og þetta fólk hafi engan skilning á því að þau eru að gera kröfur um að aðrir borgi fyrir þá sérvisku sem felst í því að búa á stöðum sem eru óaðgengilegir vegna samgangna eins og Vestmannaeyjar og Grímsey.
Vestmannaeyjar eru sér kapítuli. Þarna eru virk eldfjöll og það var gerð misheppnuð tilraun til að koma þessu liði öllu saman í land árið 1973 með ærnum tilkostnaði sem þjóðin borgaði og það dugði ekki til. Þetta lið sækist í að vera í eldgígnum og aftur eigum við að kosta milljörðum af sameiginlegu skattfé almennings til að halda þessari vitleysisbyggð úti. Þetta svæði hentar ekki fyrir neitt nema sumarhús í mesta lagi.
Kjósi ég að flytja til Loðmundarfjarðar ásamt fjölskyldunni get ég samkvæmt þessu gert kröfu um að þar verði boruð jarðgöng, reist heislugæslustöð, íþróttahús og ráðhús af því að ég eigi rétt á því sama og aðrir. Meira að segja Vestmannaeyingum dytti ekki í hug að taka undir með svoleiðis rugli.
Það er kominn tími til að stjórnmálamenn taki á þessum málum. Þétting byggðar er orðin nauðsynleg og sérviska í búsetuvali á að vera á kostnað þeirra sem kjósa að vera á stöðum eins og í Vestmannaeyjum.
Vilja að ný Vestmannaeyjaferja beri 55 bíla og 350 farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook
24.10.2007 | 13:16
Setjið European City Guide beint í ruslið - Sparið ykkur 86.000 krónur!
Aftur er gerð tilraun til að svíkja út úr landanum peninga með lævísum hætti.
Bara á skrifstofuna hingað bárust 3 bréf frá þessum aðila sem platar þig til að skrifa undir að upplýsingar um fyrirtæki þitt í þjónustuskrá þeirra séu réttar. Margir uppgötva ekki að í leiðinni eru þeir að skuldbinda sig til að greiða 86.000 krónur (987 Evrur) skv. stöðluðum samningi.
Bara til að spara ykkur leiðindin: Setjið bréfið frá European City Guide beint í ruslið!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson