... en hvað ef fólk lofar að gera þetta hljóðlega?

Við, sem teljum okkur komin til vits og ára, vitum að það er hægt að gera þetta allt saman mjög hljóðlega.

Í  flugvélum er yfirleitt nægilega mikill vélargnýr til að þetta ætti varla að koma að sök.

Úr því verið er að selja tvíbreiða rúmaðstöðu ætti að vera nokkuð ljóst að fólk sem lætur sér leiðast í kannski 11 klukkutíma flugi teldi það sjálfsagt að iðka létta prívatleikfimi í einkaklefa á meðan, fari það sæmilega hljóðlega að því!

Finndist mér einnig rétt að fólkið í einkaklefunum ætti rétt á að fá skrautritað og innrammað skjal um að hafa komist í "Mile high" klúbbinn frá flugfélaginu. A.m.k. væri það athyglisverðara skjal heldur en þessi aulalega staðfesting um að hafa komist á leiðarenda eins og þeir afhentu í fyrstu ferðinni.


mbl.is Háloftakynlíf bannað í risaþotu Airbus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki það að ég þekki inn á þitt kynlíf Haukur en þú hefur hingað til ekki verið talinn hljóðlátur maður

Guðmundur Zebitz (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég gæti bæði búið til hljóð og ekki Zebbi, ég er þokkalega fjölhæfur!

Haukur Nikulásson, 31.10.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Humorin þinn er þarna einlægur Haukur/eg mundi freistast/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.11.2007 kl. 07:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband