Er nefndarskipun ekki bara nútíma birtingarmynd fyrir sjálftöku og mútur?

Ég er enn að furða mig á þeirri bíræfni sem felst í skipun Ingu Jónu Þórðardóttur sem nefndarformann byggingarnefndar hátæknisjúkrahússins í stað hins brottrekna Alfreðs Þorsteinssonar. Ég er líka að reyna sjá fyrir mér góðlega bangsaandlitið á okkar geðþekka forsætisráðherra, Geir H. Haarde, þegar hann skipar Guðlaugi að skenkja fjölskyldunni hans þennan feita fjárveitingarbitling. 

Ég geri nefnilega ekki ráð fyrir að nefndarmenn séu þarna launalausir eða hvað?

Hvað fékk Alfreð Þorsteinsson í laun fyrir þetta? Voru þau það há að hann finnur sig knúinn til að agnúast út í Guðlaug Þór hvenær sem færi gefst? Hversu feitt "starf" tók Guðlaugur "vinur hans" af honum?

Þegar maður horfir yfir skipun í opinber störf og umræður um laun þykir manni sem stjórnmálamenn hafi hugsanlega dottið í öfund í garð auðmanna og séu að reyna nálgast það með því að stunda  sjálftöku launa og skipa hvern annan í nefndir til að hækka þau. Var það ekki hjá ríkinu sem menn fundu upp hugtakið óunnin yfirvinna? Nýlegar eru fréttir að margar nefndir komi ekki saman mánuðum saman og þá hlýtur það að falla undir óunnin en launuð nefndarvinna.

Mér þykir það ennfremur með ólíkindum að varaborgarfulltrúar séu með 300.000 í laun eins og t.d. Sóley Tómasdóttir. Eitthvað finnst mér að hljóti að vera falskur tónn í málflutningi Vinstri grænna þegar varamennirnir þeirra eru komnir með nálægt þreföld viðurværislaun öryrkja og annarra sem ekki eiga sterka málsvara. Flestir eru þó varamennirnir með aðalstarf að auki.

Er ég einn um að finnast þetta orðin fullmikil óskammfeilni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei

Óskar Þorkelsson, 29.10.2007 kl. 18:27

3 Smámynd: halkatla

Neibbz

halkatla, 29.10.2007 kl. 18:29

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já!

Bara varð að vera ósammála. Er það samt í raun ekki, allavega ekki að öllu leiti. Inga Jóna var nú samt varaformaður byggingarnefndar hátæknisjúkrahússins, svo það er ekki með öllu óeðlilegt að hún taki við... þannig.

En með varaborgarfulltrúalaunin og það allt er ég alveg sammála. Ekki segja neinum, samt.

Ingvar Valgeirsson, 29.10.2007 kl. 21:45

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvernig geta Sjálfstæðismenn (trúir sínum!) verið annað en ósammála manni

Haukur Nikulásson, 29.10.2007 kl. 23:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband