Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
24.10.2007 | 11:24
Guðjón Þórðarson sem landsliðsþjálfara!
Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að hugsa þessa fyrirsögn. Mér geðjast nefnilega hreint ekkert að persónu Guðjóns Þórðarsonar. Mér finnst Eyjólfur Sverrisson hins vegar mun geðþekkari, hann bara ónýtur þjálfari hjá landsliðinu.
Heimurinn er bara ekki svartur eða hvítur. Guðjón hefur náð árangri sem þjálfari þrátt fyrir augljósa persónugalla. Þessir gallar virðast jafnvel hjálpa honum í þessu starfi.
KSÍ þarf að brjóta odd af oflæti sínu og viðurkenna að líklega er enginn hentugri en Guðjón í þetta starf og þeir eigi bara að kyngja því að erfitt geti verið að vinna með honum. Hver segir svo sem að framkvæmdastjórn KSÍ eigi að vera í "náðugu" djobbi? Þetta er leikur fyrir harða karla og það er kominn tími til að velja þann harðasta til að ná árangri.
Það er engin ástæða til að kvelja Eyjólf á þessu starfi lengur, látið Guðjón strax taka við fyrir leikina gegn Danmörku og Svíþjóð.
Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 10:27
... og svo kemur SVARTA kortið!
Mér sýnist flest sem snýr að nýjum hugmyndum hjá Evrópusambandinu snúast um það hvernig hægt er að velja inn í ESB allt sem er því í hag og halda skítnum fyrir utan. Þannig á að velja til Evrópusambandsins rjómanum af hæfileikafólki frá þriðja heiminum og halda undirmálsliðinu úti.
Næsta skref er að hefja úthlutun á svörtu korti. Svarta kortið væri þá úthlutað til þeirra einstaklinga innan Evrópusambandsins sem eru áþján á þessu fyrirmyndar framtíðarþjóðfélagi sem ESB á að verða.
Svart kort færðu ef þú er fatlaður, öryrki, gamalmenni, geðveikur, kynvilltur eða bara leiðinlegur. Svart kort þýðir að þú færð stutta vist í nokkurs konar "baðklefa".
Tillaga um blátt kort ESB lögð fram í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 08:08
Hitler vann!
Evrópusambandið er í raun hugarfóstur Adolfs Hitlers um Stór-Þýskaland og "lebensraum".
Blair verður væntanlega forseti ESB án þess að kjósendur og þegnar þessara ríkja hafi nokkuð með það að segja. Þetta er sami maður og stóð fyrir innrásinni í Írak og er ábyrgur fyrir dauða hundruða þúsunda íraka.
Þetta er maðurinn sem sumir íslendingar vilja fá sem sinn yfirforseta með inngöngu í Evrópusambandið. Halda menn að stjórn Evrópusambandsins vilji fá Ísland í bandalagið af því að það sé svo gott fyrir íslendinga? Með Íslandi fengi ESB risastórt hafsvæði, ríkuleg fiskimið, gott landrými og ótrúlega fáa íbúa sem engu myndu ráða.
Maður segir bara á góðri ný-íslensku: Think again!
Blair kann að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook
23.10.2007 | 20:54
Skysports dæmdi Eið Smára einn slakasta manninn í liði Barcelona?
Ég tek strax fram að ég sá ekki leikinn. Skysports gefur leikmönnum Rangers 87 í heildareinkunn á byrjunarliðinu og Barcelona 79 þrátt fyrir að síðarnefnda liðið hafi stjórnað leiknum. Eitthvað eru þessar einkunnagjafir bretanna skrýtnar (hlutdrægar?!).
Eiður Smári fékk lægstu einkunn leikmanna Barcelona eða 6 ásamt þremur öðrum.
Þótti mönnum Eiður Smári vera góður?
Eiður góður í markalausu jafntefli Rangers og Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 20:18
Hið endanlega hámark móðursýkinnar!
Þær rifu í hár sitt og föt. Fóru hamförum í sætum sínum, grétu, hlógu, hoppuðu og létu öllum illum látum. Það mátti halda að þær væru gjörsamlega andsetnar.
Hugsið ykkur, öll þessi læti voru vegna hljómsveitar sem var með eitt af sínu fyrstu frægu lögum af mörgum. Maður býst alls ekki við að sjá svona hamfarir í aðdáun aftur!
Þetta eru Bítlarnir á tónleikum í Manchester 1963 og flytja hér She loves you.
23.10.2007 | 12:42
Allt áfengi í matvörubúðir
Það er hægt að færa rök fyrir öllu, líka því að banna bíla á þeim forsendum að þeir valdi u.þ.b. 30 dauðsföllum árlega. Með sömu rökum má banna lambakjöt því offita verði fjölda fólks að aldurtila á hverju ári. Kokkteilsósu ætti þá að banna á þeim forsendum að það sé "kransæðakítti".
Sams konar rök og að ofan eru notuð af þeim sem ekki vilja leyfa sölu á áfengum drykkjum í venjulegum verslunum.
Mín skoðun er sú að það sé of langt gengið í að reyna að verja minnihluta fólks, sem ekki getur með áfengi farið. Það er ekki viðunandi að fólk sem vill hafa t.d. rauðvín með góðum mat að það þurfi að sækja máltíðina á óþarflega marga staði með tilheyrandi tíma, kostnaði og fyrirhöfn. Sú árátta forræðishyggjufólks að vandræði hinna fáu eigi að bitna á heildinni er óþolandi.
Það hlýtur öllu hugsandi fólki að verða ljóst að það er trúlega stærra vandamál falið í offitu nútímamannsins og það væri frekar að gera ætti aðgengi að mat erfiðara en nú er til að bæta almennt heilsufar. Ég tel að fæstir vilji sjá forræðishyggjuna ganga svo langt. Þess vegna á að leyfa sölu á öllu áfengi í búðum á meðan samfélagið ákveður að þetta séu leyfðar neysluvörur.
Áfengisvandamál verður aldrei "læknað" með því að takmarka aðgengi. Sem óvirkur tóbaksfíkill á ég vindla heima hjá mér og eldfæri. Aðalatriðið er að fíklar láti vandamálið í friði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook
18.10.2007 | 13:39
Einkavæðum ríkið - Fáum Björgólf Thor sem nýjan kóng!
Mér sýnist að atburðir undanfarinna daga veki mann til umhugsunar um að verið sé að einkavæða borgina með aðförinni að Orkuveitu Reykjavíkur. Það virðist blasa við að kjörnir fulltrúar okkar í borgarstjórn séu svo einfaldir að þeir séu auðplataðir upp úr skónum svo milt sé til orða tekið. Þetta þýðir að þær auðlindir sem eru nú á hendi samfélagsins þ.e. ríki og sveitarfélaga eru smám saman að detta í hendur þeirra græðgispunga sem telja sig geta rekið allt betur en stjórnmálamenn.
Með hliðsjón af því að einkavæðing eigi alltaf að þýða aukinn gróða þá liggur í augum uppi að leggja verður niður stjórnsýslustigið sem nú kallast sveitastjórn í sparnaðarskyni og þá verður borgin og öll sveitarfélögin færð undir eina ríkisstjórn sem stjórnað verður af þeim kóngi sem á hæsta tilboðið í ríkið.
Ef við einkavæðum íslenska ríkið má búast við að sá ríkasti sem við eigum, Björgólfur Thor, bjóði hæst í þetta og verði þar með sjálfskipaður kóngur yfir Íslandi. Björgólfur hlýtur að sjá kosti þess að geta ráðið hér ríkjum og sett þau lög um algjöra einokun allra þátta í þessu samfélagi eins og honum sýnist. Það hlýtur að vera sparnaður í því að leggja niður samfélags- og eftirlitsstofnanir sem núna þvælast bara fyrir alvöru viðskiptajöfrum.
Þeir sem eru fylgjandi einkavæðingu nokkurn veginn allrar starfsemi ríkins hljóta að sjá að hér er mjög gott mál á ferðinni.
Hugsið ykkur hvað það yrði yndislegt að búa í þjóðfélagi sem væri alveg laust við allt pólitískt þras?
17.10.2007 | 22:22
Eyjólfur, þetta er orðið gott í bili ekki satt?
Eyjólfur átti að vera búinn að segja þessu starfi upp fyrir löngu.
Það er hlutverk þjálfara að velja liðið og gangsetja það upp fyrir leiki. Orðið "þjálfari" er rangnefni á þessu starfi, því þetta er eiginlega bara liðstjóri og "yfirupppeppari".
Ég lýsi yfir samúð minni með Eyjólfi en þetta er bara orðið gott hjá honum í bili. Hann ræður ekki við djobbið.
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 13:57
Friðrik, hverra hagsmuna ætlar þú að gæta?
Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til forstjóra Landsvirkjunar að hann gæti hagsmuna þeirra sem réðu hann. Ef hann ætlar sem forstjóri að fara að leggja drög að einkavæðingu sem enda muni á kaupréttarsamningarugli honum til handa og einkavinanna er eins gott að stjórn fyrirtækisins segi honum strax upp störfum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Friðrik ámálgar þetta.
Geir H. Haarde hefur einnig lýst vilja til að einkavæða Landsvirkjun og það verður ekki betri lykt af því dæmi en núverandi fnyk af Orkuveitu Reykjavíkur og REI.
Segir hlutafélagavæðingu og fyrirtækjaaðskilnað skilyrði á raforkumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér sýnist það borðleggjandi við lestur laga um verðbréfaviðskipti að allir lykilstjórnendur og stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest séu sekir um brot á 123. grein sem fjallar um innherjasvik.
Hvers vegna tekur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglunnar ekki þetta til athugunar? Þarf einhver að fara til þeirra og krefjast þess? Eða hafa þeir enga frumkvæðisskyldu í svona máli?
Samhliða þessu á að víkja þessum mönnum strax frá störfum til að minnka skaðann sem þeir hafa valdið.
Eina hindrunin í þessu máli er að Björn Ingi er í nýjum meirihluta þó hann sé hluti af innherjasvikurunum. Þess vegna mun kæran ekki koma frá nýja meirihlutanum.
Nýi meirihlutinn er því fastur í neti hinna spilltu leyfa gamla meirihluta borgarinnar.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson