Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Konsert í Jökulheimum

Ég verð seint kallaður mikill ferðalangur, en það kemur fyrir. Um daginn stakk Gunni Antons upp á því að ég kæmi með honum upp í Jökulheima við rætur Tungnáarjökuls í Vatnajökli. Þetta væri vinnuferð og það yrði okkar númer að sjá um að halda konsert þarna fyrir vinnuliðið.

Við stappfylltum bílinn af hljóðfærum og lögðum í hann upp úr 8 á laugardagsmorgni. Stoppuðum stuttlega á Selfossi og Hrauneyjum. Frá Hrauneyjum er rúmlega klukkutíma akstur inn í Jökulheima og að þessu sinni var vegurinn bara óvenju góður. Fyrst var farið út að jökulsporði og þar óðu nokkur hreystimenninn drulluna með gult málband og GPS tæki. Nokkuð drjúgt var í ánum þarna en ekki mikil fyrirstaða fyrir stóra breytta jeppa. Á meðan aðrir dyttuðu að öðrum málum bárum við Gunni dótið okkar í hús.

Svo var stillt upp og var spilað við þær sérstöku aðstæður að rafmagn var fengið úr 3kW ljósavél og áheyrendur voru allir karlmenn. Maður bjóst því ekki við að það yrði dansað. En það reyndist rangt. Þegar á leið rann allt saman í graut: Guðaveigar, góður matur, tónlist og brandarar og úr varð skemmtilegt partý. Um tíma óttuðust menn að skálinn félli saman við þennan hristing og en ekki varð meira tjón en svo að rykið úr þakbitunum náðist niður. Okkur til mikils léttis kvörtuðu nágrannarnir ekkert!

Um morguninn hélt Gunni svarta sunnudagsmessu sem olli einhverjum krampakviðum en engum varð alvarlega meint af. Heim var haldið um hádegi og gekk tíðindalítið og vel fyrir sig.

Þetta má alveg endurtaka mín vegna. Félagar í Jöklarannsóknarfélaginu reyndust hinn ágætasti félagsskapur. Takk fyrir mig!


Óskandi að búið væri að sanna loftlagsbreytingar af mannavöldum

Það er ljóst með ítarlegum rannsóknum á ísborkjörnum á báðum heimskautum jarðar að hitastig hefur bæði verið mun hærra og mun lægra en nú er.

Það að eigna manninum sök á hlýnun jarðar er ekki vísindalegt og það hefur ekki tekist að sannfæra mann með góðum rökum um að svo sé.

Þessi Nóbelsverðlaun koma til vegna tískuþrýstings, rétt eins og mótmæli við hvalveiðum. Ég óttast að þessi verðlaunaveiting verði einhvers konar brandari í framtíðinni. 


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt Guðlaugi Þór að kenna?!

Nýlega rak Guðlaugur Þór Þórðarson vin sinn Alfreð Þorsteinsson sem framkvæmdastjóra byggingarnefndar hátæknisjúkrahússins og það virðist vera sem Alfreð hafi tekist að launa Guðlaugi Þór þann vináttuvott með því að stuðla að því að sprengja upp samstarfið í borginni. Guðlaugur Þór og Alfreð hafa lengi kynt eld undir vinskap sínum í borgarstjórninni, þar sem málefni Línu.net komu oft við sögu.

Menn skyldu greinilega aldrei vanmeta gömlu kallana í pólitíkinni. Þó þeir séu sestir í helgan stein, eins og þeir kalla það sjálfir, þá geta þeir ennþá haldið á símtóli og bruggað launráð.

Skyldi Alfreð hafa ýtt á skákklukkuna, hringt í Guðlaug Þór og sagt: "Vinur, nú átt þú leik!" ??? 


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er réttur borgarbúa til að kaupa í þessu fyrirtæki?

Það má spyrja sig þeirrar spurningar að þeir borgarbúar sem hafa með viðskiptum sínum við Orkuveituna í marga tugi ára eigi ekki alveg eins rétt að fá að kaupa í þessu fyrirtæki rétt eins og starfsmennirnir. Sumir þeirra eru reyndar bara nýkomin til starfa og virðast því njóta strax réttinda umfram þá sem hafa í raun og veru byggt upp þetta fyrirtæki með því að greiða á stundum okurverð fyrir orkuna þarna.

Sumt af þessum peningum okkar hefur verið sett í tilraunastarfsemi og óskylda sem farið var út í vegna þess að enginn vissi hvað átti að gera við uppsafnaðan auð frá okkur almúganum! 

Nú ætla menn að klóra yfir ruglið með því að henda þessu í kjafta þeirra sem eru að dunda við að stela þessu frá borgarbúum (þ.m.t. Akurnesingar og Borgfirðingar).

Ég man ennþá þau rök Alfreðs Þorsteinssonar fyrir hækkun orkuverðs að minna hefði selst en vonir stóðu til! Við látum ekki bjóða okkur endalaust þessi hálfvitarök og síðan undanlátssemi við stórþjófa! 


mbl.is Níu af hverjum tíu starfsmönnum Orkuveitunnar kaupa í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitaveitu suðurnesja glötuð - Gæta þarf Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar

Skammtímasjónarmið sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum er nú að koma í bakið á þeim.

Þeir seldu hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja trúlega til að losa sig við skuldir og þurfa nú fljótlega að fara búa sig við okur í orkuþjónustu frá þeim í staðinn.

Það er undarlegt að horfa upp á sveitarstjórnarfólk framkvæma hlutina með þessari skammsýni.

Geir er ekki trúverðugur. Hann hefði getað stöðvað þessa þróun hefði hann kært sig um. Þegar hans stjórnmálaferli lýkur verður hann einhvers staðar nálægt Friðriki Sophussyni þegar þeir hafa lokið því að stela Landsvirkjun líka undan íslensku þjóðinni.


mbl.is Orkulindirnar ekki endilega andlag einkavæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin fullkomna blanda klúðurs, spillingar og kjánaháttar þöguð í hel

Þetta fór bara eins og maður spáði.

Borgarfulltrúar látnir éta þetta allt ofan í sig. Ránsfengurinn verður bara afskrifaður og Bjarni Ármannsson vinnur fullnaðarsigur með sinni geðþekku græðgi.

Er furða að fólk fái stundum óbragð í munninn þegar talað er um stjórnmálamenn. Borgarfulltrúar íhaldsins eru a.m.k. í þessu máli algerlega máttlausar liðleskjur. Hverra hagsmuna eru þau að gæta? 


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að fá liðið til að þegja og sætta sig við spillinguna

Mín spá er sú að formaður flokksins sé búinn að skipa sínu liði að halda sér saman og sætta sig við orðinn hlut.

Mín spá er sú að eitthvert yfirlýsingamjálm um að bæta megi vinnubrögðin verði gefið út í nafni borgarstjórnarflokksins og menn harmi að bla bla bla...

Eftir stendur samt sú staðreynd að ekkert af þessu borgarstjórnarliði getur komið í veg fyrir að gjörningurinn standi. Geðþekku græðgispungarnir eru búnir að plata þetta lið upp úr skónum og ránsfengurinn horfinn svona rétt eins og aðrar auðlindir sem horfið hafa frá þjóðinni. Hlýtur að vera gaman í pólitíkinni sérstaklega þegar máttleysið verður svona algert gegn augljósri spillingu.


mbl.is Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnvel fólk með engilsásjónur lýgur, stelur, svindlar og ...

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að maður er alltaf tortrygginn gagnvart afreksíþróttum.

Stundum finnst manni mest allt snúast um að komast upp með svindlið og ósómann.

Hvers vegna hefur t.d. ekki verið fjallað um meinta lyfjamisnotkun nýjasta heimsmeistara íslendinga í kraftlyftingum. Á að þegja skömmina af því máli í hel? 


mbl.is Marion Jones baðst grátandi fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhættufjárfestingin strax orðin að ránsfeng

Þessi forsíðufrétt Fréttablaðsins er mjög athyglisverð. Hún er eiginlega svo ótrúleg að maður veltir fyrir sér hvort rétt sé haft eftir þeim Vilhjálmi og Bjarna.

Vilhjálmur er áhrifagjarn og einfaldur vingull, hann hefur ítrekað sýnt okkur það í ýmsum málum mismerkilegum. Hann lætur stjórnast af mönnum sem hafa nú niðurlægt hann frammi fyrir alþjóð. Bjarni Ármannsson nánast segir honum á fínu máli að halda kjafti. Nú sé búið að ráðstafa eignunum og hann hafi bara ekkert meira um það að segja.

Þetta segir okkur að annað hvort eru stjórnendur borgarinnnar algjörir erkiaular, eða þá að þeirra bíði sneið af þessari köku þegar fram í sækir. Hvorugt er mér að skapi.

Forsíðufrétt Fréttablaðsins


mbl.is Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælin verða ekki skemmtilegri

Ég fór í barnaafmæli í gær. Gunnar Baldursson leikmyndaséni hjá RÚV var sextugur. Mér finnst reyndar að ég hafi verið í afmæli hjá honum í fyrradag þegar hann varð fimmtugur. Dagarnir eru orðnir svo fljótir að líða.

Gunni er vinsæll maður og vinnur á skemmtilegum vinnustað. Afmæli hjá honum verður eins og kabarettsýning því til hans kemur nánast allt landsliðið í gríni og skemmtir. Og það er ekki ritskoðað. Maður veltist um af hlátri mest allt kvöldið.

Ég vona að ég fái boðskort frá honum í sjötugsafmælið á morgun, mig er strax farið að hlakka til! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 264910

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband