Óskandi að búið væri að sanna loftlagsbreytingar af mannavöldum

Það er ljóst með ítarlegum rannsóknum á ísborkjörnum á báðum heimskautum jarðar að hitastig hefur bæði verið mun hærra og mun lægra en nú er.

Það að eigna manninum sök á hlýnun jarðar er ekki vísindalegt og það hefur ekki tekist að sannfæra mann með góðum rökum um að svo sé.

Þessi Nóbelsverðlaun koma til vegna tískuþrýstings, rétt eins og mótmæli við hvalveiðum. Ég óttast að þessi verðlaunaveiting verði einhvers konar brandari í framtíðinni. 


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skiptir máli hvort hún er af mannavöldum eða ekki, ef fólk getur gert eitthvað til að draga úr henni ?

Fransman (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:37

2 identicon

Fransman,

Hvert er rétt hitastig jarðar? ... hvað myndir þú sætta þig við?

Borat

Borat (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:42

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þau eru brandari sem í besta falli er hægt að hlæja að en í versta falli auka þau líkur á stríðum vegna aðgerða sem skerða möguleika fátækra ríkja til að byggja upp iðnað.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.10.2007 kl. 09:43

4 identicon

Borat: rétt fyrir hvern ?  Það er ekkert thermostat á jörðinni til að stilla hitann en þegar milljónir manna flýja heimili sín vegna vatnsskorts og eyjar eru þegar horfnar undir sjó, þá er löngu orðið tímabært að reyna að grípa inn í, sérstaklega ef reyndin er eins og allt bendir til, að þetta sé af mannavöldum.

Fransman (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:53

5 identicon

Já breytingar hafa verið á loftslagi jarðar í gegnum árþúsundin EN ekki á þessum hraða. Þegar búið er að skoða allar hugsanlegar eðlilegar útskýringar þá er augljóst að ytri áhrif ollu hraðari breytingum á hitastigi jarðar. Svo jú það er vísindalegt og ef þú telur að ekki hafi tekist að sannfæra þig þá ættirðu kannski að lesa þér betur til.

Þórey Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:58

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er alvitað að jörðin hlýnar og kólnar með nokkuð reglulegu millibili.. við erum að fara inn í hlýskeið en það sem er örðuvðisi í dag en fyrir nokkur þúsund árum er að þetta ferli gerist svo hratt í dag.. 40 ára stöðug hlýnun sem hefði skv eðlilegu ferli átt að taka 400 ár. Hér er það sem mönnum greinir á um hverju er um ða kenna.

Óskar Þorkelsson, 12.10.2007 kl. 12:09

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það kólnaði 1960-90 svipað hlýtt 1930-50

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2007 kl. 15:08

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fallegur punktur hjá Sigurgeiri - ofsahræðsla, eins og Gore og fleiri stuðla að, gerir ekkert gott en getur leitt af sér miklar hörmungar. Það er ekkert sem sannar að kolefnislosun jarðarbúa valdi hlýnun, enda ekki langt síðan talið var fullsannað hún ylli kólnun. Eins og einhver vísindamaður sagði á BBC fyrir fáum dögun - Nóbelsverðlaunin eru orðin svipað marktæk og Júróvisjón.

Hér er skemmtileg grein um málið, ekki setja fyrir ykkur að höfundurinn er umdeildur - eins og Al Gore.

Má líka benda á að kringum árið 1000 var mun hlýrra á jörðinni en nú er og kringum 1400 mun kaldara - örugglega kolefnislosun að kenna.

Ingvar Valgeirsson, 15.10.2007 kl. 11:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband