Friðrik, hverra hagsmuna ætlar þú að gæta?

Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til forstjóra Landsvirkjunar að hann gæti hagsmuna þeirra sem réðu hann. Ef hann ætlar sem forstjóri að fara að leggja drög að einkavæðingu sem enda muni á kaupréttarsamningarugli honum til handa og einkavinanna er eins gott að stjórn fyrirtækisins segi honum strax upp störfum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Friðrik ámálgar þetta.

Geir H. Haarde hefur einnig lýst vilja til að einkavæða Landsvirkjun og það verður ekki betri lykt af því dæmi en núverandi fnyk af Orkuveitu Reykjavíkur og REI.


mbl.is Segir hlutafélagavæðingu og fyrirtækjaaðskilnað skilyrði á raforkumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála, það er komið nóg af sjálftöku þessara svo kallaðra fyrirmanna í þjóðfélaginu. Maður er búinn að fá svo leiðis ógeð á hvernig þessir menn haga sér að það hálfa væri nóg. Við erum samfélag en ekki fyrirtæki og Friðrik er í vinnu hjá þessu samfélagi og kemur í raun ekkert við hvort það fyrirtæki sem hann vinnur við, verði einkavætt eða ekki. Honum kemur heldur ekkert við hvort fyrirtækið stækkar eða ekki. Hann orðar þetta þannig að það verði að leyfa fyrirtækjunum að stækka, bíddu, fyrir hvern? Og ef það er svona nauðsinlegt að fyrirtækið stækki, er þá ekki í lagi að það stækki fyrir núverandi eigendur? Eða er það alveg bannað? Svona væri hægt að spyrja þessa menn sem vilija að ríkið gefi eignir sínar til útvalinna einstaklinga.

Valsól (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:12

2 identicon

Bíðum hæg, kemur það honum ekki við hvort fyrirtækið stækkar eða ekki? Hvert er þá hlutverk forstjóra fyrirtækis? Að naga blýant? Er ekki búið að gagnrýna menn nóg fyrir slíka iðju?

Já og varðandi sjálftöku þessara svo kölluðu fyrirmanna í þjóðfélaginu. Ertu til í að útskýra það aðeins nánar. Hvar hefur sú sjáftaka farið fram?

Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 264910

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband