Færsluflokkur: Dægurmál

Arnþrúður spurð hvort hún sé drukkinn í beinni útsendingu

Ég er nokkuð dyggur hlustandi Útvarps Sögu og er að hlusta á Arnþrúði Karlsdóttur og finnst hún vera undarlega kát í tali, þvoglumælt og með óvenju miklar og skrýtnar yfirlýsingar.

Á sama augnabliki og ég er að byrja að skrifa þennan pistil og lýsa þessari undarlegu upplifun minni á þætti hennar í dag kemur hlustandi í símann hjá henni og spyr hana beint út hvort hún sé drukkin?

Ég var greinilega ekki einn um þessa upplifun á ástandi konunnar sem hún kennir um lyfjagjöf vegna raddleysis.

Ég hvet fólk til að hlusta á Arnþrúði í endurflutningi og meta sjálft ástand hennar.

Ég hélt að Sverrir Stormsker væri fullur kvóti af annarlegu ástandi hjá dagskrárgerðarfólki stöðvarinnar. 


Veðurfréttir lesnar með útlenskum hreim á rás 1

Mér sýnist að síðast vígi málverndarstefnu ríkisútvarpsins vera kolfallið. Nú hlustar maður á veðurfréttir lesnar af manni sem klárlega er með erlendan hreim. Er ekki til lengur hreimlaus íslendingur á veðurstofunni sem getur lesið upp þetta stagl? Mér líkar ekki þróunin í þessu efni. Hér áður fyrr var næstum enginn ráðinn þulur í útvarp nema hann hefði glerharða norðlensku í fórum sínum, sunnlensk linmælgi þótti alls ekki boðleg. 

Það er ekki boðlegt að vera neyddur til að greiða áskrift að ríkisfjölmiðlinum og þurfa brátt að vera sæmilega fær í pólsku eða litháísku til að skilja útvarpsþulina.

Páll Magnússon má gjarnan svara því til hvort honum þyki þetta boðleg gæði. 


Fann DKNY úr í Lækjargötu við leigubílastæðið

Við höfum ekki farið í miðbæinn í mörg ár. Eftir dans og viðkomu á Dubliner og Thorvaldsen Bar fórum við í leigubílaröðina við Lækjargötu kl. 02.30 og þá steig ég á úr sem er framleitt er af Donna Karan New York.

Þetta er nú í minni vörslu. Ef þú hefur týnt úrinu þá geturðu haft samband við mig í síma 6952524 (Haukur).


Blaðamaður Mbl. ekki mikið betri en blaðamaður Yes Weekly

Ég ætla ekki að ganga svo langt að kalla blaðamann Mbl. einhverjum nöfnum. En hann er ekki á miklu hærra plani en blaðamaður Yes Weekly sem er í Norður-Karólínu en ekki Nýju-Karolínu. Það þarf stundum að vera innistæða fyrir því að gera grín að kollegum sínum. Hér finnst mér vanta svolítið á.
mbl.is Íslendingar í álfabúningum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðjur RÚV - Klukkan tvö um nótt!

Ég heyri að verið er að lesa jólakveðjur í RÚV núna um miðja nótt.  Því skaut í huga minn að ekki vildi ég kaupa auglýsingatíma frá þeim á tíkall á þessum tíma sólarhrings.

Mér heyrist að það sé eldri kynslóðin sem kaupir þessar kveðjur og hef lúmskan grun um að flestir sem borgað hafa fyrir þessar kveðjur séu sofnaðir núna.

Hér áður fyrr minnir mig að lokið hafi verið við þennan lestur fyrir miðnætti á Þorláksmessu. Ef einhver man þetta betur má minna mig á. 

 


Kjánafrétt í gúrkutíðinni

Það má vorkenna blaðamönnum þegar svo lítið er að gerast að búast má við ristjórar eigri um gólf og skipi undirsátum sínum að koma nú með einhverjar fréttir. Það verði að fylla blaðsíður og dálka með einhverju... bara einhverju!

Þessi "frétt" hlýtur að flokkast með þeim fátæklegri. Hún er nú eiginlega bara barnaleg tilraun til að gera eitthvað úr engu. Henni tekst eiginlega bara eitt: Fá einhvern hálfvita út í bæ til að gera lítið úr fréttinni með álíka bulli á bloggsíðum sama miðils Devil


mbl.is Er sumarið búið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að þetta var ekki í Hafnarfirði...

Þar hefði sigurvegarinn ekki komið út og verið dæmdur sigur... fullsoðinn!

Við þetta má bæta við að keppninni Hafnarfjarðarmeistari í feluleik 1909 er enn ekki lokið. Síðasti keppandinn er nefnilega ekki fundinn ennþá!

Lengi lifi Hafnarfjörður! 


mbl.is Heimsmeistaramót haldið í gufubaðsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpugreyið er að verða frægari fyrir áfengissýkina en leiklistina

Ég er svo sem ekkert mikið að fylgjast með fréttum af frægu fólki. En þar sem fréttir af því slæðist með öðru áhugaverðu efni kemst maður ekki hjá því að fá í andlitið fréttir sem maður hefur ekki neinn sérstakan áhuga fyrir. Einna fyrirferðarmest undanfarið eru orðnar fréttir af þessari "leikkonu" sem er, held ég, orðinn miklu frægari fyrir áfengis- og dóplifnaðinn sinn en leikaraskapinn. í hvaða myndum hefur hún eiginlega leikið? Var ekki sagt um hana "Cops! Leave her a Lo-han!"?
mbl.is Lindsay Lohan tekin ölvuð undir stýri með kókaín í fórum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki aftur tilefni til að fleyta kertum?

Mér finnst nú einu sinni meiri ástæða til að gleðjast yfir því að hundspottið hafi fundist lifandi og þess vegna ástæða til að einhver hundruð manna skottist niður að pollinum og fleyti svolítið af kertadóti og sleppi jafnvel blöðrurusli sem aukanúmeri!

mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún þarf leiðsögn...

... helst með Quentin Tarantino og félögum. Þeir vita nefnilega allt um séríslensku skotin. Britney myndi sko alveg falla flöt fyrir Ópal, Tópas, Brennivíni og öllu hinu. Britney þarf bara að læra að umgangast guðaveigarnar svo hún haldi ekki áfram að koma óorði þær.

Það væri líka alveg tilvalið að bjóða Paris Hilton með sér. Henni veitir ekki heldur af smá upplyftingu eftir dvölina í djeilinu.

Þá er aldrei að vita nema George Clooney sláist í hópinn eftir að Matt Damon dásamaði við hann dvölina hér. 

Þetta væri líka sérdeilis gott fyrir fjölmiðlana hér í gúrkutíðinni að láta allan skarann elta þotuliðið í viku eða svo og fá aukadjobb við að mata erlendu fjölmiðlana á uppátækjunum hér.

Í lokin gæti Björk teymt allt búntið á Bessastaði til að hitta Óla og Dorrit í eitt dýrindis fótóopp. 


mbl.is Björk býður Britney til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband