Færsluflokkur: Dægurmál

Eitthvað annað en Hummer drusla í innkeyrsluna!

Ég hef undrast að sumir kaupa sér krómaða og hasta Hummer herjeppa til að sýnast með í innkeyrslunni sinni.

Um leið og ég aur ætla ég að kaupa svona skriðdreka og þá get ég líka um leið hætt að virða umferðarreglurnar. Keyri bara yfir Hummer skröltormana sem verða að þvælast fyrir mér Devil


mbl.is Lítið notaðir skriðdrekar til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna hefði maður viljað vera í dag!

Þetta er nú bara einn yndislegasti staður á jörðinni, Ásbyrgi. Það er næsta víst að maður verður að heimsækja þennan stað í sumar.

Í hvert skipti sem maður heimsækir hann upplifir maður að nýju öll þau blæbrigði sem sjást í íslenskri náttúru. 

Einu vonbrigðin eru þau að ekki er lengur leyft að tjalda á tjaldsvæðinu í botninum þar sem veðursældin er hvað mest heldur aðeins út við munnann þar sem gustar meira.

Ég hef reyndar aldrei heyrt almennileg rök fyrir því að leyfa ekki lengur afnot af innra tjaldsvæðinu.


mbl.is Hitinn í 23°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga úr hjónarúminu

Þessi er fenginn af vafasömum stað:

Hjónin eru í rúminu saman.
Hún finnur að hann snertir öxl hennar.
Hún: "Ó, þetta er notalegt."
Hönd hans rennur niður á brjóst hennar.
Hún: "MMm... þetta er yndislegt."
Hann rennir hendinni niður á lærið hennar.
Hún: "Elskan, ekki hætta."
En hann hættir.
Hún: "Af hverju ertu hættur?!"
Hann: "Ég fann fjarstýringuna."

Gott að hann dó ekki!

Fyrirsögninn stríddi mér dálítið. Hélt að "hald" væri sjúkdómur sem hann hefði látist úr. Við nánari lestur kom þó hið rétta í ljós.

"Barinn á hótel Borg fluttur á slysadeild" er fyrirsögn úr blaði sem kom upp í hugann líka. 

Fyrirsagnir fjölmiðla eru oft mikil listasmíði.


mbl.is Kasparov látinn úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt! - konugreyið gengur ekki út

Maður veltir því fyrir sér af hverju þessi kona er ekki gengin út? Er útlitið ekki lengur nógu gott? Er hún komin undir fátæktarmörk? Skyldi hreinlæti hennar vera ábótavant?

Það er full þörf að hafa áhyggjur.


mbl.is Vinir Aniston sendu hana á blint stefnumót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árin, sagan og rúmið

Þessi barst mér eftir vafasömum krókaleiðum. Fínn fyrir helgina:

  •  8 ára: Þú lætur hana fara í rúmið og segir henni sögu.
  • 18 ára: Þú segir henni sögu og ferð með henni í rúmið.
  • 28 ára: Þú þarft ekkert að segja neina sögu, ferð bara með henni í rúmið.
  • 38 ára: Hún segir þér sögu og fer með þig í rúmið.
  • 48 ára: Hún segir þér sögu til að losna við að fara með þig í rúmið.
  • 58 ára: Þú hangir í rúminu til að losna við sögurnar hennar.
  • 68 ára: Ef þú ferð með henni í rúmið er það bara saga til næsta bæjar!
  • 78 ára: Hvaða saga? Hvaða rúm? Hver í helvítinu ert þú?
Góða helgi!


« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband