Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.4.2009 | 22:00
Telur Mogginn þá að þessu máli sé þar með lokið?
Aldrei hefur það farið á milli mála að Morgunblaðið gengur erinda Sjálfstæðisflokksins af mikilli trúmennsku. Nýjasta dæmið er náttúrulega að milljarða skuldir voru skúraðar af fyrirtækinu og það selt nýjum eigendum, og jú, mikið rétt: gegnheilum skósveinum og fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins.
Mér finnst fyrirsögn þessarar fréttar eigi að segja okkur meðalvitleysingunum að nú sé þetta mál bara búið og FL-okkurinn geti nú snúið sér að alvöru kosningamálum, eins og maðurinn með "laug" í nafninu sínu sagði í öðru fréttaviðtali sem ég heyrði í dag.
![]() |
Allt komið fram sem máli skiptir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 20:46
Örvæntingarfull uppáskrift eða...
Það er varla til sá maður sem ég myndi gefa svona afdráttarlaust heilbrigðisvottorð. Jafnvel ekki þótt um sé að ræða fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Samt virðist hann eiga eitthvað inni hjá þessum "formönnum" að geta innkallað svona "greiða".
Mér sýnist að Guðlaugur Þór sé á útleið úr pólitík... kicking and screaming!
![]() |
Lýsa stuðningi við Guðlaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 20:29
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins geri grein fyrir sínum fjármálum
Eftir ævilangan stuðning við Sjálfstæðisflokkinn til 35 ára sagði ég mig úr flokknum haustið 2006. Fékk ógeð á spillingu, einkavinavæðingu og síðast en ekki síst því óbragði sem fylgdi því að forysta flokksins beitti sérstökum brögðum til að gera dæmdum þjófi kleift að bjóða sig fram fyrr en hann á rétt til skv. lögum. Hann var bara hvítþveginn af handhöfum forsetavalds.
Oft hefur manni blöskrað mikil fjárráð sumra frambjóðenda íhaldsins og er maður í sumum tilvikum sannfærður um að auglýsinga- og kynningakostnaður sumra slagi mjög hátt í launin fyrir embættið.
Sérstaklega hefur mér þótt Guðlaugur Þór stórtækur og þá rifjast upp fyrir mér að ÍAV (Íslenskir aðalverktakar - fyrirtæki sem var selt ólöglega úr rikiseigu) fengu að byggja á lóð við Glæsibæ og fengu Guðlaugur Þór og frú besta bitann úr því húsnæði. Samt er ÍAV ekki á lista yfir stærstu styrktaraðila FL-okksins. Nú langar mig að spyrja beint út: Fékk Guðlaugur Þór styrk eða ívilnun vegna húsnæðisins í Glæsibæ? Eiginlega má gera þá sjálfsögðu kröfu á Guðlaug Þór að hann opinberi fjármál sín, enda er hann jú í opinberri þjónustu. Hann á að þola slíka skoðun.
Aðrir frambjóðendur FL-okksins mega líka gera grein fyrir sínum málum og einkanlega "nýi" formaðurinn Bjarni Benediktsson (með olíusamráðið óuppgert í vasanum) og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er hluti af margnefndri "nýrri forystu" Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt má kalla nýtt nú til dags!
Svona nú sjallar, upp með bókhaldið! Vekið á ykkur "nýtt" traust fyrir kosningarnar!
![]() |
Þingflokkurinn á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook
10.4.2009 | 00:15
Bankið bara strax upp á á Litla-Hrauni
Margrét Frímannsdóttir hefði líklega ekkert á móti því að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins í geymslu á Litla-Hrauni. Hver lygin rekur nú aðra í þessu batteríi. Bjarni Benediktsson virðist líka halda að honum takist að blaðra sig út úr þessu erki klúðri.
Hafi Geir tekið við 55 milljónum má öllum vera ljóst að öll forysta flokksins tók þátt í að eyða þessu og eru þar með samsekir í þessu dæmalausa spillingarmáli sem er reyndar bara létt viðbót við önnur óþverramál, einkavinavæðingu og þá græðgi sem einkennt hefur allt starf Sjálfstæðisflokksins síðustu árin.
Ennþá aumkunarverðara er að fylgjast með þessu fólki reyna að klóra yfir þetta með alls kyns yfirlýsingum og smjörklipum. Það er bara einföld lausn á þessu máli: Leggið Sjálfstæðisflokkinn niður, hann er gegnrotinn, ónýtur, súr, myglaður og kominn langt fram yfir síðasta neysludag.
Ólyktin hverfur ekki fyrr en búið er að sturta honum í klósettið.
![]() |
Ekki kjörnir fulltrúar flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 08:30
Flokkurinn á enga sjóði til að borga þetta út - Hvern á að slá núna?
Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar þessa lands fái hundruð milljóna úr vösum almennings til að viðhalda völdum sínum þá eru þeir allir á hausnum. Sjálfstæðisflokkurinn á engar 55 milljónir í sjóði nema að það sé ríkisframlagið.
Finnst fólki eðlilegt að það haldi áfram að borga flokknum úr sameiginlegum og mjög ört rýrnandi sjóði landsmanna til að halda lífinu í flokki sem er ónýtur á alla lund og ber mesta ábyrgð séríslenska efnahagshruninu?
Það væri löngu búið að draga fram handjárnin í þessu landi ef ekki væri sú grátlega staða að íhaldið hefur ráðið öllu með stöðuveitingar í öllu dómskerfinu, frá götulöggum og upp í hæstaréttardómara. Það verður ekki blakað við neinum frekar enn fyrri daginn. Hversu langt skyldi vera í það að stjórnendur íhaldsins fara að upplýsa þjóðina um það hver þeirra sé spilltastur? Það trúir því enginn, að Geir Haarde hafi einn vitað um þessi óþverramál flokksins.
Búsáhaldabyltingin verður metin sem létt æfing fyrir þann gríðarlega óróa sem nú stefnir í næstu mánuði. Vandræði þessarar þjóðar eru varla byrjuð, trúið mér!
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook
8.4.2009 | 23:13
Spillingin hefur enginn áhrif á hörðustu stuðningsmennina
Það er alveg sama hvað topparnir hjá þessum flokki gera. Hörðustu stuðningsmennirnir kjósa þetta eins og trúflokk og öll skítamálin eru bara einhverjum öðrum að kenna.
Nýi formaðurinn kemur ferskur inn með olíusamráðið óuppgert í farteskinu.
Miðað við skítinn sem þessi flokkur hefur nú sullað langt upp á bak verður afar fróðlegt, AFAR FRÓÐLEGT, að sjá hversu margir munu í uppsöfnuðu hugsunarleysi kjósa þennan dæmalausa söfnuð.
![]() |
Skilað til lögaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2009 | 19:16
Svona spillingarbæli á að leggja niður!
Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum haustið 2006 vegna þess að ég taldi að forystan væri ónýt útaf spillingarmálum, einkavinavæðingu og upphafningu dæmdra glæpamanna.
Ég hef líka haft þá skoðun að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki tilverurétt lengur vegna rótgróinnar spillingar og ógeðfelldrar hagsmunagæslu fyrir fjárglæfragengi. Nýir stjórnendur þar geta aldrei um frjálst höfuð strokið vegna þeirrar kúgunar sem felst í vitneskju um enn frekari óþverramál sem eru þarna til staðar. Þess vegna á að leggja þetta bæli niður.
Til gamans vísa ég til þessa uppgjörs míns við flokkinn sem ég studdi mest alla ævi, blekktur til helvítis af huggulegri, þægilegri og fágaðri framkomu þjófa og spillingardelanna sem réðu þarna ríkjum. Óheiðarlegt fólk er ekki endilega með steríótýpu glæpamannaútlit.
Geir H. Haarde er því miður búinn að planta sér fast á botninn í ruslatunnu sögunnar. Græðgin, falin á bak við góðlegt og bangsalegt útlit, varð honum til endanlegs manorðsmissis.
![]() |
Styrkir endurgreiddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook
5.4.2009 | 21:40
Alan Parsons Project - Sirius og Eye in the Sky (Live 1995)
Haustið 1983 hófum við félagarnir sölu á fyrstu PC samhæfðu tölvunum sem fengust á Íslandi: Corona Data Systems. Á kynningarmyndbandi sem við fengum var notað upphaf lagsins Eye in the sky en það heitir Sirius. Þessi tvö lög eru tengd með sambærilegum hætti og þegar Bítlarnir gerðu það fyrst áberandi árið 1967. Ég vissi ekki að Sirius væri bara forspil þessa fræga lags og því gekk mér illa að finna þetta flotta upphaf sem notað var víða í auglýsingum. Gott ef Chicago Bulls körfuboltaliðið á mektarárum Michael Jordan notaði þetta ekki líka þegar þeir kynntu lið sitt á heimavelli.
Hér er lifandi upptaka af laginu frá árinu 1995 en Alan Parsons Project gaf lagið upphaflega út 1982.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook
2.4.2009 | 23:57
Syngja í ræðustól til að tefja störf þingsins
Maður á varla orð yfir hátterni íhaldsins. Meira að segja orðlagður latasti þingmaður Alþingis til margra ára er farinn að tölta í ræðustólinn og syngur þar álíka falskt og hann syngur í brekkunni í eyjum.
Þetta er hreint og klárt ofbeldi og íhaldinu til minnkunnar. Þetta er eins langt frá því að vera málefnalegt og hugsast getur.
Mannskapurinn sem kom Íslandi til helvítis í efnahagslegum skilningi kann ekkert að skammast sín. Samt má búast við að 25-30% þjóðarinnar kjósi þennan ótrúlega söfnuð Davíðs aftur.
31.3.2009 | 20:28
Íslenska skuldafangelsið - Héðan fer enginn með peninga lengur
Það ætti að vera flestu hugsandi fólki ljóst að Ísland er gjaldþrota. Einstaklingar, fyrirtæki og ríki eru á hausnum. Er þetta ennþá eitthvað óljóst?
Samt get ég glaðst yfir því að því fólki fjölgar sem gerir sér grein fyrir því að íslenskir skuldarar voru sviknir með stórkostlegum forsendubresti og spákaupmennsku. Íslenskir skuldarar voru (eru) látnir greiða vaxtamuninn sem eigendur jökla- og krónubréfa voru að gambla með.
Tryggvi Þór Herbertsson, Framsóknarflokkurinn og fleiri eru rakkaðir niður í skítinn fyrir að leggja til það eina sem réttlæti er í og það er að leiðrétta skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Ég sendi t.d. sjálfur öllum þingheimi tillögur um þetta síðasta haust. Mig grunar raunar að þær tillögur hafi jafnvel hjálpað til við að ýta við framsóknarmönnum í þeirra tillögusmíð
Hafi einhverjum dottið í hug að flýja hið íslenska efnahagshrun þá er það orðið oft seint nema að yfirgefa skerið nokkurn veginn berrassaður. Það læðist að mér sá ljóti grunur núna að betra sé að stinga af fyrir kosningar því að ríkisstjórnin og bankarnir munu fyrst fara að sauma að skuldurum þegar kosningunum lýkur og stjórnmálamennirnir þurfa ekki að óttast um sinn eigin rass.
Það hlýtur að vera fleirum en mér umhugsunarefni að hátt í 90% landsmanna ætli að kjósa aftur ónýtu flokkanna sem bera mesta ábyrgð á hinu séríslenska og ótímabæra efnahagshruni.
Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur segir máltækið. Á þessi þjóð eitthvað betra skilið fyrir heimsku sakir?
![]() |
Brýnt og óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson