Íslenska skuldafangelsið - Héðan fer enginn með peninga lengur

Það ætti að vera flestu hugsandi fólki ljóst að Ísland er gjaldþrota. Einstaklingar, fyrirtæki og ríki eru á hausnum. Er þetta ennþá eitthvað óljóst?

Samt get ég glaðst yfir því að því fólki fjölgar sem gerir sér grein fyrir því að íslenskir skuldarar voru sviknir með stórkostlegum forsendubresti og spákaupmennsku. Íslenskir skuldarar voru (eru) látnir greiða vaxtamuninn sem eigendur jökla- og krónubréfa voru að gambla með.

Tryggvi Þór Herbertsson, Framsóknarflokkurinn og fleiri eru rakkaðir niður í skítinn fyrir að leggja til það eina sem réttlæti er í og það er að leiðrétta skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Ég sendi t.d. sjálfur öllum þingheimi tillögur um þetta síðasta haust. Mig grunar raunar að þær tillögur hafi jafnvel hjálpað til við að ýta við framsóknarmönnum í þeirra tillögusmíð

Hafi einhverjum dottið í hug að flýja hið íslenska efnahagshrun þá er það orðið oft seint nema að yfirgefa skerið nokkurn veginn berrassaður. Það læðist að mér sá ljóti grunur núna að betra sé að stinga af fyrir kosningar því að ríkisstjórnin og bankarnir munu fyrst fara að sauma að skuldurum þegar kosningunum lýkur og stjórnmálamennirnir þurfa ekki að óttast um sinn eigin rass.

Það hlýtur að vera fleirum en mér umhugsunarefni að hátt í 90% landsmanna ætli að kjósa aftur ónýtu flokkanna sem bera mesta ábyrgð á hinu séríslenska og ótímabæra efnahagshruni.

Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur segir máltækið. Á þessi þjóð eitthvað betra skilið fyrir heimsku sakir?


mbl.is Brýnt og óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta útspil þeirra finnst mér alls ekki gáfulegt. Mér sýnist þeir vera að banna íslenskum útflytjendum að fá greitt fyrir sínar vörur erlendis með íslenskum krónum - ef eitthvað verður til að færa íslenskum efnahag náðarhöggið er það svona bull.

Ætli þeir séu vísvitandi að drepa krónuna endanlega til að reyna að sannfæra almenning um að ganga í Sovétr... ég meina ESB?

En að Ísland sé gjaldþrota - lönd verða ekki gjaldþrota. Held að hreinlega ekki nokkurt einasta land hafi orðið gjaldþrota sl. 50 ár og ef taka ætti lönd til gjaldþrotaskipta væru eflaust fleiri á svipuðum stað í röðinni - t.d. Bretland.

Ingvar Valgeirsson, 1.4.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú Ingvar, lönd verða gjaldþrota, en þau er hins vegar ekki tekin til gjaldþrotaskipta ef það er það sem þú átt við

Haukur Nikulásson, 1.4.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kosningatilboð Tryggva Þórs og framsóknar felur m.a. í sér að Ólafur Ólafsson, Hannes Smárason og Björgólfur Thor fá skuldaniðurfellingar....

Það þarf að hafa aðskildar lausnir fyrir heimilin og atvinnulífið. Fjöldi fyrirtækja á ekki rétt á sér en önnur eru þess mjög verðug að þeim sé bjargað. Þetta þarf að hafa í huga þegar valin er leið til þess að leysa vanda heimilanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jakobína, þetta verður að ganga jafnt yfir til að vera trúverðugt. Auðmönnunum verður hvort eð er ekki bjargað með þessum ráðum. Um leið og þú ákveður að mismuna fólki og fyrirtækjum erum við í sama spillingarskítnum og áður. Þetta verður þess vegna að vera gegnsætt og réttlátt þrátt fyrir auðmennina.

Haukur Nikulásson, 2.4.2009 kl. 07:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband