Svona spillingarbæli á að leggja niður!

Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum haustið 2006 vegna þess að ég taldi að forystan væri ónýt útaf spillingarmálum, einkavinavæðingu og upphafningu dæmdra glæpamanna.

Ég hef líka haft þá skoðun að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki tilverurétt lengur vegna rótgróinnar spillingar og ógeðfelldrar hagsmunagæslu fyrir fjárglæfragengi. Nýir stjórnendur þar geta aldrei um frjálst höfuð strokið vegna þeirrar kúgunar sem felst í vitneskju um enn frekari óþverramál sem eru þarna til staðar. Þess vegna á að leggja þetta bæli niður.

Til gamans vísa ég til þessa uppgjörs míns við flokkinn sem ég studdi mest alla ævi, blekktur til helvítis af huggulegri, þægilegri og fágaðri framkomu þjófa og spillingardelanna sem réðu þarna ríkjum. Óheiðarlegt fólk er ekki endilega með steríótýpu glæpamannaútlit.

Geir H. Haarde er því miður búinn að planta sér fast á botninn í ruslatunnu sögunnar. Græðgin, falin á bak við góðlegt og bangsalegt útlit, varð honum til endanlegs manorðsmissis.


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Att þú þá engan tilverurétt og getur þú aldrei um frjálst höfuð strokið eftir að

hafa stutt þetta öll árin.

gunnar antonsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÁSKORUN TIL SJ'ALFSTÆÐISMANNA

8.4.2009 | 23:48

Þetta er góð ákvörðun - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin".

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG            KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA.

LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.

10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.

20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2009 kl. 00:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband