Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
31.7.2009 | 15:38
Hefði Jón Ásgeir komist að sem forsíðufrétt?
Það er sorglegt að menn verði gjaldþrota. En það er hins vegar ljóst að Mogganum er verulega óljúft að segja frá þessu enda er hér um að ræða mann sem átti blaðið og starfsmenn þess.
Hann er samt sá sem valdið hefur þjóðinni hvað mestum skaða og er ábyrgur fyrir hruninu að stórum hluta.
Mörgum hefur þótt Björgólfur hinn geðþekkasti maður en það gerir ábyrgð hans ekkert minni þrátt fyrir allt.
Ég tel að Jón Ásgeir hefði hins vegar fengið forsíðusess og verið baðaður upp úr gjaldþrotinu. Mogginn velur vandlega á hvaða bása menn og málefni eru settir.
Björgólfur gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 08:35
Alltof lág laun til að tryggja viðunandi frammistöðu
Þessi laun voru greinilega alltof lág. Hefðu þau verið hærri hefði fengist betra fólk til að stýra þessum málum í bankakerfinu.
Sömuleiðis virðist sem stjórnvöld hafi verið með sömu röngu stefnuna með laun æðstu manna í Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu. Alltof lág laun.
270 bankamenn með yfir milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 22:49
Mokað yfir grátlega niðurlægingu
Það er sorglegt að horfa upp á hvernig Jóhanna reynir að bera sig mannalega eftir þá niðurlægingu sem felst í því að þeir segja eiginlega öllum öðrum en henni að þeir ætli sér ekkert að gera í þessu lánamáli úr þvi að ekki var hunskast til að samþykkja Icesave ábyrgðina.
Ég trúi ekki öðru en að Jóhanna muni brátt þurfa að viðurkenna fyrir sjálfri sér að AGS er að hafa hana að virðingarlausu fífli.
Í hennar spörum væri ég sármóðgaður og bálillur og samt þykist ég vita að hún hafi jafnvel meira skap en ég!
Hvað skyldi Jóhanna þola þetta betlarahlutverk lengi?
Vonast eftir láni í lok ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook
30.7.2009 | 16:28
Er Jógrímur fáviti eða lygari?
Mér finnst ljótt af mér að setja fram ofangreinda spurningu, en því miður á hún rétt á sér.
Þau Jóhanna og Steingrímur hafa ítrekað haldið því fram að fyrirgreiðslan frá AGS tengdist ekki Icesave málinu.
Má spurningin í fyrirsögninni standa sem fullkomlega málefnaleg þótt ljót sé?
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 15:50
Ísland verði eitt umdæmi í öllum málum
Hugsið ykkur hvað mætti spara með því að gera landið að einu umdæmi í öllum málum?
Landið í heild sinni er jafn fjölmennt og sæmilegt hverfi í London eða Amsterdam. Hvers vegna þarf alla þessa ofstjórn?
Við getum sleppt því að vera með sveitarfélög, landið verður eitt kjördæmi og sparnaðurinn sem af þessu hlýst fyrir utan skilvirkni stjórnkerfis kæmi margfalt til baka. Ef skipuleggja ætti samfélag frá grunni dettur þá einhverjum í hug að núverandi skipulag yrði fyrir valinu?
Nú þegar fátæktin er að hvolfast yfir okkur veitir ekki af nýjum sparnaðarráðum.
Þetta er bara eitt þeirra!
Ísland verði eitt lögregluumdæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook
28.7.2009 | 13:30
Efnahagslegar refsi- og þvingunaraðgerðir
Það virðist flestum, nema stjórnvöldum, ljóst að AGS og ESB eru að beita íslendinga hörðustu þvingunaraðgerðum sem hægt er. Allt í þeim tilgangi að knésetja okkur undir vald ESB sem og það kreista út úr okkur alla þá fjármuni sem hægt er að vinda úr einni þjóð næstu 15-20 árin.
Maður fær gegnheila ógeðstilfinningu vitandi af Össuri eins og slefandi rakka utan í kommissörum Evrópusambandsins.
Mér til mikillar armæðu verður undirlægjuháttur og ræfildómur núverandi stjórnvalda til þess að við missum allt sjálfsforræði og fullveldi.
Við eigum að gefa skít í þetta, staldra við og leita annarra lausna. Það liggur ekkert á að fremja á sama tíma bæði efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfsmorð heillar þjóðar af því að einhverjum útlendingum liggur á.
Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2009 | 11:48
Hélt dauðahaldi á miða í beinaberum höndunum...
Eitthvað hljómar ekki alveg rétt með þessa beinagrind. Vísindamenn og fornleifafræðingar vilja gjarnan hafa allt eldra og flottara en það er í raun og veru.
Þegar farið var að rannsaka nánar þessa beinagrind komust rannsakendur að því að hann hélt dauðahaldi á miða í holdlausum höndum sínum. Eftir að hafa losað hann varlega á löngum tíma blasti við sannleikurinn: Þetta var innleggskvittun á Icesave reikning...
Þetta staðfesti að sjálfsögðu að hollendingurinn hefði ætlað að synda til Íslands til að ná í innistæðuna sína.
Elsta mannabein sem fundist hefur neðansjávar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook
25.7.2009 | 11:19
Ráðaleysi til endurreisnar kaffært í ESB aðildarkjaftæði
Ég hitti varla nokkurn kjaft sem ekki er bálreiður yfir ráðaleysi þeirra þriggja ríkisstjórna sem hér hafa setið eftir hrunið. Ekkert af þessu liði er að þjást með hinum almenna launamanni og hafa verið alltof lengi áskrifendur að mannsæmandi launum sem þingmenn og ráðherrar.
Sammerkt með þeim öllum er að horfa til falsaðra og gamalla meðaltala úr hagtölum sem segja nákvæmlega enga sögu um raunverulega stöðu venjulegs fólks sem þúsundum saman íhugar að yfirgefa landið og leita á vit annarra tækifæra. Fyrr frýs í helvíti en að hægt verði að gera upp Icesave dæmið byggt á þjóðarframleiðslu.
Það er meira en lítil alvarleg villuhugsun í þessu. Þjóðarframleiðsla undanfarinna ára innihélt allar biluðu lántökurnar á árum áður og því mun þjóðarframleiðsla hrynja í tölur sem við eigum enn eftir að býsnast yfir.
Ísland var aldrei rík þjóð - Það er stóra lygin - HÚN SKULDAÐI ÞETTA ALLT!
Af þessum sökum er yfirlýsing um þjóðargjaldþrot orðin með betri kostum í stöðunni. Þó að það þýði að við fáum ekki lán, verðum að hluta útskúfuð, töpum einhverjum eignum erlendis og þurfum að stunda sjálfsþurftarbúskap, þá hef ég meiri trú á því að vinna okkur upp úr því heldur en borðlagðri a.m.k. 20 ára fátækt.
Þetta virðist nú vera eina færa leiðin til að gera eitthvað sem er nógu risavaxin aðgerð í sjálfu sér til að losna frá risavöxnu hruni. Hún myndi a.m.k. tryggja að við hefðum yfirráð yfir auðlindunum því það er ekki hægt að taka þær upp í skuldir.
ESB umræðan mun drepa öllu á dreif næstu árin í aðgerðarleysi ráðalausrar stjórnar. Hjá þeim á ESB aðild að redda öllu. Skemmtilegar ranghugmyndir það!
Styður ESB-umsóknina eindregið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook
22.7.2009 | 17:34
Rífur svolítinn kjaft... en samþykkir svo að borga Icesave
Auðvitað veit Steingrímur nákvæmlega hvernig á að bregðast við þessu. Til dæmis svona:
Kannski hringir hann í utanríkisráðherra Hollands og segir honum kurteislega að hann verði að fordæma ummæli hans hér heima nægilega mikið til að geta þröngvað þessari ríkisábyrgð upp á þjóðina. Þetta verði fjaðrafok í 2-3 daga svo sé það búið.
Hvað svo sem Steingrímur segir nú verður það ekki til þess að það opni augu hans fyrir því fjárhagslega stórslysi sem hann er um það bil að valda þjóðinni.
Loftfimleikar til heimabrúks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009 | 15:42
Steingrímur bolar andsnúnum þingmönnum VG burt til að klára Icesave
Það er að fara nákvæmlega eins og maður óttaðist: Steingrímur bolar flokksandstæðingum sínum í frí og kemur "þæga" liðinu sínu fyrir rétt á meðan hann þarf að fá samþykkt á Icesave ódæðinu.
Andstæðingarnir eru ekki það miklir bógar að þeir flýja af hólmi í þessu máli og fara samviskulaust útaf á meðan landráðagjörningarnir fara fram. Þeir geta í framhaldinu lýst sig saklausa og halda auk þess réttindum sem þingmenn og ætla svo að fá endurkjör út á heigulsháttinn í þessu máli.
Þegar allra mikilvægustu mál Alþingis á þessari öld eru afgreidd finna sumir þingmenn sig í því að flýja til að fá ekki á sig skömmina og ævarandi veru í ruslatunnu sögunnar. Það eru algerir aumingjar sem flýja þingstörf á þessum tíma með þessum hætti.
Icesave keyrt út úr efnahags- og skattanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson