Ísland verði eitt umdæmi í öllum málum

Hugsið ykkur hvað mætti spara með því að gera landið að einu umdæmi í öllum málum?

Landið í heild sinni er jafn fjölmennt og sæmilegt hverfi í London eða Amsterdam. Hvers vegna þarf alla þessa ofstjórn?

Við getum sleppt því að vera með sveitarfélög, landið verður eitt kjördæmi og sparnaðurinn sem af þessu hlýst fyrir utan skilvirkni stjórnkerfis kæmi margfalt til baka. Ef skipuleggja ætti samfélag frá grunni dettur þá einhverjum í hug að núverandi skipulag yrði fyrir valinu?

Nú þegar fátæktin er að hvolfast yfir okkur veitir ekki af nýjum sparnaðarráðum.

Þetta er bara eitt þeirra!


mbl.is Ísland verði eitt lögregluumdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér varðandi stofnanir ríkisins.

Þótt að rétt sé að hægt er að fækka sveitarfélögum til muna er ég hræddur um að ekki sé hyggilegt að gera Ísland að einu sveitarfélagi.

Við skulum hins vegar skoða hluti á borð við:

Einn skattstjóra og einn sýslumann með sýslumannsskrifstofur þar sem þær þarf.

Sama þarf að gera í heilbrigðisþjónustunni.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.7.2009 kl. 16:55

2 identicon

Þá má alveg fara með niðurskurðarsveðju á þessa ofþöndu yfirstjórn hjá ríkinu. 300.000 manna þjóð hefur ekkert með heila 16 lögreglustjóra að gera. Noregur kemst ágætlega af með einn (og ekki eru fjarlægðirnar minni þar). Landsbyggðarfólk hefur gjarnan áhyggjur af svona tilfæringum af ótta við að á endanum þýði þær skerta þjónustu á jaðarsvæðum. Þá er því yfirleitt svarað með því að ekkert breytist þó að yfirstjórnin sé færð af svæðinu vegna þess að áfram verði rekin útibú eftir þörfum sem veita þjónustuna.

Ef það er rétt þá segir það sig sjálft að engin rök mæla með því að aðalskrifstofur ríkisstofnanna séu staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er allt eins hægt að hugsa sér að skattstjóri Íslands hafi aðsetur í Vestmannaeyjum og reki útibú í kringum landið eftir þörfum, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Sýslumaður Íslands verði á Akureyri og Héraðsdómur Íslands á Egilsstöðum svo dæmi séu tekin.

BS (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:36

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband