Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Black Night - Deep Purple

Árið er 1970 ég verð bráðum 15 ára. Staðurinn er Tónabær í Skaftahlíð (v/Miklubraut). Þetta lag átti svæðið á þessum tíma. 1972 var þetta lagið sem dó í rafmagnsleysi hallarinnar þegar Deep Purple spiluðu þar. Við fengum aldrei að heyra það á þeim tónleikum. Samt höfðu tónleikarnir verið svo magnaðir að það gerði eiginlega ekkert til, við vorum fyrir löngu búin að fá fyrir peningana okkar. Hér spila þeir félagar Black Night árið 1990 í fínu formi.


Tími svona dellumála er liðinn - Hvenær skildi það verða betur skiljanlegt?

Ég hélt satt að segja að það hefði verið ákveðið að draga úr milljónakostnaði við svona dellumál. Hverjum er eiginlega verið að verjast?

Hver hefur lengur efni á því að fljúga hingað í kreppunni?

Það er kannski ekkert skrýtið að íslenskt efnahagslíf sé ónýtt þegar ráðamenn haga sér svona. Það er hins vegar ennþá verra að þeir hafi ekki lært neitt af þessari bitru reynslu.

Það er kominn tími til að skipta út óábyrgum brennuvörgum í stjórnkerfinu.


mbl.is Dönsku orrustuþoturnar mættar til eftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona var gert upp við Stalín

Sagan endurtekur sig í sífellu. Eftir dauða Stalíns fékk hann, þótt steindauður væri, aldeilis orð í eyra.

Nú virðist sem heilbrigð sjálfsgagnrýni sé loksins að birtast í þessum flokki sem ég gafst upp á haustið 2006 vegna spillingarmála.

Meðvirkni og afneitun hefur einkennt þennan flokk undanfarið. Það hlýtur því að vera jákvætt þegar menn loksins vakna upp í brunarústunum og komast að því að það þarf að fara að huga að nýju húsi, því það sé bæði vont og ónotalegt að það ýmist snjói eða rigni í bælið hjá manni.


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband