Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Geisp! - Því miður enginn tími (Helvítis nöldur er þetta alltaf hreint!)

Ég legg til að Stöð 2 haldi áfram með "fréttina" sína í allt sumar. Þeir geta bara andskotast til að koma þessum ránsfeng aftur til skila!

Það er mikilvægara að koma dæmdum mönnum í íslenskt ríkisfang fyrir þinglok en þessum smáþjófnaði þingmannanna. Ef frá er talið frumvarp varaþingmannsins Valgerðar Bjarnadóttur hefur enginn þingmanna áhuga á að sjá neitt gert í þessu máli.

Það er eitthvað stórkostleg að þeirri ríkisstjórn sem lætur réttlætismálin sífellt í salt.

Nú tekur við samfellt hátt í sex mánaða sumarfrí þingmanna. Þeir eru víst flestir svo uppteknir við heyskapinn í sumar!

Mér þætti líka skemmtilegt að vita hverjar skyldur aðstoðarmanna þingmanna eru á þessum tíma? Færa þingmönnum öl og kaffi á baðströndum erlendis? Passa grislinga yngri þingmanna? Bóna bílana? Hvern fjandann gera þeir eiginlega í sex mánuði?


mbl.is Farið yfir eftirlaunalög í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkilegur forsætisráðherra og máttlaus utanríkisráðherra

Getur einhver tekið það trúanlegt að þau hafi ekki tíma til að leiðrétta eftirlaunafrumvarpið?

Staðreyndin er sú að þau vilja það ekki af því að þau munu njóta þess. Þetta fólk hefur alltaf tíma í allt sem það vill gera.

Eftirlaunafrumvarpið er ekkert annað en þjófnaður fyrir opnum tjöldum, fólk er að verða svo dofið fyrir þessu að það nennir ekki einu sinni að mótmæla þessu lengur. Það er orðið alveg sama hvað stjórnmálamenn gera orðið, þeir bera nákvæmlega enga ábyrgð, gera það sem þeim sýnist, ljúga og komast upp með allt saman án þess að blikna. Verði málin óþægileg er bara farið í dagpeningatúr til útlanda í veisluprjál til að forðast leiðindin. 


mbl.is Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunar smábörnunum líka - Smekklegt á afmælinu!

Ég leyni því ekki að ég er lítt hrifinn af þessari ríkisstjórn sem skartar ekki nema einum ráðherra sem hefur til brunns að bera heiðarleika, ráðvendni og vinnusemi í þágu þjóðarinnar: Jóhönnu Sigurðardóttur. Henni sendi ég bestu afmæliskveðju og vona að hún komi sem flestum málum áfram.

Ríkisstjórn sem er að öðru leyti pakkfull af spillingu, sjálftöku, óheiðarleika, eyðslusemi, mismunun  og sjálfumgleði má alveg missa sín.

Það að geta ekki einu sinni haldið daginn hátíðlegan án þess að mismuna smábörnum þessa lands er bara minnsta brotið af skömminni. Er þetta ekki dæmigert fyrir hugsunarleysi þessa fólks?


mbl.is Ríkisstjórnin ársgömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sími, fax, tölvupóstur, internet og fjarfundabúnaður óþekkt hjá þessu fólki?

Ég skil ekki þessa ótrúlega ferðagleði hjá sumum ráðherranna og öðrum háttsettum embættismönnum. Raunar grunar mann að hluti af þessari ferðagleði sé aðferð til að losna við gagnrýnin leiðindi fjölmiðla hér heima, safna digrum sjóðum dagpeninga auk þess að komast í veisluprjál og skemmtanir erlendis.

Nútíma tækni leyfir fólki að leysa næstum öll þau erindi sem þetta fólk á við útlönd. Allavega 99% þeirra! 


mbl.is Ferðir ráðherra hafa kostað 95 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarjátningin mín: Skynsöm efahyggja

Skynsöm efahyggja þýðir að ég álit að hvorki sé hægt að sanna né afsanna tilvist Guðs eða guða sem hvort eð væru skeytingarlaus(ir) um alheiminn og velferð íbúa hans. Samkvæmt þessu geta trúarlegar umræður bara orðið tómstundargaman fólks.

Að þessu sögðu skal játað að alheimurinn, lífið og tilveran eru svo stórkostleg að manni finnst að það hljóti að vera til æðri sköpunarmáttur sem ekki lætur sjá sig nema þá á óbeinan hátt.

Eitthvað innra með manni segir að maður eigi að lifa til góðra verka og lifa samkvæmt því að þú gerir öðrum aðeins það sem þú vilt láta gera þér.

Trúarbrögð heimsins bæta engu við ofangreinda siðfræði að mínu mati og virðast hafa þann eina tilgang að gera einföld mál flókin.  Einnig eru þau notuð til að setja upp regluverk til að hóta fólki til hlýðni við ríkjandi valdhafa sem einkanlega sanka að sér auði og völdum þrátt fyrir afneitun í þá veru.

Þessi vegna trúi ég því að trúmál eigi að vera einkamál, samfélaginu að kostnaðarlausu!


Eurovision: 50% líkur á að Ísland komist upp úr forkeppninni

Það hafa margir gaman af því að fylgjast með Eurovision. Sumt fólk verður reyndar alveg heltekið hálfgerðu æði fyrir þessu síðustu daga fyrir keppnina og væntingarnar rjúka upp á hverju ári þrátt fyrir slæmt gengi undanfarin ár. Við erum svo bjartsýn íslendingar og það er kostur!

Skv. þessari samantekt hjá veðbúllum kemur í ljós að taldar eru 50% líkur á að íslendingar komist upp úr forkeppninni. Sama úttekt gerir ráð fyrir að íslendingar séu í 16. sæti (kannast einhver við það?) af þeim þjóðum sem komist í topp 10 ef við komust áfram. Af norðurlandaþjóðum erum við sögð á eftir svíum, norðmönnum og finnum, en á undan dönum.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig veðbúllurnar standa sig í þessu. Hverju spáir þú?


mbl.is Þrjár mínútur til þess að slá í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamannaverksmiðja

Miðað við meðferðina sem menn fá þarna þarf engum að koma á óvart að allir sem sleppa þaðan verði ekki hryðjuverkamenn. Hvernig dettur fólki í hug að vistin þarna bæti einhvern?

Mér verður oft hugsað til þess að það eru sigurvegarar í landvinningum sem skrifa söguna en ekki fórnarlömbin. Mér finnst saga Bandaríkjanna undanfarin árin undir stjórn Bush vera sú sorglegasta sem ég hef upplifað í alþjóðamálum. Ferðinni hafa ráðið ofsóknaróðir menn með engin önnur markmið en græðgi.

Hverjir haldið þið að græði á háu olíuverði? Af hverju er olíuverð svona hátt þó svo að Bandaríkjamenn ráði mestu um þau mál? Eru allir búnir að gleyma því úr hvaða olíu- og vopnabransa bandaríkjaforseti kemur?

Enn sorglegra er að íslendingar taka þátt í og styðja þessi ósköp með tilheyrandi undirlægjuhætti og milljarðakostnaði fyrir land og þjóð. Það grátbroslega er auk þess að þessi útgjöld okkar hjálpa til við að halda uppi bensínokri sem allir kvarta yfir.


mbl.is Sitja uppi með fanga í Guantanamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið hljótið að vera að grínast?

Það er ekki heil brú í því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir. Núna er hún að skipa barnungan skrifstofumann með lögfræðingsmenntun í starf sem er næst því að vera yfirhershöfðingi yfir íslenska hernum.

Ég hef löngum rætt með hvaða hætti utanríkis-, varnar- og NATOmálum er stjórnað af Sollu og marg lagt til að allri þessari vitleysu verði hætt og þar með sparaðir milljarðar í einhverjum tilgangslausasta málaflokki í sögu þessarar þjóðar.

Hvað á nýi yfirhershöfðinginn okkar að ræða við erlenda kollega sína sem allir eru borðalagðir og stjörnum skreyttir niður á fingurgóma? Förðun eða hárlitun? Skartgripi?

Hvaða menntun eða reynslu af hernaði og varnarmálum hefur konan sem skipuð var? Ég efast reyndar ekkert um að hún hafi ekki félagsskírteini í Samfylkingunni og sé af réttu kyni.


mbl.is Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er ekki neyðaraðstoð, til hvers er þetta þá?

Mér er sama hvað Davíð Oddsson segir. Þetta er neyðaraðstoð. Ef hún væri það ekki hefði þessi samningur um björgunarbelti til handa íslensku krónunni nákvæmlega engan tilgang. Sá norski fjölmiðill sem ég les mest er Verdens Gang og hanna kallar þetta neyðarlán á forsíðu vefsins og neyðarhjálp í fréttinni.

Davíð var í drottningarviðtali við Stöð 2 í hádeginu og gat ekki leynt því að þessi gjörningur væri "vinarbragð" seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Ávinningur Norðurlandanna af þessum samningi er nákvæmlega enginn og skiptir þá engu máli. Hjá þeim er þetta bara greiði við litla Ísland. Hversu lengi eiga stjórnmálamenn og embættismenn eins og Davíð Oddsson að komast upp með það í fjölmiðlun að ljúga því blákalt að svart sé hvítt? Það ótrúlegt að á tímum allrar þessarar fjölmiðlunar að menn komist ennþá upp með að skrökva. Það var algjör óþarfi í þessu mál.

Á jákvæðu nótunum er þessi samningur skammtímaredding sem mikil þörf var á, en hvort hann hefur varanleg áhrif til gagns mun framtíðin ein geyma.


mbl.is Fyrsti þáttur í lengra ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún hefur misst raunveruleikaskyn í tómum pirringi

Mér finnst eiginlega sorglegt hvað mér finnst Solla ítrekað vera í vörn vegna mála sem ættu að vera sjálfsögð og auðveld úrlausnarefni.

Þetta hugsunarleysi utanríkisráðherrans gagnvart kínverjum er fleirum en Jóni Gunnarssyni skiljanlega mikið undrunarefni. En þetta er ekki eina dæmið um vandræðagang hennar.

Hún skælir mikinn vegna þess að rekið sé á eftir henni með afnám eftirlaunafrumvarpsins illræmda, sem næstum allir nema Birgir Ármannsson viðurkenna að er holdgervingur græðgisvæðingar hjá þingmönnum. Solla er pirruð vegna málsins bæði í fjölmiðlum og á þinginu. Ég leyfi mér að segja að Samfylkingin (óverðskuldað) fékk atkvæði mitt í síðustu kosningum, ekki síst, vegna þess loforðs að færa þetta sannkallaða skítamál í eðlilegra horf.

Þær röksemdir að afnám eftirlaunafrumvarpsins sé brot á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar er algjört yfirklór og auðhrekjanlegt. Lög sem sett eru með svona ákvæðum eru siðferðilega réttlaus og það á því að láta þá sem ætla krefjast þessara eftirlauna gera það fyrir dómstólum. Dómarar geta hiklaust vísað til þess að þessar eftirlaunakröfur stangist á við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Hvað svo sem Solla vill gera í málinu þá er það dautt á þessu þingi, íhaldið mun sjá til þess. 

Solla getur því haldið áfram uppteknum hætti að eyða tíma sínum í að tryggja áframhaldandi milljarðasukk í utanríkis-, varnar- og NATOmálum.


mbl.is Ísland velji ekki hernaðarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband