Ingibjörg Sólrún hefur misst raunveruleikaskyn í tómum pirringi

Mér finnst eiginlega sorglegt hvað mér finnst Solla ítrekað vera í vörn vegna mála sem ættu að vera sjálfsögð og auðveld úrlausnarefni.

Þetta hugsunarleysi utanríkisráðherrans gagnvart kínverjum er fleirum en Jóni Gunnarssyni skiljanlega mikið undrunarefni. En þetta er ekki eina dæmið um vandræðagang hennar.

Hún skælir mikinn vegna þess að rekið sé á eftir henni með afnám eftirlaunafrumvarpsins illræmda, sem næstum allir nema Birgir Ármannsson viðurkenna að er holdgervingur græðgisvæðingar hjá þingmönnum. Solla er pirruð vegna málsins bæði í fjölmiðlum og á þinginu. Ég leyfi mér að segja að Samfylkingin (óverðskuldað) fékk atkvæði mitt í síðustu kosningum, ekki síst, vegna þess loforðs að færa þetta sannkallaða skítamál í eðlilegra horf.

Þær röksemdir að afnám eftirlaunafrumvarpsins sé brot á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar er algjört yfirklór og auðhrekjanlegt. Lög sem sett eru með svona ákvæðum eru siðferðilega réttlaus og það á því að láta þá sem ætla krefjast þessara eftirlauna gera það fyrir dómstólum. Dómarar geta hiklaust vísað til þess að þessar eftirlaunakröfur stangist á við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Hvað svo sem Solla vill gera í málinu þá er það dautt á þessu þingi, íhaldið mun sjá til þess. 

Solla getur því haldið áfram uppteknum hætti að eyða tíma sínum í að tryggja áframhaldandi milljarðasukk í utanríkis-, varnar- og NATOmálum.


mbl.is Ísland velji ekki hernaðarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sé ekki betur en Solla sé fallin gyðja af stalli

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.5.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Skaz

Hvað með peningasvartholið sem Ríkislögreglustjóri er? Ætli Varnamálin hefðu verið betur komin hjá Birni "Rambó" heldur en Sollu?

Samt sammála um eftirlaunin, bara drífa þetta af. Rífa þenna plástur hratt og ákveðið af.

Skaz, 16.5.2008 kl. 09:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband