Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þarf eitthvað stærra tilefni en þjóðargjaldþrot til stjórnarslita?

Ég hætti að kjósa íhaldið á sínum tíma vegna spillingar innan þess flokks.

Ég kaus Samfylkinguna, með hálfum huga þó, til að fella íhaldið úr stjórn.

Ég biðst afsökunar á því að með atkvæði mínu hefur Samfylkingin viðhaldið íhaldinu til áframhaldandi valda og sjálfir eru þeir skaplausir þiggjendur ráðherrastóla í skjóli Davíðs. Reynslan segir okkur að Samfylkingin er jafnvel aumari en fyrri hækjan Framsóknarflokkurinn. 

Valdafíkn Samfylkingarráðherra gerir það að verkum að þeir vilja ekki að rjúfa þetta handónýta stjórnarsamstarf sem er undir raunverulegri stjórn Davíðs Oddssonar. Það virðist sama hversu svakalega vitlausar ákvarðanir hafa verið teknar í banka- og peningamálum, ennþá þykist þetta fólk getað stjórnað einhverju.

Hvað þarf oft að segja BURT! til að það skiljist?


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvartbræður?

Skemmtileg tilviljun hjá þessum myndardrengjum - Til hamingju með daginn!

Þar sem tvíburapörin eru ekki samfeðra vaknar hjá mér spurning:

Ef tvíburi á hálfbróður sem líka er tvíburi eru þeir þá kvartbræður? 


mbl.is Fjórir bræður fæddir sama dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og þetta er hin FRÉTTIN - Hversu lágt er eiginlega hægt að leggjast?

Í kappsemi sinni fyrir McCain er öllu tjaldað til að reyna finna veikan blett á andstæðingnum. Hvað kemur frambjóðanda við þó einhver frænka hans hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum?

Hvernig dettur ykkur á Mogganum í hug að birta svona endemis þvætting? Fáið þið borgað fyrir þetta? 


mbl.is Frænka Obama er ólöglega í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið er í kosningabaráttu fyrir McCain

Það verður ekki af Mogganum skafið. Ritstjórar á þessum miðli eru íhald og það hefur alltaf límt sig við republikana í kosningum í Bandaríkjunum og skiptir þá engu hverjir eru í boði. Það er alltaf valið eftir litnum.

Þessi tiltekna "frétt" væri við hæfi til að hvetja kjósendur McCain í Bandaríkjunum til að fara á kjörstað, en þetta á ekkert erindi inn á þessar vefsíður.  Á síðum Morgunblaðsins er þetta bara kjánalegur málflutningur og undirstrikar enn að miðillinn er langt frá því að vera hlutlaus.

Af hverju er Mogginn að sleikja sig upp við republikana í Bandaríkjunum? Þeir hafa ekki verið svo vinsamlegir við okkur íslendinga að undanförnu eða hvað? 


mbl.is John McCain á enn möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítrekuð ósannindi verða ekki þoluð lengur - Burt!

Ekki skulum við efast um að heimskreppan hafi komið til Íslands. En hin séríslensku efnahagsvandamál eiga sér rætur í fjármálastjórn þessa lands. Þar hafa ráðið ríkjum í 17 ár þeir Davíð Oddsson og Geir Haarde. Þó að Árni Mathiesen hafi verið fjármálaráðherra undanfarin ár er hann aðeins dúkka í höndum hinna og hefur bara unnið að því að hygla bróður sínum og vinum. 

Það þarf ekki hvítbókarkjaftæði til að sjá að þeir félagar Davíð og Geir hafa sett rækilegt Íslandsmet í ósannsögli, dómgreindarbresti, hroka, hagsmunagæslu, vanrækslu, sjálfumgleði og skeytingarleysi. Davíð er ennþá sá sem öllu stjórnar, Geir hinn geðlausi er ennþá hinn uppaldi skjólstæðingur hans og mun aldrei hafa burði til að reka hann, það ætti okkur öllum að vera löngu ljóst.

Samfylkingin viðheldur þessu með einhverju mesta skap- og sinnuleysi sem maður hefur upplifað og það er ekki "You ain't seen nothing yet!" bragurinn á Össuri Skarphéðinssyni núna sem hefur límt sig svo fastan við ráðherrastólinn að honum er sama þó hann sitji þar kyrfilega útbýjaður í skítnum af þessum meðreiðarsveinum sínum.

Ráðherrar Samfylkingarinnar eru ófærir um að finna skítalykt lengur. - Hvað er þá til ráða?

Það hefst engin uppbygging á efnahagslífi íslendinga með þessa menn við stjórnvölinn, til þess hafa þeir ekki traust. 


mbl.is Geir aðvaraði Brown í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband