Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 14:04
Klæðið ykkur vel og haldið friðinn!
Það er kalt úti og ég mæli með að mótmælendur (og kaþólikkar.. og múslimir o.fl.) klæði sig vel svo fólk þurfi ekki að halda að sér hita með slagsmálum.
Útifundur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 11:56
Plögg í tilefni dagsins - Fullt af lögum í spilaranum
Ég er búinn að setja inn helling af lögum með eigin upptökum og vil nota tækifærið og koma okkur félögum í hljómsveitinni HÆTTIR á framfæri. Við erum nefnilega besta litla bandið sem hægt er að fá fyrir árshátíð, afmæli, þorrablót, brúðkaup og jú neim it. Við Gunni Antons flytjum alla músík, frá samsöng, trúbador- og partýtónlist, ljúflingslög yfir matnum, standarda og hvað sem er upp í þrusu graðhestakántrý og dúndrandi rokk og ról. Með nærri 400 laga prógramm getum við spilað ansi fjölbreytta tónlist. Lítil hljómsveit með STÓRAN hljóm!
Lögin í spilaranum eru næstum öll tekinn upp beint þ.e. undirleikur, söngur og gítar er tekið allt í einu. Þau hljóma því svona á venjulegu balli. Einnig lögin sem eru á síðu hljómsveitarinnar HÆTTIR.
28.11.2008 | 15:10
Hvað með árangurstengd laun?
Laun embættismanna ákvörðuð eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook
28.11.2008 | 11:26
Alþingi er ítrekað að samþykkja vanhugsuð lög - Erum við á leið til fasistaríkis?
Maður fyllist hreinlega vonleysi að upplifa hversu vanhugsuð þau lög eru sem Alþingi setur þessa dagana. Mér sýnist að stjórnarandstaðan sé ítrekað blekkt til að taka þátt í þessari vitleysu á vitleysu ofan.
Frumvarpsdrögin um rannsóknarnefndina er hrein og klár fasistaaðgerð. Gefur nefndinni vald til að haga sér eins og lögregluríki fyrir ríkisstjórnina til elta uppi hugsanlega glæpamenn meðal auðmanna en á að hvítþvo hana sjálfa og fría frá eigin mistökum og dómgreindarleysi. Skv. frumvarpinu er hægt að sekta og fangelsa vitni sem er ótrúlegur afsláttur á því réttarkerfi sem hér hefur ríkt. Ýmist minnir þetta í aðra röndina á herforingjastjórnina í Chile, eða í hina, á óamerísku nefndina á McCarthy-tímanum. Þessi nefnd mun aldrei verða neitt merkilegri sem rannsóknaraðilil heldur en handónýt ríkisendurskoðun. Af hverju er hún ekki notuð áfram til svona rannsóknar? Auk þess hefur verið réttilega bent á að hæstaréttardómari sem nefndarformaður er kominn í flókna hagsmunaárekstra hins þrískipta valds og það stenst ekki mikla skoðun að mati lögfróðra manna.
Lögin um gjaldeyrisviðskiptin eru enn eitt viðbótarbullið sem mun valda því að gjaldeyrir fyrir útflutning mun bara ekkert skila sér til baka. Lögin eru að hindra frjálst fjármagnsflæði og hljóta því að brjóta í bága við EES samninginn og þá hlýtur að vera sjálfgert að skila honum til baka, eða hvað? Lagasetningin hindrar að fólk geti selt eignir hér á landi og yfirgefið það stjórnleysi sem hér ríkir. Nú er búið að koma upp rimlum til að sjá til þess að hér verði lýður til að borga óráðsíu undanfarinna ára sem og milljarðalánin frá IMF sem ekki eiga að vera í þágu þjóðarinnar heldur bara ríkisstjórnarinnar. Það blasir við að aðeins útflytjendur muni hafa einhvern aðgang að erlendum gjaldeyri því þeir munu bara geyma hann erlendis á reikningum til eigin nota.
Nánast öll lög sem sett hafa verið í framhaldi af því að Seðlabankinn knésetti Glitni hafa verið hrein og klár ólög. Þau eiga það öll sameiginlegt að víkja frá góðum og gildum réttarvenjum, góðum viðskiptaháttum, góðu siðferði og sanngirni við úrlausn mála.
Ísland nálgast það óðfluga að vera fasistaríki í herkví stjórnmálamanna sem hafa komið öllu á hausinn með dómgreindar- og sinnuleysi í bland við aura- og valdagræðgi. Þetta fólk á að víkja áður en hætta verður á hreinni og klárri uppreisn almennings sem ekki sér lengur hvernig það á að framfleyta sér í þessu landi.
Hömlum aflétt og nýjar settar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook
27.11.2008 | 16:04
Davíð er of upptekinn við að skipa í rannsóknarnefnd þingsins
Hvaða læti eru þetta eiginlega út í Davíð? Þið ættuð að sjá sóma ykkar í því að atast ekki í manninum á meðan hann þarf að ákveða hvaða mannskap hann skipar í rannsóknarnefndina sem á að komast að því að hann sé BLÁsaklaus af öllu sérislenska bankahruninu.
Þið hljótið að skilja að hann þarf að fá gott ráðrúm til að ákveða hvaða hæstaréttardómara hann velur í formennsku í rannsóknarnefndinni. Valið er honum nefnilega erfitt vegna þess að hann skipaði þá flesta sjálfur. Jón Steinar Gunnlaugsson er auðvitað sjálfkjörinn af hæstaréttardómurum, hann er líklega þeirra bestur við spilaborðið.
Það er nokkuð ljóst að Davíð er vandi á höndum með þriðja nefndarmanninn. Þó að annar nefndarmaðurinn, umboðsmaður Alþingis, sé skipaður undir forsæti Davíðs þá er alltaf betra að allir nefndarmenn séu sammála í niðurstöðum sínum. Líklega er enginn betri til að sitja í nefndinni sem fagmaður og þriðji maðurinn annar en Hannes Hólmsteinn, hver annar hefur jafn mikið og yfirgripsvit á öllu en hann?
Davíð verður náttúrulega að sitja með nefndinni að störfum. Ekki viljum við að starfið leysist upp vegna einhverra leiðinda og komi með einhverja fáránlega niðurstöðu? - Við hljótum að gera þá kröfu að allar milljónirnar sem þetta nefndar- og rannsóknarstarf kosti skili alvöru niðurstöðum.
Davíð frestar komu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2008 | 17:28
Rannsóknarnefnd er algjör óþarfi - Davíð átti fyrsta óþarfa sparkið í öllu saman!
Yfirleitt eru það sökudólgarnir sem segja að allt sé misskilningur og það þurfi að athuga, skoða, tékka á, prófa og rannsaka það sem fór til andskotans. Margir þessara sökudólga eru siðblindir. Ég tel Seðlabankastjórann bæði siðblindan og haldinn ranghugmyndum um stöðu mála. Hann er samt svo valdamikill að teyma heila ríkisstjórn á eftir villuhugmyndum sínum. Enginn þorir að blaka við honum því hann veit of mikið um leppana sína til að þeir þori yfirhöfuð að mjálma nokkuð af ótta við hefnd hans og útskúfun.
Rannsóknarnefnd á vegum þingsins er bara til þess að búa til töf á þessu máli öllu saman. Það vita allir sem hafa einhverja glætu í kollinum að Davíð kippti stoðunum undan Glitni, ótímabært og kannski óviljandi, með eineltistilburðum sínum gagnvart Jón Ásgeiri. Davíð á ekki sök á lánsfjárkreppunni, en hann á samt mestu sök á því að setja bankakerfið á Íslandi og efnahagskerfið í algjöra rúst áður en nokkurt tilefni var til þess með frekju og yfirgangsrugli mesta besservissers sem þetta land hefur alið frá upphafi.
Víðtækar rannsóknarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook
26.11.2008 | 16:00
Samfylking lætur þetta hverfa fljótlega líka
Þetta er hluti af ræðu Árna Páls Árnasonar á framboðsfundi Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar. Þetta myndskeið er af Youtube síðu Samfylkingarinnar: Samfo2007.
Árni Páll hlýtur að vilja þetta burt með sama hætti og Björgvin G. Sigurðsson lét mærðarbull sitt um íslensku útrásina hverfa af vefnum sínum.
Aðspurður um óskaríkisstjórn sína segir Árni þessi ótrúlegu gullkorn:
"...ég sé ekki fyrir mér að við nýtum okkar afl í ríkisstjórn til að halda fram málstað vinstri grænna, hjálpa þeim að halda áfram sínu langdregna væli um vonsku heimsins. Hjálpa þeim að segja upp EES samningnum eða hrekja bankana úr landi. Það er alveg ljóst!" - Líklega veit Árni Páll betur nú að hann hefði átt að hjálpa vinstri grænum, bankarnir hefðu þá a.m.k. ekki komið í hausinn á íslenskri þjóð og valdið þjóðargjaldþroti.
Og áfram hélt Árni Páll:
"Ég sé ekki heldur fyrir mér að við eyðum okkar afli til að taka við af Framsóknarflokknum sem hjálpardekk íhaldsins og vinna áfram skemmdarverk á íslensku samfélagi, auka misskiptingu og grafa undan velferðarkerfinu." - Árni Páll, ef einhver annar ætti í hlut værir þú búinn að krefjast þess að einhver segði af sér vegna slælegrar orðheldni, ekki satt? Þið genguð lengra: Þið settuð ísland hreinlega á hausinn með íhaldinu. Þessi málflutningur Árna Páls er eiginlega Íslandsmet í lítilli framsýni svo vægt sé til orða tekið.
Ég kaus Samfylkinguna síðast til að losa mig frá íhaldinu sem ég hafði kosið alltaf fram að því. Miðað við orð Árna mátti ég vera í góðri trú eða hvað?
Þetta myndskeið er viljandi vistað undir flokknum Spaugilegt en ætti að vera undir Bjánahrollur.
Austurvöllur fyrr og nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook
25.11.2008 | 11:42
Geðstirður fýlupúki opinberaður
Það þarf ekki að segja mér neitt um að Páll Magnússon sé að atast í Pétri Matthíassyni sín vegna. Hann er skikkaður eins og hver annar rakki Geirs og Þorgerðar í þessu máli.
Þjóðin má alveg vita að Geir sé geðstirður fýlupúki þegar á reynir. Hann má líta á það sem jákvæða kynningu því hingað til höfum við alltaf litið á hann sem geðlausa lurðu í bandi Davíðs Oddssonar.
Páll Magnússon opinberar þá þrælslund sem embættismenn hafa gagnvart ráðherrum. Það þarf ekki frekari vitnanna við að RÚV er ekkert annað en fjölmiðlabatterí íhaldsins og alveg undir þeirra stjórn. Það er löngu tímabært að almenningur losni við að þurfa borga fyrir þetta áróðusbatterí ríkisstjórnarinnar sem er þrátt fyrir allt rúin öllu trausti.
Pétur Matthíasson ætti í stráksskap sínum að láta Pál standa við lögfræðingshótanir, Það er ágætt að leyfa stjórnvöldum að sína sitt rétta andlit um það hverjir bera raunverulega ábyrgð. Núna er það fréttamaðurinn sem breytti geðlausri lurðu í einu vetfangi í geðstirðan fýlupúka.
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 16:52
Misnotkun óheiðarlegra neyðarlaga heldur áfram
Það þarf engum að velkjast í vafa um að greiðslustöðvun er misnotuð til að halda eignum bankanna í herkví og mismuna kröfuhöfum.
Undir eðlilegum kringumstæðum hefur greiðslustöðvun það markmið að gera lögaðilum kost á að endurskipuleggja fjármál sín til að verða bjargálna á ný. Í þessu tilviki er engin von til þess að bankarnir verði annað en gjaldþrota og því hefði héraðsdómur ekki mátt veita neina greiðslustöðvun og gjaldþrot væri óumflýjanlegt. Neyðarlögin eru hins vegar svo víðtæk að þau leyfa yfirvöldum að snúa öllu eðlilegu réttarfari á hvolf og það er ótrúlegt að upplifa að svona biluð löggjöf hafi verið leidd í gegnum Alþingi.
Sífellt erfiðara verður að vinda ofan af því rugli í ákvörðunum sem ríkisstjórnin hefur tekið og eiga eftir að verða þessari þjóð verulega dýrkeyptar.
Glitnir fær greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 10:49
Skráðu þig á www.kjosa.is - ef þú vilt kosningar
Ég var að skrá mig á vefinn www.kjosa.is
Það er sjálfsagt að efna til kosningar við breyttar aðstæður.
Geir og Solla virkuðu bara flott við framboð til öryggisráðsins, fjölgun sendiherra og sendiráða, hækkun launa sinna og annarra embættismanna og við aðra almenna óráðsíu þegar þau gátu baðað sig í erlendu lánsfé sem auðmennirnir komu með hingað inn í bankakerfið.
Sökudólgarnir eru allir fundnir, það á bara eftir að kjósa þá burtu. Það er eðlilegt að þeir vilji ekki víkja þegar búið er að ná í nýtt lánsfé sem þau geta leikið sér með áfram og látið okkur borga til mjög langrar framtíðar. Þessu fólki treysti ég ekki og vil nýjar kosningar sem allra fyrst.
Skráðu þig á www.kjosa.is - Það er ekkert rangt við að kjósa sem fyrst því sökudólgarnir eru langt frá því að vera ómissandi.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson