Rannsóknarnefnd er algjör óþarfi - Davíð átti fyrsta óþarfa sparkið í öllu saman!

Yfirleitt eru það sökudólgarnir sem segja að allt sé misskilningur og það þurfi að athuga, skoða, tékka á, prófa og rannsaka það sem fór til andskotans. Margir þessara sökudólga eru siðblindir. Ég tel Seðlabankastjórann bæði siðblindan og haldinn ranghugmyndum um stöðu mála. Hann er samt svo valdamikill að teyma heila ríkisstjórn á eftir villuhugmyndum sínum. Enginn þorir að blaka við honum því hann veit of mikið um leppana sína til að þeir þori yfirhöfuð að mjálma nokkuð af ótta við hefnd hans og útskúfun.

Rannsóknarnefnd á vegum þingsins er bara til þess að búa til töf á þessu máli öllu saman. Það vita allir sem hafa einhverja glætu í kollinum að Davíð kippti stoðunum undan Glitni, ótímabært og kannski óviljandi, með eineltistilburðum sínum gagnvart Jón Ásgeiri. Davíð á ekki sök á lánsfjárkreppunni, en hann á samt mestu sök á því að setja bankakerfið á Íslandi og efnahagskerfið í algjöra rúst áður en nokkurt tilefni var til þess með frekju og yfirgangsrugli mesta besservissers sem þetta land hefur alið frá upphafi. 


mbl.is Víðtækar rannsóknarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/26/notudu_peningamarkadssjodi/

Skoðaðu þetta gæskurinn, var Davíð á ferðinni þarna?  Eiga þeir sem þarna voru á ferð enga sök að þínu mati ?
Viltu ekki láta rannsaka þetta ?? Er ekki rétt að skoða þátt stjórnenda bankanna ?  Opnaðu augun, það er þægilegra að skoða sig um þannig.

Einar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú Einar, við skulum rannsaka sem flest því við erum í djúpum skít. Það er hins vegar erfiðara að fullyrða um hugsanlega glæpi og óknytti bankamanna og auðmanna vegna þess að við höfum ekki sama aðgengi að upplýsingum til þess.

Það hlýtur þér að vera ljóst samt að þeir setja sig samt ekki viljandi á hausinn og gera greinilega margt til að halda sér á floti.

Davíð tókst að koma Glitni á hausinn aðeins 4 dögum eftir að bankinn bað um lán. Það er staðreynd sem ekki verður hrakinn og það er ENGINN sem myndi kæra sig um svo hroðvirknislega og harkalega meðferð nokkurs staðar. Sá gjörningur hans með aðstoð Geirs stenst enga skoðun hvernig sem á það er litið.

Haukur Nikulásson, 26.11.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Glitnir var gjaldþrota eins og hinir bankarnir um mitt sumar og hvorki seðlabankinn eða ríkisjóður gátu séð af því fjármagni sem til þurfti að snúa ofan af því. Þar fyrir utan var það ríkistjórnin sem réði því að Glitnir var settur í skiptaferli en ekki seðlabankinn, hvað þá heldur ein maður í stjórn hans.

Og ég segi líka opnaðu augun og reyndu að sjá hvar landið liggur en ekki hengja sendiboða váfregnarinnar.

Guðmundur Jónsson, 26.11.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Guðmundur, með sömu rökum ættu menn að fremja sjálfsmorð af því að þeir munu hvort eð er deyja. Nei, svona gera menn ekki hét það einu sinni.

Það eru einmitt opin augu sem halda áfram að puða þó að í móti blási, allt annað er ótímabær uppgjöf í svartsýniskasti og þunglyndi svörtulofta.

Haukur Nikulásson, 26.11.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að Davíð Oddsson hafi einnig staðið á bak við fjöldamorð Indíána, frumbyggja Ástralíu, fjöldamorðin í frönsku stjórnarbyltingunni, írsku hungursneyðina, fjöldamorð Armena, Helförina, fjöldamorðin árið 1947 í Indlandi og Pakistan, fjöldamorð Stalíns í Rússlandi, fyrri og seinni heimsstyrjöldina og fjöldamorð nasista, Kóreu og Víetnam stríðið, fjöldamorðin í Bangladess árið 1971, Búrúndí, Rúanda, Kambódíu, Austur-Tímor, Líbanon, Afganistan, Írak á tímum Saddams Hussein, Tíbet og Srebrenica!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.11.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst þú ofnota "það hefur ekki verið hrakið"-setninguna í hinum ýmsu myndum. Þó svo það hafi ekki verið hrakið þarf það alls ekki að vera satt - sbr. að það hefur aldrei verið hrakið að Tom Cruise sé hommi, er það?

Þeim mun meira sem við fréttum af bankadæminu öllu (ber að geta þess að það er jú mestallt úr fjölmiðlum sem fyrrum eigendur bankanna eiga), þeim mun meira sannfærist ég um að þeir hafi grafið sína eigin gröf. Ekki gleyma því að bankinn hefði ekki farið á hausinn ef þeir hefðu svarað upphaflega tilboði Ríkisins fljótt í staðinn fyrir að bíða og vona. Fundir hafa verið kallaðir saman í skyndi af minna tilefni.

Að puða og gefast ekki upp þótt móti blási - var það ekki ástæðan fyrir tilvist IceSave-reikninganna?

Ingvar Valgeirsson, 26.11.2008 kl. 21:37

7 identicon

Það er orðið blint hatrið á Davíð.  Menn eru meira að segja farnir að bera blak af fjárglæframönnunum sem settu bankana á hausinn með hreinu og kláru gambli. Aumingja Jón Ásgeir.  Við verðum að bæta honum þetta "spark" upp með því að taka að okkur skuldirnar hans svo hann geti byrjað uppá nýtt að gera okkur stolt af sér.

Grétar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:44

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Guðbjörn, eru sárir verkir með þessu?

Ingvar, það er sjálfsagt að benda á ofnotkun mína á orðum. Í þessu tilviki virkar það ekki þar sem ég er bara að segja það sem allir vita og hefur í sjálfu sér ekki verið mótmælt af neinum ennþá. Ingvar, bankarnir voru allir með nýleg heilbrigðisvottorð frá Fjármálaeftirlitinu þegar Davíð byrjaði niðurrifið. Af hverju svarar þú ekki fyrir þig hvort þú vildir fá gjaldþrotameðferð á 4 dögum frá þínum banka ef þú værir blankur?

Grétar, mér er engin launung á því að telja Davíð einhvern mesta efnahagslega skaðvald sem upp hefur komið á þessu landi. Ég hata hann hins vegar alls ekki, heldur vorkenni. Vinsamlegast eignaðu mér ekki hatur á einhverjum, það er ansi ljótur hlutur. Ég er ekki að bera neitt blak af auðmönnum, það verða þeir að gera sjálfir, enda mér óviðkomandi með öllu. Mér kæmi hreint ekkert á óvart þótt eitthvað misjafnt kæmi upp úr þeirra pokum þegar málin verða gerð upp. Ég tilheyri hvorki liði auðmanna né ráðandi stjórnmálamanna í þessum hremmingum.

Haukur Nikulásson, 26.11.2008 kl. 23:25

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður að taka undir þetta hjá þér Haukur/Ástæðan er rétt D.O. /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.11.2008 kl. 16:03

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Haukur, bankar eru ekki eins og önnur fyrirtæki, sem taka vikur og mánuði í að fara í þrot. Hjá banka getur það víst tekið bara nokkrar klukkustundir, sbr. stóru bankana í BNA. Þeir voru sumir í góðu lagi eina vikuna og komnir í þrot þá næstu.

En það var ekki ofnotkun á orðum sem ég var að setja út á - þó svo ekki sé hægt að afsanna eitthvað þarf það ekki að þýða að það sé satt. Ef Davíð hefði virkilega viljað sjá Glitni fara í klessu hefði verið hægt að gera það á annan hátt - og þá hefði hann örugglega ekki mælt með 75% kaupum Ríkisins, sem hefði orðið af ef þeir hefðu svarað strax, en ekki beðið með dögum saman.

Ingvar Valgeirsson, 2.12.2008 kl. 12:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264825

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband