Misnotkun óheiðarlegra neyðarlaga heldur áfram

Það þarf engum að velkjast í vafa um að greiðslustöðvun er misnotuð til að halda eignum bankanna í herkví og mismuna kröfuhöfum.

Undir eðlilegum kringumstæðum hefur greiðslustöðvun það markmið að gera lögaðilum kost á að endurskipuleggja fjármál sín til að verða bjargálna á ný. Í þessu tilviki er engin von til þess að bankarnir verði annað en gjaldþrota og því hefði héraðsdómur ekki mátt veita neina greiðslustöðvun og gjaldþrot væri óumflýjanlegt. Neyðarlögin eru hins vegar svo víðtæk að þau leyfa yfirvöldum að snúa öllu eðlilegu réttarfari á hvolf og það er ótrúlegt að upplifa að svona biluð löggjöf hafi verið leidd í gegnum Alþingi.

Sífellt erfiðara verður að vinda ofan af því rugli í ákvörðunum sem ríkisstjórnin hefur tekið og eiga eftir að verða þessari þjóð verulega dýrkeyptar. 


mbl.is Glitnir fær greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Júní 2023
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264307

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband