Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
22.10.2008 | 10:31
Eru þetta sömu 75 milljarðarnir og gamla Kaupþing fékk í lán?
Mér þætti fróðlegt að vita hvort "gamla" Kaupþing hafi í raun verið búið að fá "lánið" sem átti að bjarga þeim áfram eða var það bara vilyrði sem síðan er látið niður falla og endurnýtt sem glænýtt hlutafé í nýja kennitöluflakkið?
Svar? Einhver?
Eigið fé Kaupþings 75 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 08:05
Engar áhyggjur! Við borgum þetta með málssókninni á hendur þeim
Þjóðargjaldþrot íslendinga er eiginlega ekki raunveruleiki lengur, þetta er algjör skítafarsi af verstu gerð. Ekki batnar útlitið á þessu við að bretar ætla nú að moka milljörðum punda af góðu fé til lands sem stundar "hryðjuverk".
Það er þó líklega í lagi að taka þetta lán. Við gerum það upp þegar bæturnar fyrir þeirra óhæfuverk gagnvart íslendingum verður gert upp. Það verða væntanlega einhverjir milljarðar punda á móti.
580 milljarða lán frá Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 07:41
Beggars can't be choosers
Það stingur mann við þessar aðstæður að Geir Haarde sé að bíða eftir "þjóðhagsspá". Eitthvað virðist manni það hlálegt á tíma þar sem ekki er nokkur leið að sjá á þessari stundu hvers konar tjón það er sem íslenskri alþýðu er ætlað að standa undir á næstu árum. Ef ykkur vantar þjóðhagsspá við þessar aðstæður er jafngott að reka út sleiktan fingur!
Seðlabankastjórinn sem þvælist fyrir öllum málum lagði nefnilega niður Þjóðhagsstofnun á sínum tíma vegna þess að hann taldi sig vita betur en aðrir. Eða var það vegna óvildar í garð forstjórans? Það var aldrei fyllilega ljóst. Óvild er hins vegar orð sem oft er tengt við hann.
Mikið þykir manni vænt um að heyra að Seðlabankastjórn sé ekki klofin lengur. Það er þá hægt að reka hana í heilu lagi!
Sátt um IMF-lán í Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 12:30
Krafa um fyrirvaralausar kosningar er eðlileg
Það er alvarlegur tvískinnungur fólginn í því að stjórnmálamenn óski eftir friði til að "vinna" þegar þeir eru sekir um nákvæmlega sama sinnuleysið og bankastjórarnir og "útrásarmennirnir" sem sumir þeirra reka og rægja nú um stundir.
Stjórnmálamennirnir í ríkisstjórninni (a.m.k. sumir þeirra) eru jafnsekir um að hafa siglt Íslandi í strand og þá er eðlilegt að þeir séu látnir axla ábyrgð og fara líkt og hinir. Stjórnin hefur verið sinnulaus og skeytingarlaus um aðvaranir og það verður ekki af þeim skafið að hafa ekki fengið nóg af þeim. Auk þess hafa þeir haft aðgang að sérsfræðingum sem ekki hefur verið tekið nokkurt mark á. Það má vera flestum umhugsunarefni hvernig það var réttlætt að þingmenn væru í einhvers konar "leyfum" hátt í sjö mánuði á ári ásamt heilum her aðstoðarmanna!
Nýliðun í stjórnmálum hefur hins vegar verið gerð illmöguleg vegna þess að núverandi stjórnmálaflokkar settu lög sem styrkja þá í sessi með hundruð milljóna fjárframlögum úr ríkissjóði. Það hlýtur hver maður að sjá hvers konar óhæfuverk gegn lýðræðinu var unnið með þeim spillingarlögum. Allir núverandi flokkar á Alþingi eru samsekir í þessu efni.
Auk þess er sjálfsdekrið í formi eftirlaunafrumvarpsins illræmda enn við lýði og því virðist ekkert fá þokað þrátt fyrir háværa gagnrýni úr samfélaginu. Það hentar bara ekki sjálfhverfu þingi að eiga neitt við þann óþverragjörning.
Fullur skipstjóri er ekki látinn sigla af strandstað. Ríkisstjórn sem hefur komið okkur á hausinn er ekki sú sem á að leiða uppbygginguna. Nú mega aðrir taka við.
Ég ætla ekki að lýsa ALLA þingmenn og ráðherra óhæfa en óhjákvæmilega er kominn tími á að grysja út þá sem voru í stjórnmálum eingöngu í eiginhagsmuna- og auðgunarskyni.
Engin óaðgengileg skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook
20.10.2008 | 23:26
Jón Ásgeir í viðtali hjá Ingva Hrafni á ÍNN
Hér er viðtalið sem Ingvi Hrafn Jónsson tók í kvöld við Jón Ásgeir.
Loksins fékk maður spurningar og svör sem hægt er að nota til að fá fleiri púsl í þær efnahagshörmungar sem gengu yfir bankana og á eftir að ganga yfir fólk og fyrirtæki á næstu árum!
Egill Helgason ætti að horfa á þetta líka. Ingvi Hrafn er greinilega eldri og reyndari í þessu tilviki.
20.10.2008 | 08:51
Góðir farþegar...
Þessi var í minu minni heimfærður á frændur okkar í ónefndu nágrannalandi handan hafsins. Það er samt tilefni til að endurnýta hann aftur.
Flugstjórinn:
Góðir farþegar, við nálgumst nú Keflavíkurflugvöll og lendum eftir nokkrar mínútur.
Vinsamlegast færið úrin ykkar aftur um 20 ár!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook
19.10.2008 | 22:22
Líklega verið mun betur sett hefði ríkisstjórnin verið áfram í fríi
Svo undarlega sem þetta kann að hljóma má líklega segja með sterkum rökum að ef enginn hefði hreyft legg né lið í ríkisstjórninni undanfarnar tvær vikur hefði hin íslenska þjóð verið mun betur sett heldur en nú. A.m.k. ekki verið kominn svona gersamlega á rassgatið. Hvernig má það vera?
Jú, ef Davíð hefði ekki náð í Geir til að knýja hann til að samþykkja yfirtöku/gjaldþrot Glitnis hefði Glitnir í versta falli klikkað á fyrstu greiðslunni til erlends banka þann 15. október s.l. Sá erlendi banki hefði varla tekið séns á því að gera það opinbert vegna þess að það hefði bara opinberað á móti að hann fengi ekki greitt og þá er hann líka í sama vanda.
Skv. þessu væri allt opið ennþá að þessu frátöldu og allir bankarnir enn starfandi. Mér þætti vænt um að heyra rök á móti því að þetta hefði getað verið staðan jafnvel í dag í stað þess tjóns sem vanhugsaðar aðgerðir seðlabanka og nokkurra ráðherra ríkisstjórnarinnar og mistök á mistök ofan hafa leitt yfir okkur sem þjóðarheild.
Það þarf ekki nema einn fullan gamlan skipstjóra til að sigla þjóðarskútunni í strand.
Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 01:16
Ísland skipti um nafn og verði VESTMANNAEYJAR
Úr því ríkisstjórninni varð ekki skotaskuld (Englendingaskuld) að skipta um kennitölur á bönkunum til að skúra af okkur stóran hluta af skuldunum þeirra þá hlýtur næsta skref að skipta um nafn á landinu til að skúra af okkur nýfengið hroðalegt orðspor.
Það er nærtækast að Ísland verði innlimað í Vestmannaeyjaklasann og nafninu formlega breytt í Vestmannaeyjar. (Ég geri mér að sjálfsögðu vonir um að þetta eyði þeirri ónáð sem ég var í meðal eyjamanna í 10 mínútur fyrir rúmu ári!)
Þetta ætti að tryggja að 15 mínútna heimsfrægð Íslands sem blankasta land í heimi verði stytt í 5 mínútur með svona brilliant nafnbreytingu.
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Slóð | Facebook
17.10.2008 | 23:30
Stjórnmálamennirnir urðu að fá að sólunda fé LÍKA!
Þetta var fyrirfram dauðadæmt. Hver átti að hafa trú á litlu leppríki Bush í Atlantshafi.
Staðreyndin er sú að þó að stjórnmálamenn séu nú að gagnrýna "útrásarvíkingana" þá tóku þeir þátt í að eyða líka og þetta framboð til öryggisráðsins var til marks um að hér væri til nóg af peningum í gæluverkefni og leikaraskap af þessu tagi til að halda áfram að belgja út þjóðarstoltið.
Geir og Solla voru upptekin við að klára þetta vonlitla dæmi á meðan Davíð ýtti stóra bankadómínóinu af stað.
Samt halda bæði Geir og Solla því fram að við þennan 380 milljóna króna útgjaldalið "mikið hafi áunnist" og "þetta hafi aflað okkur margra vina". Býst einhver við að stjórnmálamenn af þessum kaliber geti viðurkennt að þetta hafi fokið út um gluggann? Fyrr frýs í Helvíti!
Ísland náði ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2008 kl. 01:02 | Slóð | Facebook
16.10.2008 | 18:28
Obama hefur þetta ef nokkur sanngirni er til
Ég horfði á þessar kappræður og verð að segja að Obama er álitlegri sem næsti forseti bandaríkjanna. Mér leist í upphafi mjög vel á það hversu góðlegur John McCain var í fasi en það er því miður bara leikinn framendi. Obama hefur það framyfir að McCain að vera ekki eins umtalsillur um andstæðing sinn og það fer betur í kjósendur.
Obama virðist svo ótrúlega flekklaus að maður heldur eiginlega að hér hljóti að vera brögð í tafli. Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir finnst mér McCain ekki lukkast að klína á hann nokkrum skít sem heitið getur.
Skyldi ástæðan vera sú að Barack Obama sé svartur fyrir og þess vegna sjáist ekkert á honum?
Árásir McCain sagðar koma í bakið á honum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson