Stjórnmálamennirnir urðu að fá að sólunda fé LÍKA!

Þetta var fyrirfram dauðadæmt. Hver átti að hafa trú á litlu leppríki Bush í Atlantshafi.

Staðreyndin er sú að þó að stjórnmálamenn séu nú að gagnrýna "útrásarvíkingana" þá tóku þeir þátt í að eyða líka og þetta framboð til öryggisráðsins var til marks um að hér væri til nóg af peningum í gæluverkefni og leikaraskap af þessu tagi til að halda áfram að belgja út þjóðarstoltið.

Geir og Solla voru upptekin við að klára þetta vonlitla dæmi á meðan Davíð ýtti stóra bankadómínóinu af stað.

Samt halda bæði Geir og Solla því fram að við þennan 380 milljóna króna útgjaldalið "mikið hafi áunnist" og "þetta hafi aflað okkur margra vina". Býst einhver við að stjórnmálamenn af þessum kaliber geti viðurkennt að þetta hafi fokið út um gluggann? Fyrr frýs í Helvíti!


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er gott að þeir (ekki VIÐ, því VIÐ báðum ekki um þetta) komust ekki inn.  Það hefðu bara verið veizlur á OKKAR kostnað.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.10.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef við hefðum komist inn væru rússar búnir að láta okkur hafa lánið góða.... en hitt er svosem rétt.. að við höfðum ekkert þangað inn að gera og ef við hefðum komist þangað inn værum við leppur bandaríkjamanna.. allavega á meðan G.H.H og það hyski er enn við völd.

Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Vera Íslands í öryggisráðinu með rússalán á bakinu hefði verið skelfilegt fyrir ímynd þjóðarinnar. Ímynd sem er nú þegar verri en Úganda, Tyrklands og föðurlands Hitlers, Austurríki.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.10.2008 kl. 03:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband