Líklega verið mun betur sett hefði ríkisstjórnin verið áfram í fríi

Svo undarlega sem þetta kann að hljóma má líklega segja með sterkum rökum að ef enginn hefði hreyft legg né lið í ríkisstjórninni undanfarnar tvær vikur hefði hin íslenska þjóð verið mun betur sett heldur en nú. A.m.k. ekki verið kominn svona gersamlega á rassgatið. Hvernig má það vera?

Jú, ef Davíð hefði ekki náð í Geir til að knýja hann til að samþykkja yfirtöku/gjaldþrot Glitnis hefði Glitnir í versta falli klikkað á fyrstu greiðslunni til erlends banka þann 15. október s.l. Sá erlendi banki hefði varla tekið séns á því að gera það opinbert vegna þess að það hefði bara opinberað á móti að hann fengi ekki greitt og þá er hann líka í sama vanda.

Skv. þessu væri allt opið ennþá að þessu frátöldu og allir bankarnir enn starfandi. Mér þætti vænt um að heyra rök á móti því að þetta hefði getað verið staðan jafnvel í dag í stað þess tjóns sem vanhugsaðar aðgerðir seðlabanka og nokkurra ráðherra ríkisstjórnarinnar og mistök á mistök ofan hafa leitt yfir okkur sem þjóðarheild.

Það þarf ekki nema einn fullan gamlan skipstjóra til að sigla þjóðarskútunni í strand. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Var það þá Bermúdaskál sem setti okkur á hausinn?

Ævar Rafn Kjartansson, 19.10.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tja, hvar er sú skál núna Ævar?

Haukur Nikulásson, 19.10.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Kjósandi

Það er líklega rétt sem ég heyrði að VG eru að bíða eftir að Samfylkingin slíti ríkisstjórninni svo VG geti komist í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum

Því getur Samfylking ekkert gert og ríkisstjórnin óstarfhæf

Kjósandi, 20.10.2008 kl. 00:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband