Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
25.3.2007 | 13:57
Í öðrum heimi
Heimurinn lítur oft svolítið öðruvísi út ef maður færir sig úr stað.
Hér á Tenerife er þægilegt veður, kringum 20 gráður og oftast sól. Hér sér maður fólk rölta rólega á milli staða og flýta sér eins hægt og það kemst. Það tekur mann tíma að komast niður í þennan gír. Ég raunar velti því fyrir mér hvort það takist á þeirri viku sem ég dvel hérna.
Ég ætla allavega að gera tilraun til að slaka vel á og njóta þess að vera í öðrum heimi. Frám til fimmtudags. Þá kemur maður heim og gengur hraðar.
22.3.2007 | 08:55
Kosningaloforð sem verður alls ekki svikið
Í aðdraganda kosninga eru flokkar og fólk á fullu við að koma fram með sínar stefnuskrár og óskalista. Fólk er farið að krefja menn og flokka svara um það hvað þeir ætlast fyrir í hinum þessum málaflokkum, jafnvel hér á bloggsíðunum. Í sumum tilvikum skín í gegn að fólk er að leitast við að fá lausn sinna persónulegra vandamála í gegnum almennan málatilbúnað. Það er svo sem hægt að skilja það þótt sjálfmiðað sé og ekkert óeðlilegt við það.
Fari svo að ég taki þátt í framboði get ég þó lofað þessu: "Ég lofa að svíkja a.m.k. einhver af þeim kosningaloforðum eða áheitum sem ég gef eða mun gefa í framtíðinni. Fyrir því liggur ein ástæða. Ég er ekki almáttugur og ræð því ekki öllu. Þetta kosningaloforð má herma upp á mig hvenær sem er."
Ef þið vitið ekki eftir þessa yfirlýsingu hvar þið hafið mig, þá eruð ÞIÐ í vandræðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook
21.3.2007 | 22:00
Hefur framboð Árna Johnsen áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins
Hér til vinstri fer fram könnun á því hvort framboð Árna Johnsen hafi áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Möguleikarnir eru fjórir:
Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn með eða án Árna Johnsen
Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn ekki vegna Árna Johnsen
Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna Árna Johnsen
Ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn hvort eð er
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook
20.3.2007 | 14:59
Smá möguleiki á lóð eftir 50 ára búsetu í borginni?
Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni alla mín hunds- og kattartíð að það hefði alltaf verið útilokað með eðlilegu móti að fá lóð úthlutað í Reykjavík.
Nú ætla ég að leyfa mér að fá smá von... þar til annað er ákveðið.
Eitt af aðalverkefnunum að auka lóðaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 14:15
"Vestfirðir" blogga að Dofri bloggi, að Níels bloggi, að....
Þar sem ekki er hægt að gera athugasemd hjá bloggaranum sem bloggar um að aðrir bloggi neyðist ég til að gera það hér.
Þetta er algjör óþarfa mengun og það sem meira er að þessar tilkynningar eru orðnar hvimleiðari en svifryk!
20.3.2007 | 11:19
Eru öll ný framboðsmál andvana fædd?
Ég hef ekki dregið dul á það að vilja sjá nýtt framboð jafnaðarmanna verða að veruleika. Til þess stofnuðum við félagarnir Flokkinn.
Hann er samt ekki stofnaður án jarðsambands. Við félagarnir eigum enga frægðarsögu sem gerir okkur kleift að sópa til okkar atkvæðum vegna fyrri afreka. Ég er t.d. bara venjulegur maður, tel mig þokkalega vel gerðan, þokkalega heilsuhraustan bæði líkamlega og andlega, vel meinandi, lausan við græðgi, sæmilega máli farinn og með mörg og heilbrigð áhugamál. Eitt af þeim hafa verið stjórnmál, lengst af sem áhorfanda og hlustanda en í seinni tíð talsvert virkari með tilkomu þessarar bloggsíðu.
Til þess að fá líf í þetta pólitíska vafstur leitaði ég eftir og hvatti fólk til að bjóða sig fram. Mest langaði mig að sjá Jón Baldvin Hannibalsson koma aftur og blása nýju lífi í jafnaðarmennskuna á Íslandi. Hann hefur reynslu, gáfur, mælsku og drifkraft. Það bara dugir ekki. Af persónulegum ástæðum er honum þetta ekki mögulegt og það eru aðstæður sem ber að virða. Ástæðurnar eru ekki þær að hann sé 68 ára og því gamall og þreyttur, langt í frá.
Einnig vildi ég sjá Ómar Ragnarsson í framboði, ég hef hins vegar alltaf talið að hann sé ekki verkstjóratýpan þótt hann sé á sinn óviðjafnanlega hátt "brilliant" hæfileikamaður á ótal sviðum. Margrét Sverrisdóttir virðist hafa gleypt hann, en á þessari stundu virðist eitthvað standa í þeim að koma fram á sviðið. Í öllu þeirra samráði hafa þau ekki ljáð máls á því að breikka grundvöllinn með aðild annarra eins og hópi aldraðra, öryrkja, höfuðborgarsamtökunum, félögum úr Þjóðarhreyfingunni auk minna félaga. Sameining þessara afla með Jón Baldvin í brúnni hefði getað gert þetta að alvöru stjórnmálaafli. Þessum væntingum er núna óþarft að halda á lofti. Það verður ekki.
Ég sé fyrir mér að um nánustu framtíð komi ekkert nýtt framboð ef það gerist ekki núna. Ástæðan er sú að núverandi þingflokkar eru búnir að tryggja fjárhagslega framtíð sína með því að láta greipar sópa um ríkissjóð til að styrkja kosningabaráttu sína. Það sem verra er, öllum virðist sama um svona lagasetningu sem í mínum huga er bara lögfestur þjófnaður.
Það er orðið nóg af flokkum fyrir alls kyns öfgahópa á mörgum sviðum. Sjálfstæðisflokknum er stjórnað af spillingaröflum sem ætla blákalt að selja einkaaðilum fiskinn í sjónum og orkufyrirtæki landsins. Framsóknarflokkurinn er bara lítið númer af íhaldinu með hærri spillingarstuðul. Vinstri grænir og Samfylkingin eru öfgafullir femínistaflokkar. Vinstri grænir eru forræðisflokkur sem vill leiða þá sem vilja ekkert gera af viti í atvinnumálum. Síðan höfum við Frjálslynda flokkinn sem er nánast á engum tíma orðinn að rasistaflokki og frambjóðendur tala ekki um annað (m.a.s. af fyrra bragði) hvað allir eru vondir við þá útaf útlendingaumræðunni.
Þörfin fyrir nýjan hófsaman jafnaðarmannaflokk er samt ennþá fyrir hendi. Vandinn er hins vegar sá að fólk þorir ekki að bjóða sig fram. Hrætt við að verða að atlægi vegna svona pólitískrar sérlundunar. Hrætt við að verða útskúfað frá viðskiptahagsmunum vegna stjórnmálaafskipta. Jafnvel hrætt við að vinir og kunningjar útskúfi þeim fyrir þennan hálfvitahátt. Hrætt við að svona afskipti verði þeim til fjárhagslegs tjóns. Hrætt við að leggja á sig einhverja vinnu. Stærsta ástæðan er samt pólitískt sinnuleysi, það nennir þessu bara ekki.
Hvar er hugrekkið og dugurinn núna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook
19.3.2007 | 19:59
Skyldu íslensk stjórnvöld senda fjölskyldu hans samúðarskeyti?
Endalaust er úðað yfir okkur afleiðingum leiðindanna í Írak.
Nú eru menn að gera því skóna að allt að milljón manns hafi verið drepnir í Írak frá því bandaríkjamenn hófu þar innrásina.
Hvað munar um einn í viðbót? Geir Haarde og Jón Sigurðsson, sem nú eru í kærkomnu fríi frá erfiðum þingstörfum, ættu nú að vera svolítið samúðarfullir og senda skeyti til fjölskyldu varaforsetans ekki satt? Þessi atburðarás er jú með vilja og stuðningi íslenskra yfirvalda.
Fyrrum varaforseti Íraks og samstarfsmaður Saddams Husseins verður hengdur í dögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook
19.3.2007 | 19:42
Hér er listi Hvíta hússins yfir hinar "viljugu þjóðir"
Mikið hefur verið rætt um svokallaðan lista yfir þær þjóðir sem stutt hafa stríðsaðgerðir í Írak.
Jafnvel hefur gengið svo langt að íslenskir ráðherrar hafi kallað það þvætting að til væri slíkur "listi" og sagt, jafnvel með þjósti og ólund, að það sé ekki hægt að láta fjarlægja sig af einhverjum "ímynduðum" lista.
Jæja, hér er þessi listi og hann er ennþá á vef Hvíta hússins í Washington. Það er kominn tími til að afneita honum ekki satt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook
19.3.2007 | 15:37
Játningarnar frá Guantanamo ekki trúverðugar
Ég held að það sé bara ágætt formsins vegna að láta fylgja svona "frétt" að þær játningar sem knúnar hafa verið fram í hinum alræmdu fangabúðum í Guantanamo á Kúbu þykir fæstum trúverðugar.
Þær eru sóttar með þeim hætti að enginn mannlegur máttur fengi venjulegt fólk til að gera neitt annað en að játa hvað sem er undir þeim kringumstæðum sem þar eru.
Þessar fangabúðir eru hluti af þeim ljótleika og hörmungum sem stríðsreksturinn í Írak hefur leitt yfir þá þjóð og marga aðra. Þetta hafa íslensk stjórnvöld lagt blessun sína yfir.
Játar árásir á bandarískt herskip og sendiráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook
19.3.2007 | 09:45
Þungu fargi er af mér létt...
Stjórnendur Kaupþings fá kaupréttarsamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson